Leikur flautaður af í Noregi: Hundrað fiskibollum hent inn á völlinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2024 07:30 Fiskibollurnar voru út um allan völl á Lerkendal leikvanginum í gær. Skjámynd/Verdens Gang Dómari leiks Rosenborg og Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta tók þá ákvörðun að flauta leikinn af í gær eftir að áhorfendur hættu ekki að henda hlutum inn á leikvöllinn. Dómarinn hafði stöðvað leikinn í þrígang en gafst upp þegar hann þurfti að stöðva leikinn í fjórða skiptið. Í hvert skiptið sem hann stöðvaði leikinn þá rak hann alla leikmenn inn í búningsklefa. Norska ríkisútvarpið segir frá sem og Verdens Gang hér. Að lokum fannst dómaranum vera komið nóg og því ákvað hann að flauta leikinn af. „Vinsamlegast yfirgefið leikvanginn,“ kom upp á skjáinn á vellinum. Eðlilega voru margir pirraðir ekki síst leikmenn liðanna. Rosenborg og Lillestrøm sendt av banen etter få minutter https://t.co/8Ziy9Lg8ax— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) July 21, 2024 „Það er rosalega sorglegt að dómarinn tók þessa ákvörðun. Þarna komu greinilega fyrirmæli frá sambandinu, sagði Jens Haugland, framkvæmdastjóri Norsk Toppfotboll, við TV2. Strax á annarri mínútu leiksins þá fóru áhorfendur að kasta tennisboltum og fiskibollum inn á völlinn. Stuðningsmenn beggja lið sameinuðust um mótmælin en þeir voru þarna að mótmæla myndbandsdómgæslu í norsku deildinni. „Við munum aldrei gefast upp“ Norska knattspyrnusambandið tók upp myndbandsdómgæslu fyrir síðasta tímabil og stuðningsmenn margra félaga eru mjög ósáttir með það. Skilaboðin frá stuðningsmönnunum voru skýr: „Við munum aldrei gefast upp. VAR er á útleið,“ sungu þeir. „Þetta snýst um öryggi. Hundrað fiskibollum var kastað inn á völlinn og nokkrar reyksprengjur fylgdu seinna í kjölfarið. Þá var ljóst að það var ekki lengur hægt að tryggja öryggi leikmanna,“ sagði dómari leiksins, Arild Rudolf Thorp. Kjørte i åtte timer for å se Rosenborg – fikk se tolv minutter med fotball https://t.co/ZQwbCTa3xX— VG (@vgnett) July 21, 2024 Það er ekki ljóst hvenær leikurinn verður kláraður en það verður ekki í dag. Félögin og norska sambandið munu funda um nýjan leiktíma í þessari viku. Ógeðslegt og ábyrgðarlaust „Þetta er ógeðslegt og algjörlega ábyrgðarlaus hegðun. Við munum funda aftur um þetta mál seinna í kvöld,“ sagði Karl-Petter Løken, framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins, við Verdens Gang. A match between Rosenborg and Lillestrom in Norway was abandoned after 32 minutes due to multiple fan protests against VAR. Many objects were thrown onto the pitch, including tennis balls, flares and... fishcakes. 😬 #BBCFootball pic.twitter.com/2dRVCDHKLc— Match of the Day (@BBCMOTD) July 21, 2024 Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem norskir stuðningsmenn mótmæla VAR. Tennisboltar komu líka við sögu á leik Brann og Haugesund. Þetta var hins vegar í fyrsta sinn sem leikmenn voru látnir yfirgefa völlinn og í fyrsta sinn sem leikur er flautaður af. „Ég skil alveg af hverju norska knattspyrnusambandið vill reyna að taka athyglina frá VAR málinu og í staðinn setja sviðsljósið á mótmælin. Þeir verða bara að sætta sig við smá óhlýðni hjá borgurunum,“ sagði Ole Kristian Sandvik, fulltrúi norskra stuðningsmannafélaga. GAME ABANDONED IN NORWAY AFTER FANS' VAR PROTESTS. 📺Tennis balls, flares & even FISHCAKES thrown onto the field at Rosenborg vs Lillestrom, prompting several stoppages & eventual cancellation. 🐟Fans' message is clear. "We never give up. VAR is going away!" 😤 pic.twitter.com/KJdLeB41uc— Men in Blazers (@MenInBlazers) July 21, 2024 Norski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Sjá meira
Dómarinn hafði stöðvað leikinn í þrígang en gafst upp þegar hann þurfti að stöðva leikinn í fjórða skiptið. Í hvert skiptið sem hann stöðvaði leikinn þá rak hann alla leikmenn inn í búningsklefa. Norska ríkisútvarpið segir frá sem og Verdens Gang hér. Að lokum fannst dómaranum vera komið nóg og því ákvað hann að flauta leikinn af. „Vinsamlegast yfirgefið leikvanginn,“ kom upp á skjáinn á vellinum. Eðlilega voru margir pirraðir ekki síst leikmenn liðanna. Rosenborg og Lillestrøm sendt av banen etter få minutter https://t.co/8Ziy9Lg8ax— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) July 21, 2024 „Það er rosalega sorglegt að dómarinn tók þessa ákvörðun. Þarna komu greinilega fyrirmæli frá sambandinu, sagði Jens Haugland, framkvæmdastjóri Norsk Toppfotboll, við TV2. Strax á annarri mínútu leiksins þá fóru áhorfendur að kasta tennisboltum og fiskibollum inn á völlinn. Stuðningsmenn beggja lið sameinuðust um mótmælin en þeir voru þarna að mótmæla myndbandsdómgæslu í norsku deildinni. „Við munum aldrei gefast upp“ Norska knattspyrnusambandið tók upp myndbandsdómgæslu fyrir síðasta tímabil og stuðningsmenn margra félaga eru mjög ósáttir með það. Skilaboðin frá stuðningsmönnunum voru skýr: „Við munum aldrei gefast upp. VAR er á útleið,“ sungu þeir. „Þetta snýst um öryggi. Hundrað fiskibollum var kastað inn á völlinn og nokkrar reyksprengjur fylgdu seinna í kjölfarið. Þá var ljóst að það var ekki lengur hægt að tryggja öryggi leikmanna,“ sagði dómari leiksins, Arild Rudolf Thorp. Kjørte i åtte timer for å se Rosenborg – fikk se tolv minutter med fotball https://t.co/ZQwbCTa3xX— VG (@vgnett) July 21, 2024 Það er ekki ljóst hvenær leikurinn verður kláraður en það verður ekki í dag. Félögin og norska sambandið munu funda um nýjan leiktíma í þessari viku. Ógeðslegt og ábyrgðarlaust „Þetta er ógeðslegt og algjörlega ábyrgðarlaus hegðun. Við munum funda aftur um þetta mál seinna í kvöld,“ sagði Karl-Petter Løken, framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins, við Verdens Gang. A match between Rosenborg and Lillestrom in Norway was abandoned after 32 minutes due to multiple fan protests against VAR. Many objects were thrown onto the pitch, including tennis balls, flares and... fishcakes. 😬 #BBCFootball pic.twitter.com/2dRVCDHKLc— Match of the Day (@BBCMOTD) July 21, 2024 Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem norskir stuðningsmenn mótmæla VAR. Tennisboltar komu líka við sögu á leik Brann og Haugesund. Þetta var hins vegar í fyrsta sinn sem leikmenn voru látnir yfirgefa völlinn og í fyrsta sinn sem leikur er flautaður af. „Ég skil alveg af hverju norska knattspyrnusambandið vill reyna að taka athyglina frá VAR málinu og í staðinn setja sviðsljósið á mótmælin. Þeir verða bara að sætta sig við smá óhlýðni hjá borgurunum,“ sagði Ole Kristian Sandvik, fulltrúi norskra stuðningsmannafélaga. GAME ABANDONED IN NORWAY AFTER FANS' VAR PROTESTS. 📺Tennis balls, flares & even FISHCAKES thrown onto the field at Rosenborg vs Lillestrom, prompting several stoppages & eventual cancellation. 🐟Fans' message is clear. "We never give up. VAR is going away!" 😤 pic.twitter.com/KJdLeB41uc— Men in Blazers (@MenInBlazers) July 21, 2024
Norski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Sjá meira