Fótbolti

United á eftir mark­sæknu ungstirni Arsenal

Siggeir Ævarsson skrifar
Chido Obi-Martin fékk að eiga boltann eftir leik U18 liða Arsenal og Southampton þar sem hann skoraði þrennu.
Chido Obi-Martin fékk að eiga boltann eftir leik U18 liða Arsenal og Southampton þar sem hann skoraði þrennu. Vísir/Getty

Hinn 16 ára danski sóknarmaður, Chido Obi, er sagður á ratsjá Manchester United og er tíðinda að vænta af ákvörðun hans um félagskipti á næstu dögum eða klukkutímum samkvæmt véfréttinni Fabrizio Romano.

Obi, sem er fæddur 2007, hefur verið í herbúðum Arsenal síðan 2022 og raðað inn mörkum fyrir ungliðalið félagsins og spilað töluvert upp fyrir sig í aldri. Hann afrekaði meðal annars að skora tíu mörk þegar 16 ára lið Arsenal lagði Liverpool 14-3 og sjö mörk þegar liðið lagði Norwich 9-0.

Þessi frammistaða vakti að vonum athygli innan herbúða Arsenal og var Obi kallaður á æfingar með aðalliðinu síðasta haust. Hann hefur þó ekki enn þreytt frumraun sína í ensku úrvalseildinni en þess verður eflaust ekki langt að bíða ef hann verður jafn iðinn við kolann í markaskorun.

Obi er fæddur í Danmörku en gekk til liðs við akademíu Arsenal þegar hann var 14 ára gamall. Hann hefur leikið fyrir yngri landslið Danmerkur og Englands. Hann heimsótti æfingasvæði United í vikunni en United er þó ekki eina liðið sem hefur áhuga á kröftum hans, þar sem bæði Newcastle og Bayern Munich hafa falast eftir því að semja við hann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×