Ísland varð aðeins fjórða þjóðin til að tryggja sig inn á EM 2025 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 08:31 Sveindís Jane Jónsdóttir var með eitt mark og tvær stoðsendingar í sigrinum á Þýskalandi í gær. Hér fagnar hún marki sínu. Vísir/Anton Brink Íslensku stelpurnar tryggðu sér sæti á Evrópumótinu í Sviss næsta sumar með glæsilegum 3-0 sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum í gær. Aðeins þrjár þjóðir höfðu þá náð að tryggja sér sæti í lokakeppninni af þeim sextán sem taka þátt. Sviss varð fyrsta þjóðin til að komast á EM en þær svissnesku komust þangað 4. apríl 2023 þegar ákveðið var að keppnin færi fram í Sviss. Þýskaland varð númer tvö í röðinni 4. júní síðastliðinn og seinna sama dag innsigluðu spænsku heimsmeistararnir líka sæti sitt á EM 2025. Íslensku stelpurnar bættust síðan í hópinn í gær. Tvö lið úr riðli Íslands hafa því tryggt sér EM-sætið fyrir lokaumferðina. Seinna um daginn í gær bættust síðan tvær þjóðir í hópinn. Þjóðir sem eru komnar á EM 2025 í Sviss: 1. Sviss (4. apríl 2023) 2. Þýskaland (4. júní 2024) 3. Spánn (4. júní 2024) 4. Ísland (12. júlí 2024) 5. Danmörk (12. júlí 2024) 6. Frakkland (12. júlí 2024) Dönsku stelpurnar tryggðu sér EM-sætið með 3-0 útisigri á Belgum en Spánn er búið að vinna þann riðil. Frakkland tryggði sér EM-sætið með 2-1 sigri á Svíum en Svíar spilar úrslitaleik við England um sætið í lokaumferðinni. Glódis Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, fagnar í leikslok ásamt liðinu sínu.Vísir/Anton Brink Mikil spenna er í fjórða og síðasta riðlinum þar sem Holland (8 stig), Noregur (6 stig), Ítalía (6 stig) og Finnland (5 stig) eiga öll möguleika á sæti á EM. Finnar heimsækja Ítala í lokaumferðinni en Norðmenn taka á móti Hollandi. Hin átta sætin verða í boði í umspilinu en þangað fara liðin í þriðja og fjórða sæti riðlana í A-deild og mæta þar liðum úr B-deildinni. Þetta er fimmta Evrópumót íslenska kvennalandsliðsins í röð. Íslenska var níunda þjóðin til að tryggja sig inn á bæði EM 2022 og á EM 2017 en síðasta þjóðin sem tryggði sig inn á EM 2013 og sú næstsíðasta sem komst inn á EM 2009. Þetta er því í fyrsta sinn sem Ísland er ein af fyrstu fimm þjóðunum til að tryggja sér EM-sætið. EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Svona leikur er ástæðan fyrir því af hverju maður er í fótbolta“ Glódís Perla Viggósdóttir var afar ánægð eftir ævintýralegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Með sigri tryggði íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sér þátttökurétt á EM í fimmta skipti í röð. 12. júlí 2024 20:31 Einkunnir íslenska liðsins | Miðvarðarparið og Sveindís Jane fremstar á meðal annarra flottra frammistaðna Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta léku á als oddi þegar liðið vann stórkostlegan sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 á Laugardalsvelli í dag. Spilamennskan fleytti íslenska liðinu á Evrópumótið og sýndu íslensku leikmennirnir það klárlega í þessum leik að þar á liðið svo sannarlega heima. 12. júlí 2024 18:18 „Langþráð mark sem kom á frábærum tíma“ Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaðurinn öflugi, valdi aldeilis tímann til þess að skora sitt fyrsta landsliðsmark. Ingibjörg kom íslenska liðinu á bragðið í sögulegum sigri gegn Þýskalandi. Sigurinn fleytti liðinu í lokaeppni EM sem haldið verður í Sviss árið 2025. 12. júlí 2024 20:26 „Voru farnar að skamma mig fyrir að tefja leikinn“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði sitt af mörkum og rúmlega það þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kvenna tryggði sér sæti í lokakeppni EM 2025 sem fram fer í Sviss með mögnuðum 3-0 sigri gegn Þýskalandi í undankeppni mótsins á Laugardalsvelli í kvöld. 12. júlí 2024 20:17 „Fann það fyrir leik að það væri eitthvað klikkað að fara að gerast“ Ísland vann ótrúlegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi. Ísland hefur því tryggt sér inn á EM 2025 í Sviss. Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Íslands, fór á kostum og kom að öllum mörkum leiksins. 12. júlí 2024 20:05 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Sviss varð fyrsta þjóðin til að komast á EM en þær svissnesku komust þangað 4. apríl 2023 þegar ákveðið var að keppnin færi fram í Sviss. Þýskaland varð númer tvö í röðinni 4. júní síðastliðinn og seinna sama dag innsigluðu spænsku heimsmeistararnir líka sæti sitt á EM 2025. Íslensku stelpurnar bættust síðan í hópinn í gær. Tvö lið úr riðli Íslands hafa því tryggt sér EM-sætið fyrir lokaumferðina. Seinna um daginn í gær bættust síðan tvær þjóðir í hópinn. Þjóðir sem eru komnar á EM 2025 í Sviss: 1. Sviss (4. apríl 2023) 2. Þýskaland (4. júní 2024) 3. Spánn (4. júní 2024) 4. Ísland (12. júlí 2024) 5. Danmörk (12. júlí 2024) 6. Frakkland (12. júlí 2024) Dönsku stelpurnar tryggðu sér EM-sætið með 3-0 útisigri á Belgum en Spánn er búið að vinna þann riðil. Frakkland tryggði sér EM-sætið með 2-1 sigri á Svíum en Svíar spilar úrslitaleik við England um sætið í lokaumferðinni. Glódis Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, fagnar í leikslok ásamt liðinu sínu.Vísir/Anton Brink Mikil spenna er í fjórða og síðasta riðlinum þar sem Holland (8 stig), Noregur (6 stig), Ítalía (6 stig) og Finnland (5 stig) eiga öll möguleika á sæti á EM. Finnar heimsækja Ítala í lokaumferðinni en Norðmenn taka á móti Hollandi. Hin átta sætin verða í boði í umspilinu en þangað fara liðin í þriðja og fjórða sæti riðlana í A-deild og mæta þar liðum úr B-deildinni. Þetta er fimmta Evrópumót íslenska kvennalandsliðsins í röð. Íslenska var níunda þjóðin til að tryggja sig inn á bæði EM 2022 og á EM 2017 en síðasta þjóðin sem tryggði sig inn á EM 2013 og sú næstsíðasta sem komst inn á EM 2009. Þetta er því í fyrsta sinn sem Ísland er ein af fyrstu fimm þjóðunum til að tryggja sér EM-sætið.
