„Ég held að allir geri sér grein fyrir því hvað er í húfi“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júlí 2024 15:35 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er staddur á Írlandi í annað sinn á tveimur vikum. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Víkingur spilar gríðarmikilvægan seinni leik við Shamrock Rovers í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Þjálfarinn Arnar Gunnlaugsson á von á allt öðruvísi leik í kvöld. Víkingsliðið flaug til Írlands á sunnudagsmorgun og æfði í gær á Tallaght leikvanginum þar sem leikur kvöldsins fer fram. Arnar segir toppaðstæður bíða þeirra þar og liðið er vel undirbúið fyrir átökin. „Búnir að reyna að undirbúa okkur sem allra best, reyna að halda spennustiginu réttu. Þetta er tricky, íslenskir leikmenn eru ekki vanir að hugsa um bara einn leik í nokkra daga. Oft er önnur vinna, krakkar og skyldur að gegna heima fyrir. Mjög þægilegt að hafa hópinn út af fyrir sig í tvo daga,“ sagði Arnar léttur í bragði. „Við áttum góða frammistöðu á Víkingsvelli og þurfum að byggja ofan á það þó þetta verði kannski svolítið öðruvísi leikur. Verðum að respecta það að við erum á útivelli í Evrópukeppni en halda í okkar gildi og gera það sem gerir okkur að sterku liði.“ Gerir ráð fyrir öðruvísi leik í kvöld Báðir þjálfarar voru einmitt sammála um það eftir síðasta leik að seinni leikurinn yrði allt öðruvísi en 0-0 jafnteflið á Víkingsvelli, en hvað mun breytast? „Maður hefur séð marga leiki með Shamrock og þeirra DNA fékk aldrei að skína á Víkingsvelli. Hvort sem þeir lögðu upp með að leggjast svona lágt niður eða hvort við þrýstum þeim niður, erfitt að segja til um það. En á heimavelli [í kvöld] held ég að þeir muni spila allt öðruvísi, taka meiri sénsa, stíga ofar og reyna að setja sitt mark á leikinn. Hafa áhrif með öðrum hætti en þeir gerðu á Víkingsvelli.“ Njósnarferðin til Írlands Þetta er í annað sinn á tveimur vikum sem Arnar fer til Dyflinnar, hann og aðstoðarþjálfarinn Sölvi Geir Ottesen fóru í njósnarferð og sáu Shamrock Rovers spila á Tallaght leikvanginum. Þeir félagar gistu á hóteli rétt hjá leikvanginum en liðið er lengra frá núna. „Það var bara út af praktíkinni, að geta labbað yfir [á leikvanginn]. Núna erum við lengra frá, það á að fylgja svona kvöldum, fílingurinn að fara í rútuna og keyra smástund á völlinn. Ekki bara labba yfir einhverja gangbraut.“ Mikið undir í kvöld Það er til mikils að vinna í kvöld fyrir Víking. Takist liðinu að leggja Shamrock fær það þrjá sénsa til að koma sér í Sambandsdeildina, og jafnvel lengra ef vel gengur. Tapist leikurinn í kvöld þarf Víkingur að vinna næstu tvö einvígi til að komast í Sambandsdeildina. „Þetta er bara gríðarlega mikilvægt, ég held að allir geri sér grein fyrir því hvað er í húfi og það er búið að vera nokkuð þægileg stemning hjá okkur. Eins og ég hef oft talað um innan hópsins, ef það má sletta, við erum quietly confident. Þarft ekkert að vera að gjamma á hverjum degi, maður skynjar bara að strákarnir eru með fókus á verkefnið. Þannig á þetta að vera,“ sagði Arnar að lokum. Leikur Víkings gegn Shamrock Rovers hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjá meira
Víkingsliðið flaug til Írlands á sunnudagsmorgun og æfði í gær á Tallaght leikvanginum þar sem leikur kvöldsins fer fram. Arnar segir toppaðstæður bíða þeirra þar og liðið er vel undirbúið fyrir átökin. „Búnir að reyna að undirbúa okkur sem allra best, reyna að halda spennustiginu réttu. Þetta er tricky, íslenskir leikmenn eru ekki vanir að hugsa um bara einn leik í nokkra daga. Oft er önnur vinna, krakkar og skyldur að gegna heima fyrir. Mjög þægilegt að hafa hópinn út af fyrir sig í tvo daga,“ sagði Arnar léttur í bragði. „Við áttum góða frammistöðu á Víkingsvelli og þurfum að byggja ofan á það þó þetta verði kannski svolítið öðruvísi leikur. Verðum að respecta það að við erum á útivelli í Evrópukeppni en halda í okkar gildi og gera það sem gerir okkur að sterku liði.“ Gerir ráð fyrir öðruvísi leik í kvöld Báðir þjálfarar voru einmitt sammála um það eftir síðasta leik að seinni leikurinn yrði allt öðruvísi en 0-0 jafnteflið á Víkingsvelli, en hvað mun breytast? „Maður hefur séð marga leiki með Shamrock og þeirra DNA fékk aldrei að skína á Víkingsvelli. Hvort sem þeir lögðu upp með að leggjast svona lágt niður eða hvort við þrýstum þeim niður, erfitt að segja til um það. En á heimavelli [í kvöld] held ég að þeir muni spila allt öðruvísi, taka meiri sénsa, stíga ofar og reyna að setja sitt mark á leikinn. Hafa áhrif með öðrum hætti en þeir gerðu á Víkingsvelli.“ Njósnarferðin til Írlands Þetta er í annað sinn á tveimur vikum sem Arnar fer til Dyflinnar, hann og aðstoðarþjálfarinn Sölvi Geir Ottesen fóru í njósnarferð og sáu Shamrock Rovers spila á Tallaght leikvanginum. Þeir félagar gistu á hóteli rétt hjá leikvanginum en liðið er lengra frá núna. „Það var bara út af praktíkinni, að geta labbað yfir [á leikvanginn]. Núna erum við lengra frá, það á að fylgja svona kvöldum, fílingurinn að fara í rútuna og keyra smástund á völlinn. Ekki bara labba yfir einhverja gangbraut.“ Mikið undir í kvöld Það er til mikils að vinna í kvöld fyrir Víking. Takist liðinu að leggja Shamrock fær það þrjá sénsa til að koma sér í Sambandsdeildina, og jafnvel lengra ef vel gengur. Tapist leikurinn í kvöld þarf Víkingur að vinna næstu tvö einvígi til að komast í Sambandsdeildina. „Þetta er bara gríðarlega mikilvægt, ég held að allir geri sér grein fyrir því hvað er í húfi og það er búið að vera nokkuð þægileg stemning hjá okkur. Eins og ég hef oft talað um innan hópsins, ef það má sletta, við erum quietly confident. Þarft ekkert að vera að gjamma á hverjum degi, maður skynjar bara að strákarnir eru með fókus á verkefnið. Þannig á þetta að vera,“ sagði Arnar að lokum. Leikur Víkings gegn Shamrock Rovers hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjá meira