Rétt fyrir hálfleik gaf Bjarni Aðalsteinsson gullfallega sendingu á Viðar Örn Kjartansson sem var klipptur niður í teignum af markmanni Vestra og vítaspyrna dæmd.
Viðar fékk þó ekki tækifæri sjálfur til að skora sitt fyrsta mark í sumar, Hallgrímur Mar Steingrímsson steig á punktinn og skoraði þrátt fyrir að markmaðurinn hafi farið í rétta átt.
Viðar Örn vildi aftur fá vítaspyrnu skömmu síður þegar hann var togaður niður í teignum, en ekkert dæmt og KA fór inn í hálfleikinn með 1-0 forystu.
Það gerðist svo á 75. mínútu að varnarmenn Vestra voru skrefi á eftir sóknarmönnum KA. Hallgrímur Mar fékk boltann frá Harvey Willard, potaði honum inn fyrir á sjálfan sig og kláraði færið vel með vinstri fæti.
Undir lokin varð Vestri manni færri þegar Fatai Gbadamosi kútveltist og sparkaði í Kára Gautason.
KA fagnaði því tveggja marka sigri sem kemur þeim upp í áttuna sæti deildarinnar en Vestri er í 11. og næstneðsta sæti eftir 14 umferðir.
Mörkin og rauða spjaldið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.