Þjóðir sem eru komnar á EM 2025 í Sviss: 1. Sviss (4. apríl 2023) 2. Þýskaland (4. júní 2024) 3. Spánn (4. júní 2024) 4. Ísland (12. júlí 2024) 5. Danmörk (12. júlí 2024) 6. Frakkland (12. júlí 2024)
EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Svona leikur er ástæðan fyrir því af hverju maður er í fótbolta“ Glódís Perla Viggósdóttir var afar ánægð eftir ævintýralegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Með sigri tryggði íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sér þátttökurétt á EM í fimmta skipti í röð. 12. júlí 2024 20:31 Einkunnir íslenska liðsins | Miðvarðarparið og Sveindís Jane fremstar á meðal annarra flottra frammistaðna Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta léku á als oddi þegar liðið vann stórkostlegan sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 á Laugardalsvelli í dag. Spilamennskan fleytti íslenska liðinu á Evrópumótið og sýndu íslensku leikmennirnir það klárlega í þessum leik að þar á liðið svo sannarlega heima. 12. júlí 2024 18:18 „Langþráð mark sem kom á frábærum tíma“ Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaðurinn öflugi, valdi aldeilis tímann til þess að skora sitt fyrsta landsliðsmark. Ingibjörg kom íslenska liðinu á bragðið í sögulegum sigri gegn Þýskalandi. Sigurinn fleytti liðinu í lokaeppni EM sem haldið verður í Sviss árið 2025. 12. júlí 2024 20:26 „Voru farnar að skamma mig fyrir að tefja leikinn“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði sitt af mörkum og rúmlega það þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kvenna tryggði sér sæti í lokakeppni EM 2025 sem fram fer í Sviss með mögnuðum 3-0 sigri gegn Þýskalandi í undankeppni mótsins á Laugardalsvelli í kvöld. 12. júlí 2024 20:17 „Fann það fyrir leik að það væri eitthvað klikkað að fara að gerast“ Ísland vann ótrúlegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi. Ísland hefur því tryggt sér inn á EM 2025 í Sviss. Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Íslands, fór á kostum og kom að öllum mörkum leiksins. 12. júlí 2024 20:05 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
„Svona leikur er ástæðan fyrir því af hverju maður er í fótbolta“ Glódís Perla Viggósdóttir var afar ánægð eftir ævintýralegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Með sigri tryggði íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sér þátttökurétt á EM í fimmta skipti í röð. 12. júlí 2024 20:31
Einkunnir íslenska liðsins | Miðvarðarparið og Sveindís Jane fremstar á meðal annarra flottra frammistaðna Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta léku á als oddi þegar liðið vann stórkostlegan sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 á Laugardalsvelli í dag. Spilamennskan fleytti íslenska liðinu á Evrópumótið og sýndu íslensku leikmennirnir það klárlega í þessum leik að þar á liðið svo sannarlega heima. 12. júlí 2024 18:18
„Langþráð mark sem kom á frábærum tíma“ Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaðurinn öflugi, valdi aldeilis tímann til þess að skora sitt fyrsta landsliðsmark. Ingibjörg kom íslenska liðinu á bragðið í sögulegum sigri gegn Þýskalandi. Sigurinn fleytti liðinu í lokaeppni EM sem haldið verður í Sviss árið 2025. 12. júlí 2024 20:26
„Voru farnar að skamma mig fyrir að tefja leikinn“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði sitt af mörkum og rúmlega það þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kvenna tryggði sér sæti í lokakeppni EM 2025 sem fram fer í Sviss með mögnuðum 3-0 sigri gegn Þýskalandi í undankeppni mótsins á Laugardalsvelli í kvöld. 12. júlí 2024 20:17
„Fann það fyrir leik að það væri eitthvað klikkað að fara að gerast“ Ísland vann ótrúlegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi. Ísland hefur því tryggt sér inn á EM 2025 í Sviss. Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Íslands, fór á kostum og kom að öllum mörkum leiksins. 12. júlí 2024 20:05