Samfélagið þurfi á börnum að halda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. júlí 2024 20:31 Sunna Símonardóttir aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Frjósemi hér á landi hefur ekki verið minni frá upphafi mælinga á nítjándu öld. Síðasta áratug hefur þjóðin ekki viðhaldið mannfjölda til framtíðar. Það er brýnt að snúa þróuninni við að mati sérfræðings vilji landsmenn viðhalda góðu velferðarkerfi og innviðum. Algjört hrun hefur orðið á fæðingartíðni hér á landi síðustu ár og hefur hún aldrei verið lægri. Nú fæðir hver kona að meðaltali eitt komma sex barn. Frjósemin þyrfti að vera tvö komma eitt barn svo mannfjöldanum væri viðhaldið en það þarf að fara aftur til 2012 til að finna þann fjölda. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þar kemur fram að á síðasta ári fæddust Sjötíu færri börn en árið á undan eða samtals 4.315 börn. Eldri mæður og færri sem vilja börn Áður fyrr var mun algengara að konur eignuðust fyrsta barn á þrítugsaldri en frá 2019 hafa langflestar konur verið á fertugsaldri þegar þær eignast sitt fyrsta barn. Það er svo talin vera ein af ástæðunum fyrir lækkandi fæðingartíðni að sögn Sunnu Símonardóttur nýdoktors og aðjúnkts við Háskóla Íslands. „Konur eru að eignast börn seinna og það er líka stærri hópur en áður sem ákveður að eignast ekki börn,“ segir Sunna. Öflug velferðarkerfi ali ekki endilega af sér fleiri börn Sama þróun hófst nokkuð fyrr annars staðar á Norðurlöndum og í fyrra var t.d. er fæðingartíðni í Finnlandi um eitt komma tvö börn á hverja konu. Sunna segir að þrátt fyrir að samfélög teljist með öflug velferðarkerfi eignist fólk þar sífellt færri börn. „Það ber vott um það að það sé líka eitthvað annað í gangi. Það er flókið að snúa þessari þróun við því það eru svo margir áhrifaþættir í gangi. Það hefur t.d. komið fram í rannsóknum að fólk á barneignaraldri upplifir meiri hættu í kringum sig en áður og það getur haft áhrif á viljann til að eignast börn,“ segir Sunna. Samfélagið þurfi á börnum að halda Fækkunin hafi ekki haft áhrif á mannfjöldann hér á landi en sem komið er vegna þess hversu margir innflytjendur hafi sest hér að en það geti breyst. „Þá munum við vera í vanda því þá verða of fáir til að viðhalda kerfunum okkar, innviðum og velferðinni. Þetta er áskorun sem mjög margar þjóðir standa frammi fyrir núna og mikilvægt að vanmeta hana ekki til framtíðar,“ segir Sunna. Það þurfi að huga enn betur að fólki á barneignaraldri hér á landi. „Það þarf að huga að betri innviðum til að fólk geti séð fyrir sér að eignast hér börn. Við þurfum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar, það er morgunljóst. Það þarf að skapa foreldrum bestu aðstæðurnar til að geta eignast börn,“ segir Sunna að lokum. Börn og uppeldi Félagsmál Alþingi Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Algjört hrun hefur orðið á fæðingartíðni hér á landi síðustu ár og hefur hún aldrei verið lægri. Nú fæðir hver kona að meðaltali eitt komma sex barn. Frjósemin þyrfti að vera tvö komma eitt barn svo mannfjöldanum væri viðhaldið en það þarf að fara aftur til 2012 til að finna þann fjölda. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þar kemur fram að á síðasta ári fæddust Sjötíu færri börn en árið á undan eða samtals 4.315 börn. Eldri mæður og færri sem vilja börn Áður fyrr var mun algengara að konur eignuðust fyrsta barn á þrítugsaldri en frá 2019 hafa langflestar konur verið á fertugsaldri þegar þær eignast sitt fyrsta barn. Það er svo talin vera ein af ástæðunum fyrir lækkandi fæðingartíðni að sögn Sunnu Símonardóttur nýdoktors og aðjúnkts við Háskóla Íslands. „Konur eru að eignast börn seinna og það er líka stærri hópur en áður sem ákveður að eignast ekki börn,“ segir Sunna. Öflug velferðarkerfi ali ekki endilega af sér fleiri börn Sama þróun hófst nokkuð fyrr annars staðar á Norðurlöndum og í fyrra var t.d. er fæðingartíðni í Finnlandi um eitt komma tvö börn á hverja konu. Sunna segir að þrátt fyrir að samfélög teljist með öflug velferðarkerfi eignist fólk þar sífellt færri börn. „Það ber vott um það að það sé líka eitthvað annað í gangi. Það er flókið að snúa þessari þróun við því það eru svo margir áhrifaþættir í gangi. Það hefur t.d. komið fram í rannsóknum að fólk á barneignaraldri upplifir meiri hættu í kringum sig en áður og það getur haft áhrif á viljann til að eignast börn,“ segir Sunna. Samfélagið þurfi á börnum að halda Fækkunin hafi ekki haft áhrif á mannfjöldann hér á landi en sem komið er vegna þess hversu margir innflytjendur hafi sest hér að en það geti breyst. „Þá munum við vera í vanda því þá verða of fáir til að viðhalda kerfunum okkar, innviðum og velferðinni. Þetta er áskorun sem mjög margar þjóðir standa frammi fyrir núna og mikilvægt að vanmeta hana ekki til framtíðar,“ segir Sunna. Það þurfi að huga enn betur að fólki á barneignaraldri hér á landi. „Það þarf að huga að betri innviðum til að fólk geti séð fyrir sér að eignast hér börn. Við þurfum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar, það er morgunljóst. Það þarf að skapa foreldrum bestu aðstæðurnar til að geta eignast börn,“ segir Sunna að lokum.
Börn og uppeldi Félagsmál Alþingi Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira