Lúsmý verði bráðlega komið um allt land Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. júlí 2024 20:02 Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir að sumir sem bitnir hafi verið mest séu að finna minna fyrir bitinu. Vísir/Vilhelm Gísli Már Gíslason, vatnalíffræðingur og prófessor emeritus í dýrafræði við HÍ, segir lúsmýið munu brátt hafa breitt úr sér um allt land. Lúsmýið hafi greinst nýverið á Austfjörðum þar sem það hafði ekki greinst áður. Hann segir lúsmýið komið til að vera á Íslandi öllu nema yst á annesjum. Gísli Már er eins og kom fram vatnalíffræðingur og hefur verið að rannsaka lúsmýið síðastliðin ár og það gerir hann einnig í sumar. Hann hefur komið upp gildrum til að veiða þær til að hægt sé að skoða þær betur. Hann segir mýið ekki hafa færst í aukana en að ástæðan fyrir því að fólk sé að finna mikið fyrir viðurvist hennar um þessar mundir sé sú að kuldalegt vor hafi seinkað klakningu mýsins. Aðspurður segir hann það helsta sem sé að frétta af mýinu vera það að það hafi fundist í Jökuldal sem þýðir að Austfirðingar sleppa ekki við áreiti hennar í þetta skiptið. „Ég geri nú ráð fyrir að þetta verði nú komið bráðlega um allt land nema á annesjum,“ segir Gísli en hann var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Flestir myndi þol Gísli segir mýið þegar vera búið að koma sér norður á land og finnist á Akureyri og víðs vegar um norðanvert landið. Það sé eins og fram kom þegar komið austur á firði þar sem það var ekki í fyrra sumar. Það sé því tímaspursmál hvenær það breiðist vestur á firði og á aðra staði þar sem hennar hefur ekki gætt hingað til. Góðu fréttirnar eru þó þær að með tímanum mynda flestir þol fyrir bitum mýsins. Gísli sjálfur fái ekki nema einstaka sinnum rauðan díl á húðina en klæi ekkert lengur í þá. Það sé óskandi að sem allra flestum öðlist slíkt ónæmi. „Þetta er komið til þess að vera hér um alla eilífð,“ segir Gísli þá aðspurður. Hægt að verjast bitinn Hann segir að mýið bíti mann ekki nema einu sinni hvert en og að sem betur fer eigi það erfitt uppdráttar inni á heimilum fólks. Þær þorna upp. Ég hugsa að þær lifi ekkert lengi. Kannski nokkra daga í mesta lagi,“ segir Gísli. Að lokum bendir hann á að apótek landsins selji skordýrafælur sem eigi ekki að valda fólki neinn skaða. Þá séu einnig til efni sem hægt sé að fá í apótekum án lyfseðils sem draga umtalsvert úr kláðanum eða útrýma honum jafnvel algjörlega. Það sé þannig hægt að verjast mýinu þó maður sé þegar bitinn. Lúsmý Skordýr Reykjavík síðdegis Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Gísli Már er eins og kom fram vatnalíffræðingur og hefur verið að rannsaka lúsmýið síðastliðin ár og það gerir hann einnig í sumar. Hann hefur komið upp gildrum til að veiða þær til að hægt sé að skoða þær betur. Hann segir mýið ekki hafa færst í aukana en að ástæðan fyrir því að fólk sé að finna mikið fyrir viðurvist hennar um þessar mundir sé sú að kuldalegt vor hafi seinkað klakningu mýsins. Aðspurður segir hann það helsta sem sé að frétta af mýinu vera það að það hafi fundist í Jökuldal sem þýðir að Austfirðingar sleppa ekki við áreiti hennar í þetta skiptið. „Ég geri nú ráð fyrir að þetta verði nú komið bráðlega um allt land nema á annesjum,“ segir Gísli en hann var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Flestir myndi þol Gísli segir mýið þegar vera búið að koma sér norður á land og finnist á Akureyri og víðs vegar um norðanvert landið. Það sé eins og fram kom þegar komið austur á firði þar sem það var ekki í fyrra sumar. Það sé því tímaspursmál hvenær það breiðist vestur á firði og á aðra staði þar sem hennar hefur ekki gætt hingað til. Góðu fréttirnar eru þó þær að með tímanum mynda flestir þol fyrir bitum mýsins. Gísli sjálfur fái ekki nema einstaka sinnum rauðan díl á húðina en klæi ekkert lengur í þá. Það sé óskandi að sem allra flestum öðlist slíkt ónæmi. „Þetta er komið til þess að vera hér um alla eilífð,“ segir Gísli þá aðspurður. Hægt að verjast bitinn Hann segir að mýið bíti mann ekki nema einu sinni hvert en og að sem betur fer eigi það erfitt uppdráttar inni á heimilum fólks. Þær þorna upp. Ég hugsa að þær lifi ekkert lengi. Kannski nokkra daga í mesta lagi,“ segir Gísli. Að lokum bendir hann á að apótek landsins selji skordýrafælur sem eigi ekki að valda fólki neinn skaða. Þá séu einnig til efni sem hægt sé að fá í apótekum án lyfseðils sem draga umtalsvert úr kláðanum eða útrýma honum jafnvel algjörlega. Það sé þannig hægt að verjast mýinu þó maður sé þegar bitinn.
Lúsmý Skordýr Reykjavík síðdegis Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira