Lokun Hríseyjar seafood: Fiskur gleymdist þegar ferjan bilaði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júlí 2024 11:12 Grímseyjarferjan átti að leysa Hríseyjarferjunar Sævar af, sem hér sést á mynd. Það gekk ekki sem skildi. Verkefnastjóri hjá Hrísey Seafood segir lokun Matvælastofnunar á fiskvinnslunni í síðustu viku eiga rót sína að rekja til samgangna til eyjunnar sem séu í lamasessi. Fiskvinnslan opnar aftur í dag eftir „gott samstarf“ við Mast. „Þetta er svo sem ekki flókið. Mast kom hingað í heimsókn og gerðu athugasemdir sem við höfum bara brugðist við. Eins og gengur í þessum bransa.“ segir Skarphéðinn Jósepsson verkefnastjóri hjá Hrísey Seafood í samtali við Vísi. Matvælastofnun stöðvaði fiskvinnsluna í síðustu viku „vegna alvarlegra frávika frá matvælalögum“. „Við brugðumst við þessu í góðu samvinnu við Matvælastofnun. Afskaplega gott samstarf við það góða fólk. Þetta voru mistök hjá okkur sem við erum búin að leiðrétta.“ Vandamál sem fylgja starfsemi á eyju Hann segir lokunina hafa komið stjórnendum á óvart. Rót vandans megi rekja til þess þegar báðar ferjurnar, sem sinna flutningi milli Árskógarsands og Hríseyjar, voru bilaðar í maí. Hríseyjarferjan Sævar hafi farið í áætlaðan slipp en Grímseyjarferjan, sem leysa átti Sævar af, bilað óvænt. Annar bátur leysti farþegaferjuna af, sem ekki gat flutt vörur Hríseyjar. „Við þurftum að bregðast við þessu því með því að flytja fiskinn í land á okkar eigin bátum og einhverju var stungið til hliðar sem átti ekki að vera stungið til hliðar. Og gleymdist svo í framhaldinu,“ segir Skarphéðinn. Fiskurinn hafi þannig safnast upp og útundan varð að ganga frá, án þess að stjórnendur hafi verið meðvitaðir um það hvernig í pottinn var búið. „Það er ýmislegt sem fylgir því að búa á eyju og reka starfsemi. Alls konar vandamál sem fylgja því.“ Nú sé hins vegar búið að samþykkja úrbætur Hríseyjar Seafood af Mast. Skarphéðinn kveðst ekki vita hvernig málið hafi borist til Mast. Það sé aðeins þeirra að bregðast við. Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Hrísey Dalvíkurbyggð Byggðamál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
„Þetta er svo sem ekki flókið. Mast kom hingað í heimsókn og gerðu athugasemdir sem við höfum bara brugðist við. Eins og gengur í þessum bransa.“ segir Skarphéðinn Jósepsson verkefnastjóri hjá Hrísey Seafood í samtali við Vísi. Matvælastofnun stöðvaði fiskvinnsluna í síðustu viku „vegna alvarlegra frávika frá matvælalögum“. „Við brugðumst við þessu í góðu samvinnu við Matvælastofnun. Afskaplega gott samstarf við það góða fólk. Þetta voru mistök hjá okkur sem við erum búin að leiðrétta.“ Vandamál sem fylgja starfsemi á eyju Hann segir lokunina hafa komið stjórnendum á óvart. Rót vandans megi rekja til þess þegar báðar ferjurnar, sem sinna flutningi milli Árskógarsands og Hríseyjar, voru bilaðar í maí. Hríseyjarferjan Sævar hafi farið í áætlaðan slipp en Grímseyjarferjan, sem leysa átti Sævar af, bilað óvænt. Annar bátur leysti farþegaferjuna af, sem ekki gat flutt vörur Hríseyjar. „Við þurftum að bregðast við þessu því með því að flytja fiskinn í land á okkar eigin bátum og einhverju var stungið til hliðar sem átti ekki að vera stungið til hliðar. Og gleymdist svo í framhaldinu,“ segir Skarphéðinn. Fiskurinn hafi þannig safnast upp og útundan varð að ganga frá, án þess að stjórnendur hafi verið meðvitaðir um það hvernig í pottinn var búið. „Það er ýmislegt sem fylgir því að búa á eyju og reka starfsemi. Alls konar vandamál sem fylgja því.“ Nú sé hins vegar búið að samþykkja úrbætur Hríseyjar Seafood af Mast. Skarphéðinn kveðst ekki vita hvernig málið hafi borist til Mast. Það sé aðeins þeirra að bregðast við.
Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Hrísey Dalvíkurbyggð Byggðamál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira