Sótti innblástur til sonarins Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2024 19:32 Þorsteinn Halldórsson segir sigur karlalandsliðsins á Englandi hafa verkað sem hvatning. Vísir/Vilhelm Einbeitingarskortur Þjóðverja í aðdraganda leiks liðsins gegn Íslandi gaf stelpunum okkar byr undir báða vængi samkvæmt landsliðsþjálfurunum. Sigurmark sonar landsliðsþjálfarans verkaði sem innblástur. Stelpurnar okkar unnu einn fræknasta sigur íslensks liðs, hvort sem er landsliðs eða félags, þegar Þjóðverjar voru lagðir að velli 3-0 á Laugardalsvelli fyrir sléttri viku. Landsliðsþjálfararnir Þorsteinn Halldórsson og Ásmundur Haraldsson segja óreiðu í kringum þýska liðið í aðdragandanum hafa gefið íslensku stelpunum innspýtingu. „Það voru nokkur atriði á dögunum á undan, að það var búið að tilkynna Ólympíuhópinn þeirra, það var skrýtið. Allar fréttir á heimasíðunni þeirra voru um Ólympíuleikana og hverjar yrðu skyldar eftir heima,“ segir Ásmundur Haraldsson í samtali við Helenu Ólafsdóttur í Bestu upphituninni, sem birt var á Vísi fyrr í dag. „Ég held það hafi bara verið 15 leikmenn sem mættu okkur sem voru á leið á leikana. Þannig að hluti af hópnum þarna sem var ekki að fara. Það voru allskonar þættir sem spiluðu inn í,“ „Veðrið var greinilega eitthvað að trufla þær, völlur og veður og örugglega vextir og verðbólga,“ segir Ásmundur kíminn. Sonurinn og hinir strákarnir innblástur Leikur karlalandsliðsins við England örfáum vikum fyrr verkaði sem gott dæmi og hvatti kvennalandsliðið áfram fyrir leikinn við Þýskaland. Það vill svo til að sonur Þorsteins, Jón Dagur Þorsteinsson, skoraði sigurmarkið gegn Englandi sem verkaði sem innblástur fyrir föður hans. „Ég hugsaði það eftir að hafa séð Ísland-England, sem var síðasti leikur Englendingas fyrir EM, þá hugsaði maður að leikmennirnir og starfsliðið og allt í kring, var ekki með hugann við það að leikurinn skipti máli,“ „Ég hugsaði England-Ísland, við erum að fara að gera þetta sama og fara og vinna þetta. Ég held að það hafi styrkt okkur í trúnni, að við myndum vinna þetta,“ segir Þorsteinn. Hluta úr viðtalinu úr Sportpakka kvöldsins má sjá að ofan. Að neðan má sjá Bestu upphitunina í heild. Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Sjá meira
Stelpurnar okkar unnu einn fræknasta sigur íslensks liðs, hvort sem er landsliðs eða félags, þegar Þjóðverjar voru lagðir að velli 3-0 á Laugardalsvelli fyrir sléttri viku. Landsliðsþjálfararnir Þorsteinn Halldórsson og Ásmundur Haraldsson segja óreiðu í kringum þýska liðið í aðdragandanum hafa gefið íslensku stelpunum innspýtingu. „Það voru nokkur atriði á dögunum á undan, að það var búið að tilkynna Ólympíuhópinn þeirra, það var skrýtið. Allar fréttir á heimasíðunni þeirra voru um Ólympíuleikana og hverjar yrðu skyldar eftir heima,“ segir Ásmundur Haraldsson í samtali við Helenu Ólafsdóttur í Bestu upphituninni, sem birt var á Vísi fyrr í dag. „Ég held það hafi bara verið 15 leikmenn sem mættu okkur sem voru á leið á leikana. Þannig að hluti af hópnum þarna sem var ekki að fara. Það voru allskonar þættir sem spiluðu inn í,“ „Veðrið var greinilega eitthvað að trufla þær, völlur og veður og örugglega vextir og verðbólga,“ segir Ásmundur kíminn. Sonurinn og hinir strákarnir innblástur Leikur karlalandsliðsins við England örfáum vikum fyrr verkaði sem gott dæmi og hvatti kvennalandsliðið áfram fyrir leikinn við Þýskaland. Það vill svo til að sonur Þorsteins, Jón Dagur Þorsteinsson, skoraði sigurmarkið gegn Englandi sem verkaði sem innblástur fyrir föður hans. „Ég hugsaði það eftir að hafa séð Ísland-England, sem var síðasti leikur Englendingas fyrir EM, þá hugsaði maður að leikmennirnir og starfsliðið og allt í kring, var ekki með hugann við það að leikurinn skipti máli,“ „Ég hugsaði England-Ísland, við erum að fara að gera þetta sama og fara og vinna þetta. Ég held að það hafi styrkt okkur í trúnni, að við myndum vinna þetta,“ segir Þorsteinn. Hluta úr viðtalinu úr Sportpakka kvöldsins má sjá að ofan. Að neðan má sjá Bestu upphitunina í heild.
Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Sjá meira