„Leikur sem getur breytt lífi okkar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 11:00 Bukayo Saka og Cole Palmer fagna sigri á Hollandi í undanúrslitaleiknum. Getty/Eddie Keogh Enski landsliðsmaðurinn Cole Palmer átti frábæra innkomu í undanúrslitaleikinn á móti Hollandi og lagði upp sigurmarkið. Palmer hefur þurft að bíða þolinmóður á bekknum en hefur átti góða innkomu í nokkra leiki þrátt fyrir fáar mínútur. England mætir Spáni í kvöld í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Palmer þarf væntanlega að sætta sig við það að byrja enn á ný á bekknum en þjálfarinn Gareth Soutgate veit vel að hann er þar með leikmann sem getur breytt leikjum. Palmer gaf stoðsendinguna á Ollie Watkins í markinu sem kom á lokamínútunni á móti Hollandi. Hann var fljótur að lesa flott hlaup framherjans inn á vítateiginn og fann hann með nákvæmri sendingu. Palmer on Watkins finish: “He did one against us at Stamford Bridge remember? I weren’t on the pitch by the way.” [Lions Den] #euro2024 #cfc 😂 pic.twitter.com/3uyQJEdyUp— CFCDaily (@CFCDaily) July 11, 2024 Palmer ræddi undanúrslitaleikinn og úrslitaleikinn í YouTube þætti enska landsliðsins; „Lions' Den“. „Það voru allir í miklu stuði í rútunni eftir leikinn. Tónlistin var á fullu og allir voru að njóta stundarinnar,“ sagði Palmer um miðvikudagskvöldið. „Auðvitað er mjög stutt á milli leikjanna og fram undan er risa, risa leikur. Leikur sem getur breytt lífi okkar og lífi fjölskyldna okkar. Við viljum gera alla stolta,“ sagði Palmer. „Við erum komnir alla leið í úrslitaleikinn og getum vonandi klárað dæmið. Það er frábært að komast í úrslitaleikinn og það er og fínu lagi að fagna því aðeins. Þú færð ekki mörg slík móment á ferlinum. En nú vilja aftur á móti allir í liðinu gera allt til að vinna titilinn. Við viljum svo mikið vinna,“ sagði Palmer. Enska landsliðið hefur aldrei orðið Evrópumeistari og vann síðast stórmót á HM 1966 eða fyrir 58 árum síðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Puo1wDS5Us0">watch on YouTube</a> EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Fleiri fréttir Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Sjá meira
England mætir Spáni í kvöld í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Palmer þarf væntanlega að sætta sig við það að byrja enn á ný á bekknum en þjálfarinn Gareth Soutgate veit vel að hann er þar með leikmann sem getur breytt leikjum. Palmer gaf stoðsendinguna á Ollie Watkins í markinu sem kom á lokamínútunni á móti Hollandi. Hann var fljótur að lesa flott hlaup framherjans inn á vítateiginn og fann hann með nákvæmri sendingu. Palmer on Watkins finish: “He did one against us at Stamford Bridge remember? I weren’t on the pitch by the way.” [Lions Den] #euro2024 #cfc 😂 pic.twitter.com/3uyQJEdyUp— CFCDaily (@CFCDaily) July 11, 2024 Palmer ræddi undanúrslitaleikinn og úrslitaleikinn í YouTube þætti enska landsliðsins; „Lions' Den“. „Það voru allir í miklu stuði í rútunni eftir leikinn. Tónlistin var á fullu og allir voru að njóta stundarinnar,“ sagði Palmer um miðvikudagskvöldið. „Auðvitað er mjög stutt á milli leikjanna og fram undan er risa, risa leikur. Leikur sem getur breytt lífi okkar og lífi fjölskyldna okkar. Við viljum gera alla stolta,“ sagði Palmer. „Við erum komnir alla leið í úrslitaleikinn og getum vonandi klárað dæmið. Það er frábært að komast í úrslitaleikinn og það er og fínu lagi að fagna því aðeins. Þú færð ekki mörg slík móment á ferlinum. En nú vilja aftur á móti allir í liðinu gera allt til að vinna titilinn. Við viljum svo mikið vinna,“ sagði Palmer. Enska landsliðið hefur aldrei orðið Evrópumeistari og vann síðast stórmót á HM 1966 eða fyrir 58 árum síðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Puo1wDS5Us0">watch on YouTube</a>
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Fleiri fréttir Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Sjá meira