Þorsteinn: Ég held að maður geti ekki farið fram á meira Árni Jóhannsson skrifar 16. júlí 2024 19:45 Þorsteinn Halldórsson einbeittur á hliðarlínunni. Vísir / Anton Brink Ísland vann góðan sigur í Póllandi í síðasta leik undankeppni EM 2025 á útivelli í kvöld. Sveindís Jane gerði eina mark leiksins og var þjálfarinn, Þorsteinn Halldórsson, ánægður með leik sinna kvenna. Í viðtali við RÚV skömmu eftir leik var Þorsteinn spurður að því hvernig honum fannst leikurinn. „Við fórum náttúrlega inn í leikinn með skynsemina að vopni en við ætluðum ekki að keyra okkur út í fyrri hálfleik með mikilli hápressu. Við leyfðum þeim að vera með boltann aftast og biðum eftir því að þær myndu gera mistök og reyndum að flétta þetta þannig að við værum ekki að keyra okkur út. Við vissum að þetta yrði erfiður seinni hálfleikur og vissum að einhverjir leikmenn yrðu þreyttir.“ „Við pressuðum aðeins hærra á þær fyrstu 30 í seinni hálfleik sem lokaði alveg á þær. Pólland komst ekkert áfram og sköpuðu sér eiginlega engin færi í seinni hálfleik. Varnarleikurinn var heilt yfir mjög góður en þær náðu ekki að skapa sér nein opin færi. Sóknarleikurinn fínn en við opnuðum þær alveg en hefðum getað gert betur. Ég er mjög ánægður með seinni hálfleikinn og í raun og veru með framlagið hjá liðinu í dag.“ Þorsteinn var beðinn um að gera upp undankeppnina en Ísland endar í öðru sæti riðilsins og bestu vörnina. Ísland fékk einungis á sig fimm mörk í sex leikjum og skoruðu að meðaltali nærrum því tvö mörk í leik. Getur Þorsteinn nokkuð annað en verið mjög sáttur með þetta allt saman. „Algjörlega. Ég held að maður geti ekki farið fram á meira. Upphaflega markmiðið var að ná öðru sætinu eða öðru af tveimur efstu sætunum en maður gerði ráð fyrir því að Þýskaland myndi vinna riðilinn þá var það okkar að ná öðru sætinu. Við gerðum það og heilt yfir frábær keppni. Við getum ekki beðið um meira. Varnarleikurinn var frábær allan tímann og sóknarleikurinn að þróast hægt og rólega þannig að ég er bara mjög sáttur.“ „Ég er svo bara mjög ánægður með að klára þennan leik hérna. Við vitum að það er spennufall eftir sigurinn á Þýskalandi og tryggt sig á EM. Við nálguðumst þennan leik af fagmennsku.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Pólland - Ísland 0-1 | Glæsimark Sveindísar dugði til sigurs Ísland kláraði riðlakeppni undankeppni EM 2025 með glæsibrag með því að leggja Pólland af velli á útivelli í dag. Sveindís Janes skoraði eina mark leiksins og var það af dýrari gerðinni. 16. júlí 2024 16:16 „Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17 „Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Í viðtali við RÚV skömmu eftir leik var Þorsteinn spurður að því hvernig honum fannst leikurinn. „Við fórum náttúrlega inn í leikinn með skynsemina að vopni en við ætluðum ekki að keyra okkur út í fyrri hálfleik með mikilli hápressu. Við leyfðum þeim að vera með boltann aftast og biðum eftir því að þær myndu gera mistök og reyndum að flétta þetta þannig að við værum ekki að keyra okkur út. Við vissum að þetta yrði erfiður seinni hálfleikur og vissum að einhverjir leikmenn yrðu þreyttir.“ „Við pressuðum aðeins hærra á þær fyrstu 30 í seinni hálfleik sem lokaði alveg á þær. Pólland komst ekkert áfram og sköpuðu sér eiginlega engin færi í seinni hálfleik. Varnarleikurinn var heilt yfir mjög góður en þær náðu ekki að skapa sér nein opin færi. Sóknarleikurinn fínn en við opnuðum þær alveg en hefðum getað gert betur. Ég er mjög ánægður með seinni hálfleikinn og í raun og veru með framlagið hjá liðinu í dag.“ Þorsteinn var beðinn um að gera upp undankeppnina en Ísland endar í öðru sæti riðilsins og bestu vörnina. Ísland fékk einungis á sig fimm mörk í sex leikjum og skoruðu að meðaltali nærrum því tvö mörk í leik. Getur Þorsteinn nokkuð annað en verið mjög sáttur með þetta allt saman. „Algjörlega. Ég held að maður geti ekki farið fram á meira. Upphaflega markmiðið var að ná öðru sætinu eða öðru af tveimur efstu sætunum en maður gerði ráð fyrir því að Þýskaland myndi vinna riðilinn þá var það okkar að ná öðru sætinu. Við gerðum það og heilt yfir frábær keppni. Við getum ekki beðið um meira. Varnarleikurinn var frábær allan tímann og sóknarleikurinn að þróast hægt og rólega þannig að ég er bara mjög sáttur.“ „Ég er svo bara mjög ánægður með að klára þennan leik hérna. Við vitum að það er spennufall eftir sigurinn á Þýskalandi og tryggt sig á EM. Við nálguðumst þennan leik af fagmennsku.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Pólland - Ísland 0-1 | Glæsimark Sveindísar dugði til sigurs Ísland kláraði riðlakeppni undankeppni EM 2025 með glæsibrag með því að leggja Pólland af velli á útivelli í dag. Sveindís Janes skoraði eina mark leiksins og var það af dýrari gerðinni. 16. júlí 2024 16:16 „Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17 „Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Uppgjör: Pólland - Ísland 0-1 | Glæsimark Sveindísar dugði til sigurs Ísland kláraði riðlakeppni undankeppni EM 2025 með glæsibrag með því að leggja Pólland af velli á útivelli í dag. Sveindís Janes skoraði eina mark leiksins og var það af dýrari gerðinni. 16. júlí 2024 16:16
„Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17
„Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17