Einkunnir íslenska liðsins | Miðvarðarparið og Sveindís Jane fremstar á meðal annarra flottra frammistaðna Hjörvar Ólafsson skrifar 12. júlí 2024 18:18 Íslensku leikmennirnir léku frábærlega í stórkostlegum sigri gegn Þýskalandi í dag. Vísir/Anton Brink Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta léku á als oddi þegar liðið vann stórkostlegan sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 á Laugardalsvelli í dag. Spilamennskan fleytti íslenska liðinu á Evrópumótið og sýndu íslensku leikmennirnir það klárlega í þessum leik að þar á liðið svo sannarlega heima. Hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna íslenska liðsins. Byrjunarlið Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður 8 Heilt yfir örugg í sínum aðgerðum og afar róleg á boltann. Stundum kannski aðeins of róleg en hún slapp ávallt með skrekkinn. Leikmenn íslenska liðsins treysta Fanneyju Ingu greinilega vel til þess að hafa boltann í löppunum og koma honum réttar leiðir frá markinu. Hóf nokkrar álitlegar sóknir með góðum sendingum. Greip vel inn í bæði með því að sweepa og koma fyrirgjöfum frá markinu. Varð svo frábærlega þegar Lea Schüller fékk gott færi undir lok fyrri hálfleiks. Átti einnig nokkrar góðar vörslur í seinni hálfleik. Natasha Moraa Anasi, vinstri bakvörður 8 Sterk í varnarleiknum og skilaði boltanum vel frá sér. Lítið sem fór framhjá henni og ef svo var bjargaði hún sér með góðum tæklingum. Gerir mikið fyrir varnarlínuna að hafa svona öflugan leikmann varnarlega í vinstri bakverðinum auk þess sem uppspilið var fumlaust og gott hjá Natöshu. Var nálægt því að ná að pota boltanum inn eftir aukaspyrnu Karólínar Leu í seinni háflleik. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 9 Eins og klettur í miðri vörn íslenska liðsins og var svo rétt kona á réttum stað þegar hún kom íslenska liðinu á bragðið í leiknum. Vann ófá návígi og var sömuleiðis nánast alltaf á réttum stöðum þegar fyrirgjafir og stungusendingar herjuðu á íslenska liðið. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 9 Stýrði vel útfærðum varnarleik íslenska af miklum myndarbrag. Steig fá sem engin feilspor og átti einkar góðan leik í hjarta varnarinnar. Les leikinn ofboðslega vel og er einatt búin að skynja þær hættur sem steðja af. Smitar með talanda og leiðtogahæfileikum sínum. Bjargaði stórkostlega á línu þegar Laura Freigang átti skalla sem var á leið í markið eftir rúmlega klukkutíma leik. Fyrirliðinn leiddi með fordæmi sínu eins og venjulega. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður 7 Hélt Klöru Bühl lengstum í skefjum í þessum leik en þýska liðið reyndi ítrekað að koma Bühl í einn á einn stöðu gegn Guðnýju. Guðný hafði oftast betur en missti kantmanninn tekníska hins vegar fram hjá sér þegar Þjóðverja fengu besta færi sitt í leiknum undir lokin á fyrri hálfleiknum. Nánast hnökralus leikur hjá Guðnýju þó. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 8 Akkeri á miðjunni og leysti pressu þýska liðsins með ró sinni á boltanum og góðum sendignum af miðsvæðinu. Kórónaði síðan frábæra frammistöðu sína í leiknum með stórglæsilegu marki sínu í upphafi seinni hálfleiks. Skot hennar var bæði hnitmiðað og fast og í takti við aðgerðir hennar í leiknum. Átti svo skemmilega tilraun skömmu síðar þegar hún freistaði þess að vippa boltanum yfir Frohmes í þýska markinu af löngu færi. Vann þá boltann í eitt af ófáum skiptunum á miðjunni með góðum leiklestri og var útsjónarsöm eins og í mörg önnur skipti í þessari viðureign. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður 7 Brimbrjótur inni á miðsvæðinu og vann ófáa bolta auk þess sem hún lét boltann oft flæða hratt og vel á milli kanta. Gætti jafnræðis í því að mata Söndru Maríu, Sveindísi Jane og Diljá Ýr með sendingum sínum. Stýrði pressu íslenska liðsins sem var eins og vel smíðað svissneskt tannhjól. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður 7 Átti hornspyrnuna sem leiddi að fyrsta marki íslenska liðsins auk þess að vera sífellt ógnandi í holunni milli miðju og varnar þýska liðsins. Tengdi vel við Sveindísi Jane og kom henni í þó nokkur skipti í góðar stöður og færi. Skapaði usla með föstum leikatriðum í fleiri skipti en í markinu sem Ingibjörg skoraði. Hljóp gríðarlega mikið í þessum leik og var iðin við að pikka upp lausa bolta og hefja nýjar sóknir auk þess sem hún pressaði vel og skilaði sínu og gott betur í varnarleiknum. Afskaplega gott að geta losað um pressu með því að finna Karólínu í fætur. Sandra María Jessen, framherji 7 Hélt boltanum vel framarlega á vellinum og var góður uppspilspunktur í sóknarleik íslenska liðsins. Gott jafnvægi að hafa klókindin og leikskilninginn hjá Söndru Maríu vinstra megin og hraðann hjá Diljá Ýr hægra megin. Pressaði vel á Giuliu Gwinn sem varð til þess að Sveindís Jane vann boltann í seinna marki íslenska liðsins. Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji 9 Uppspilið til hennar var vel útfært í þessum leik og voru sendingar til hennar úr betri stöðum en stundum áður í landsleikjum. Þannig voru sendingarnar úr fjölbreyttari áttum, bæði úr vörninni, frá miðsvæðinu og utan af kanti. Sveindís Jane komst í nokkur góð færi en náði hins vegar ekki að klára þau að þessu sinni. Var í barningnum í horninu sem varð til þess að boltinn rataði á kollinn á Ingibjörgu sem kom boltanum yfir línuna. Gerði frábærlega þegar hún komst inn í sendingu Gwinn aftur á Merle Frohms í þýska markinu. Var svo útsjónarsöm þegar hún fann Alexöndru sem rak smiðshöggið á verkið. Nýtti sér svo mistök Söru Doorsoun til fullnustu þegar hún setti kirsuberið á kökuna með þriðja marki íslenska liðsins. Diljá Ýr Zomers, framherji 7 Gerði Sarai Linder, vinstri bakverði þýska liðsins, oft og tíðum lífið leitt með hraða sínum og krafti og komst trekk í trekk á bakvið hana. Átti fínar fyrirgjafir sem urðu þó því miður ekki að marki að þessu sinni. Flott frammistaða einnig í varnarleiknum þar sem hún hjálpaði Guðnýju vel með hlaupum sínum til baka. Varamenn: Hlín Eiríksdóttir kom inn á fyrir Diljá Ýr Zomers á 73. mínútu Komst ekki mikið í boltann enda íslenska liðið komið í lágblokk þegar hún kom inná. Gerði hins vegar þá hluti sem þurfti að gera vel og skilaði sínu. Selma Sól Magnúsdóttir kom inn á fyrir Hildi Antonsdóttur á 73. mínútu. Hjálpaði íslenska liðinu við að söffera síðustu 20 mínútur leiksins um það bil. Skilaði sínu á miðsvæðinu og aðstoðaði heilmikið við að sigla sigrinum í land. Guðrún Arnadóttir kom inn á fyrir Natöshu Moraa Anasi á 81. mínútu. Þurfti að bíða drykklanga stund á hliðarlínuni eftir því að fá að komast inn á völlinn. Lét það ekki á sig fá og það var ekkert upp á hana að klaga. Berglind Ágústsdóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur á 85. mínútu. Berglind kom með baráttuanda inn á miðsvæðið og hjálpaði íslenska liðinu að halda markinu hreinu. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna íslenska liðsins. Byrjunarlið Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður 8 Heilt yfir örugg í sínum aðgerðum og afar róleg á boltann. Stundum kannski aðeins of róleg en hún slapp ávallt með skrekkinn. Leikmenn íslenska liðsins treysta Fanneyju Ingu greinilega vel til þess að hafa boltann í löppunum og koma honum réttar leiðir frá markinu. Hóf nokkrar álitlegar sóknir með góðum sendingum. Greip vel inn í bæði með því að sweepa og koma fyrirgjöfum frá markinu. Varð svo frábærlega þegar Lea Schüller fékk gott færi undir lok fyrri hálfleiks. Átti einnig nokkrar góðar vörslur í seinni hálfleik. Natasha Moraa Anasi, vinstri bakvörður 8 Sterk í varnarleiknum og skilaði boltanum vel frá sér. Lítið sem fór framhjá henni og ef svo var bjargaði hún sér með góðum tæklingum. Gerir mikið fyrir varnarlínuna að hafa svona öflugan leikmann varnarlega í vinstri bakverðinum auk þess sem uppspilið var fumlaust og gott hjá Natöshu. Var nálægt því að ná að pota boltanum inn eftir aukaspyrnu Karólínar Leu í seinni háflleik. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 9 Eins og klettur í miðri vörn íslenska liðsins og var svo rétt kona á réttum stað þegar hún kom íslenska liðinu á bragðið í leiknum. Vann ófá návígi og var sömuleiðis nánast alltaf á réttum stöðum þegar fyrirgjafir og stungusendingar herjuðu á íslenska liðið. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 9 Stýrði vel útfærðum varnarleik íslenska af miklum myndarbrag. Steig fá sem engin feilspor og átti einkar góðan leik í hjarta varnarinnar. Les leikinn ofboðslega vel og er einatt búin að skynja þær hættur sem steðja af. Smitar með talanda og leiðtogahæfileikum sínum. Bjargaði stórkostlega á línu þegar Laura Freigang átti skalla sem var á leið í markið eftir rúmlega klukkutíma leik. Fyrirliðinn leiddi með fordæmi sínu eins og venjulega. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður 7 Hélt Klöru Bühl lengstum í skefjum í þessum leik en þýska liðið reyndi ítrekað að koma Bühl í einn á einn stöðu gegn Guðnýju. Guðný hafði oftast betur en missti kantmanninn tekníska hins vegar fram hjá sér þegar Þjóðverja fengu besta færi sitt í leiknum undir lokin á fyrri hálfleiknum. Nánast hnökralus leikur hjá Guðnýju þó. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 8 Akkeri á miðjunni og leysti pressu þýska liðsins með ró sinni á boltanum og góðum sendignum af miðsvæðinu. Kórónaði síðan frábæra frammistöðu sína í leiknum með stórglæsilegu marki sínu í upphafi seinni hálfleiks. Skot hennar var bæði hnitmiðað og fast og í takti við aðgerðir hennar í leiknum. Átti svo skemmilega tilraun skömmu síðar þegar hún freistaði þess að vippa boltanum yfir Frohmes í þýska markinu af löngu færi. Vann þá boltann í eitt af ófáum skiptunum á miðjunni með góðum leiklestri og var útsjónarsöm eins og í mörg önnur skipti í þessari viðureign. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður 7 Brimbrjótur inni á miðsvæðinu og vann ófáa bolta auk þess sem hún lét boltann oft flæða hratt og vel á milli kanta. Gætti jafnræðis í því að mata Söndru Maríu, Sveindísi Jane og Diljá Ýr með sendingum sínum. Stýrði pressu íslenska liðsins sem var eins og vel smíðað svissneskt tannhjól. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður 7 Átti hornspyrnuna sem leiddi að fyrsta marki íslenska liðsins auk þess að vera sífellt ógnandi í holunni milli miðju og varnar þýska liðsins. Tengdi vel við Sveindísi Jane og kom henni í þó nokkur skipti í góðar stöður og færi. Skapaði usla með föstum leikatriðum í fleiri skipti en í markinu sem Ingibjörg skoraði. Hljóp gríðarlega mikið í þessum leik og var iðin við að pikka upp lausa bolta og hefja nýjar sóknir auk þess sem hún pressaði vel og skilaði sínu og gott betur í varnarleiknum. Afskaplega gott að geta losað um pressu með því að finna Karólínu í fætur. Sandra María Jessen, framherji 7 Hélt boltanum vel framarlega á vellinum og var góður uppspilspunktur í sóknarleik íslenska liðsins. Gott jafnvægi að hafa klókindin og leikskilninginn hjá Söndru Maríu vinstra megin og hraðann hjá Diljá Ýr hægra megin. Pressaði vel á Giuliu Gwinn sem varð til þess að Sveindís Jane vann boltann í seinna marki íslenska liðsins. Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji 9 Uppspilið til hennar var vel útfært í þessum leik og voru sendingar til hennar úr betri stöðum en stundum áður í landsleikjum. Þannig voru sendingarnar úr fjölbreyttari áttum, bæði úr vörninni, frá miðsvæðinu og utan af kanti. Sveindís Jane komst í nokkur góð færi en náði hins vegar ekki að klára þau að þessu sinni. Var í barningnum í horninu sem varð til þess að boltinn rataði á kollinn á Ingibjörgu sem kom boltanum yfir línuna. Gerði frábærlega þegar hún komst inn í sendingu Gwinn aftur á Merle Frohms í þýska markinu. Var svo útsjónarsöm þegar hún fann Alexöndru sem rak smiðshöggið á verkið. Nýtti sér svo mistök Söru Doorsoun til fullnustu þegar hún setti kirsuberið á kökuna með þriðja marki íslenska liðsins. Diljá Ýr Zomers, framherji 7 Gerði Sarai Linder, vinstri bakverði þýska liðsins, oft og tíðum lífið leitt með hraða sínum og krafti og komst trekk í trekk á bakvið hana. Átti fínar fyrirgjafir sem urðu þó því miður ekki að marki að þessu sinni. Flott frammistaða einnig í varnarleiknum þar sem hún hjálpaði Guðnýju vel með hlaupum sínum til baka. Varamenn: Hlín Eiríksdóttir kom inn á fyrir Diljá Ýr Zomers á 73. mínútu Komst ekki mikið í boltann enda íslenska liðið komið í lágblokk þegar hún kom inná. Gerði hins vegar þá hluti sem þurfti að gera vel og skilaði sínu. Selma Sól Magnúsdóttir kom inn á fyrir Hildi Antonsdóttur á 73. mínútu. Hjálpaði íslenska liðinu við að söffera síðustu 20 mínútur leiksins um það bil. Skilaði sínu á miðsvæðinu og aðstoðaði heilmikið við að sigla sigrinum í land. Guðrún Arnadóttir kom inn á fyrir Natöshu Moraa Anasi á 81. mínútu. Þurfti að bíða drykklanga stund á hliðarlínuni eftir því að fá að komast inn á völlinn. Lét það ekki á sig fá og það var ekkert upp á hana að klaga. Berglind Ágústsdóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur á 85. mínútu. Berglind kom með baráttuanda inn á miðsvæðið og hjálpaði íslenska liðinu að halda markinu hreinu.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira