Má ekki hleypa köttum inn í sameiginlegt þvottahús Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júlí 2024 20:22 Íbúi í fjölbýlishúsi má ekki hleypa köttum sínum í gegnum sameiginlegt þvottahús, og ekki geyma þar dekk og aðra persónulega muni. Þetta er álit kærunefndar húsamála, en erindi barst til þeirra frá nágranna íbúans. Í málsmeðferð kærunefndarinnar segir að nágranninn, hér eftir nefndur álitsbeiðandi, hafi sent erindi vegna ágreinings við íbúann, hér eftir nefndann gagnaðila, í desember 2023. Greinargerð hafi ekki borist frá gagnaðila þrátt fyrir ítrekaða beiðni kærunefndarinnar. Gekk um þvottahúsið eins og eigin geymslu Álitsbeiðandi kveður gagnaðila ganga um sameign hússins eins og hún sé hans eigin geymsla. Þvottur og hreinlætisvörur séu skildar eftir liggjandi á gólfinu, sem og bíldekk og hlaupahjól. Erfitt hafi verið fyrir álitsbeiðanda að komast inn í sameignina vegna þessa og jafnvel að þvottavél sinni. Einnig hafi drasl verið skilið eftir á þvottavél álitsbeiðanda, svo sem kattahár, óhreinn kústur og fleira. Álitsbeiðanda grunar að kettir gagnaðila fari í sameignina, og segir einnig að sameignin hafi ekki verið þrifin síðan gagnaðili flutti inn og ekki hafi verið gætt að því að loftað sé út í þvottahúsinu. Þetta geti leitt til þess að raki og silfurskottur komi sér fyrir. Gagnaðili hafi lokað fyrir samskipti þegar reynt var að ræða við hann um málið. Íbúinn geymdi bíldekk úr eigin safni í þvottahúsinu, ásamt öðru drasli.Vísir/Vilhelm Féllust á báðar kröfurnar Kröfur álitsbeiðanda voru tvær: Að viðurkennt verði að gagnaðila beri að fjarlægja dekk og aðra muni sem hann geymi í sameiginlegu þvottahúsi og gæti að hreinlæti og útloftun þar Að viðurkennt verði að gagnaðila sé óheimilt að hleypa köttum í sameiginlegt þvottahús Kærunefndin féllst á báðar kröfurnar, en gagnaðili lét ekki til sín taka og var úrlausn málsins því byggð á þeim sjónarmiðum og gögnum sem álitsbeiðandi lagði fyrir nefndina. Nefndin segir að á grundvelli 2. mgr. 35. gr. laga um fjöleignarhús, sé hagnýting eins og að geyma persónulega muni á borð við hlaupahjól og bíldekk óheimil. Ekki sé um að ræða hefðbundin afnot af þvottahúsi. Þá segir einnig að á grundvelli 2. mgr. 33. gr. g. laga um fjöleignarhús megi kettir ekki vera í sameign nema þegar verið er að færa dýrið að og frá séreign og skuli þeir vera í taumi og umsjá manns sem hefur fulla stjórn á þeim. Ekki þurfi að fara í gegnum þvottahúsið til að komast í séreign gagnaðila og honum því ekki heimilt að hleypa þeim í þvottahúsið. Nágrannadeilur Gæludýr Kettir Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Sjá meira
Í málsmeðferð kærunefndarinnar segir að nágranninn, hér eftir nefndur álitsbeiðandi, hafi sent erindi vegna ágreinings við íbúann, hér eftir nefndann gagnaðila, í desember 2023. Greinargerð hafi ekki borist frá gagnaðila þrátt fyrir ítrekaða beiðni kærunefndarinnar. Gekk um þvottahúsið eins og eigin geymslu Álitsbeiðandi kveður gagnaðila ganga um sameign hússins eins og hún sé hans eigin geymsla. Þvottur og hreinlætisvörur séu skildar eftir liggjandi á gólfinu, sem og bíldekk og hlaupahjól. Erfitt hafi verið fyrir álitsbeiðanda að komast inn í sameignina vegna þessa og jafnvel að þvottavél sinni. Einnig hafi drasl verið skilið eftir á þvottavél álitsbeiðanda, svo sem kattahár, óhreinn kústur og fleira. Álitsbeiðanda grunar að kettir gagnaðila fari í sameignina, og segir einnig að sameignin hafi ekki verið þrifin síðan gagnaðili flutti inn og ekki hafi verið gætt að því að loftað sé út í þvottahúsinu. Þetta geti leitt til þess að raki og silfurskottur komi sér fyrir. Gagnaðili hafi lokað fyrir samskipti þegar reynt var að ræða við hann um málið. Íbúinn geymdi bíldekk úr eigin safni í þvottahúsinu, ásamt öðru drasli.Vísir/Vilhelm Féllust á báðar kröfurnar Kröfur álitsbeiðanda voru tvær: Að viðurkennt verði að gagnaðila beri að fjarlægja dekk og aðra muni sem hann geymi í sameiginlegu þvottahúsi og gæti að hreinlæti og útloftun þar Að viðurkennt verði að gagnaðila sé óheimilt að hleypa köttum í sameiginlegt þvottahús Kærunefndin féllst á báðar kröfurnar, en gagnaðili lét ekki til sín taka og var úrlausn málsins því byggð á þeim sjónarmiðum og gögnum sem álitsbeiðandi lagði fyrir nefndina. Nefndin segir að á grundvelli 2. mgr. 35. gr. laga um fjöleignarhús, sé hagnýting eins og að geyma persónulega muni á borð við hlaupahjól og bíldekk óheimil. Ekki sé um að ræða hefðbundin afnot af þvottahúsi. Þá segir einnig að á grundvelli 2. mgr. 33. gr. g. laga um fjöleignarhús megi kettir ekki vera í sameign nema þegar verið er að færa dýrið að og frá séreign og skuli þeir vera í taumi og umsjá manns sem hefur fulla stjórn á þeim. Ekki þurfi að fara í gegnum þvottahúsið til að komast í séreign gagnaðila og honum því ekki heimilt að hleypa þeim í þvottahúsið.
Nágrannadeilur Gæludýr Kettir Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Sjá meira