Luis Suárez hetjan í mögulega síðasta landsleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 09:30 Luis Suarez var tolleraður af liðsfélögum sínum í leikslok. Getty/Grant Halverson Luis Suárez tryggði Úrúgvæ vítakeppni og skoraði síðan úr sínu víti í henni þegar Úrúgvæ vann bronsið í Suðurameríkukeppni landsliða í nótt. Úrúgvæ og Kanada gerðu 2-2 jafntefli í leiknum um þriðja sætið en Úrúgvæ vann vítakeppnina 4-3. Kanadamenn voru 2-1 yfir í uppbótatíma leiksins þegar Suárez jafnaði með sínu 69. landsliðsmarki. Hann er orðinn 37 ára og þetta gæti mögulega verið hans síðasti landsleikur. Með markinu varð hann sá elsti til að skora í keppninni. With a stoppage time goal that sent the game to penalties, Luis Suárez became the oldest player to ever score in Copa América history 👏🇺🇾 pic.twitter.com/6J7YTFIND3— FOX Soccer (@FOXSoccer) July 14, 2024 Rodrigo Bentancur kom Úrúgvæ í 1-0 á 8. mínútu en Ismaël Koné jafnaði fjórtán mínútum síðar. Jonathan David fylgdi eftir skoti Koné og kom Kanada yfir á 80. mínútu og það leit út fyrir að ætla að verða sigurmarkið. Suárez bjargaði hins vegar málunum á annarri mínútu í uppbótatíma og því réðust úrslitin í vítakeppni. Úrúgvæmenn skoruðu úr öllum fjórum vítaspyrnum sínum en Sergio Rochet varði víti frá Ismaël Koné og Alphonso Davies tryggði Úrúgvæ síðan bronsið með því að skjóta í slá úr fjórðu spyrnu Kanada. Federico Valverde, Rodrigo Bentancur, Giorgian de Arrascaeta og Luis Suárez skoruðu úr vítunum en Kanadamennirnir Jonathan David, Moïse Bombito og Mathieu Choinière nýttu sínar spyrnur. Þetta er í tíunda skiptið sem Úrúgvæ vinnur bronsið í Copa America og í 31. skiptið sem Úrúgvæjar vinna til verðlauna í keppninni. Úrúgvæ hafði samt ekki komust á verðlaunapall í þrettán ár eða síðan þeir unnu keppnina 2011. Úrúgvæ hefur alls unnið Suðurameríkukeppnina fimmtán sinnum eða jafnoft og Argentína. Argentína mætir Kólumbíu í úrslitaleiknum seint í kvöld og bætir því metið með sigri. Luis Suárez, leyenda viva de nuestro fútbol 🥹 pic.twitter.com/qqz9pJBxy2— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) July 14, 2024 Copa América Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Úrúgvæ og Kanada gerðu 2-2 jafntefli í leiknum um þriðja sætið en Úrúgvæ vann vítakeppnina 4-3. Kanadamenn voru 2-1 yfir í uppbótatíma leiksins þegar Suárez jafnaði með sínu 69. landsliðsmarki. Hann er orðinn 37 ára og þetta gæti mögulega verið hans síðasti landsleikur. Með markinu varð hann sá elsti til að skora í keppninni. With a stoppage time goal that sent the game to penalties, Luis Suárez became the oldest player to ever score in Copa América history 👏🇺🇾 pic.twitter.com/6J7YTFIND3— FOX Soccer (@FOXSoccer) July 14, 2024 Rodrigo Bentancur kom Úrúgvæ í 1-0 á 8. mínútu en Ismaël Koné jafnaði fjórtán mínútum síðar. Jonathan David fylgdi eftir skoti Koné og kom Kanada yfir á 80. mínútu og það leit út fyrir að ætla að verða sigurmarkið. Suárez bjargaði hins vegar málunum á annarri mínútu í uppbótatíma og því réðust úrslitin í vítakeppni. Úrúgvæmenn skoruðu úr öllum fjórum vítaspyrnum sínum en Sergio Rochet varði víti frá Ismaël Koné og Alphonso Davies tryggði Úrúgvæ síðan bronsið með því að skjóta í slá úr fjórðu spyrnu Kanada. Federico Valverde, Rodrigo Bentancur, Giorgian de Arrascaeta og Luis Suárez skoruðu úr vítunum en Kanadamennirnir Jonathan David, Moïse Bombito og Mathieu Choinière nýttu sínar spyrnur. Þetta er í tíunda skiptið sem Úrúgvæ vinnur bronsið í Copa America og í 31. skiptið sem Úrúgvæjar vinna til verðlauna í keppninni. Úrúgvæ hafði samt ekki komust á verðlaunapall í þrettán ár eða síðan þeir unnu keppnina 2011. Úrúgvæ hefur alls unnið Suðurameríkukeppnina fimmtán sinnum eða jafnoft og Argentína. Argentína mætir Kólumbíu í úrslitaleiknum seint í kvöld og bætir því metið með sigri. Luis Suárez, leyenda viva de nuestro fútbol 🥹 pic.twitter.com/qqz9pJBxy2— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) July 14, 2024
Copa América Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira