„Mun enginn kaupa annað en rafbíl árið 2028“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júlí 2024 09:28 Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar. vísir/sigurjón „Það mun enginn kaupa annað en rafbíl árið 2028.“ Þetta segir Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar um nýskráningarbann bensín- og dísilbíla. Hann telur nýskráningarbann samt sem áður óþarft. Svo mikil sé gróskan í rafbílabransanum. „Við vorum komin í gríðarlega hátt hlutfall árið 2023. Því miður vegna mistaka stjórnvalda erum við komin niður í 16 prósent á þessu ári,“ segir Egill um hlutfall seldra rafbíla á markaði. Ástæða minni sölu séu aðgerðir sem stjórnvöld hafa innleitt gegn rafbílum. Virðisaukaívilnun vegna sölu á rafbílum féll úr gildi um áramótin. Sala nýrra fólksbíla dróst í kjölfarið verulega saman í byrjun árs miðað við síðustu ár. Í áætlun ríkisstjórnarinnar frá árinu 2018 er nýskráningar bensín- og dísilbíla óheimilar eftir árið 2030 með hugsanlegum undanþágum út frá byggðarsjónarmiðum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Egill hjá Brimborg var til viðtals um þróun á sölu rafbíla í Bítinu í morgun. „Það er gríðarlegt fjármagn að fara í þróun rafbíla hjá frambleiðendum og hjá rafhlöðuframleiðendum. Það er verið að reisa verksmiðjur annan hvern mánuð núna, annað hvort rafhlöðu- eða rafbílaverksmiðjur.“ Egill segir mikið um falsfréttir í fréttaflutningi um rafbíla. Bandaríkjamenn séu sem dæmi að kaupa fleiri rafbíla en áður. „Það sem margir eru að rugla saman við er að vöxturinn er minni, en það er samt vöxtur. Það er oft það sem gerist í byltingum. Maður fer rólega af stað, svo kemur rosalegur vöxtur, svo smá hik, og svo aftur af stað.“ Kílómetragjald hafi truflað marga neytendur. Um er að ræða gjald sem fjármála- og efnahagsráðuneytið lagði á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. Egill segir rafmagnsbíl, með mun minni viðhaldskostnaði, töluvert ódýrari í rekstri. Og það þrátt fyrir kílómetragjald. „Við höfum tekið þann pól í hæðina, að rafbílar munu bara taka yfir. Við erum farin að laga okkur að þessum nýja veruleika,“ segir Egill í viðtalinu sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan. Bílar Vistvænir bílar Bensín og olía Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira
„Við vorum komin í gríðarlega hátt hlutfall árið 2023. Því miður vegna mistaka stjórnvalda erum við komin niður í 16 prósent á þessu ári,“ segir Egill um hlutfall seldra rafbíla á markaði. Ástæða minni sölu séu aðgerðir sem stjórnvöld hafa innleitt gegn rafbílum. Virðisaukaívilnun vegna sölu á rafbílum féll úr gildi um áramótin. Sala nýrra fólksbíla dróst í kjölfarið verulega saman í byrjun árs miðað við síðustu ár. Í áætlun ríkisstjórnarinnar frá árinu 2018 er nýskráningar bensín- og dísilbíla óheimilar eftir árið 2030 með hugsanlegum undanþágum út frá byggðarsjónarmiðum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Egill hjá Brimborg var til viðtals um þróun á sölu rafbíla í Bítinu í morgun. „Það er gríðarlegt fjármagn að fara í þróun rafbíla hjá frambleiðendum og hjá rafhlöðuframleiðendum. Það er verið að reisa verksmiðjur annan hvern mánuð núna, annað hvort rafhlöðu- eða rafbílaverksmiðjur.“ Egill segir mikið um falsfréttir í fréttaflutningi um rafbíla. Bandaríkjamenn séu sem dæmi að kaupa fleiri rafbíla en áður. „Það sem margir eru að rugla saman við er að vöxturinn er minni, en það er samt vöxtur. Það er oft það sem gerist í byltingum. Maður fer rólega af stað, svo kemur rosalegur vöxtur, svo smá hik, og svo aftur af stað.“ Kílómetragjald hafi truflað marga neytendur. Um er að ræða gjald sem fjármála- og efnahagsráðuneytið lagði á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. Egill segir rafmagnsbíl, með mun minni viðhaldskostnaði, töluvert ódýrari í rekstri. Og það þrátt fyrir kílómetragjald. „Við höfum tekið þann pól í hæðina, að rafbílar munu bara taka yfir. Við erum farin að laga okkur að þessum nýja veruleika,“ segir Egill í viðtalinu sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan.
Bílar Vistvænir bílar Bensín og olía Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira