Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júlí 2024 18:50 Frá og með næstu áramótum þurfa eigendur bensín- og olíubíla að greiða sérstakt kílómetragjald, eins og eigendur rafbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla hafa gert á þessu ári. Til stendur að fella brott bensín og olíugjöld. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. Þessi áform hafa legið fyrir frá því í fyrra. Þegar frumvarpið um kílómetragjald á rafbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla var lagt fram síðasta haust, kom fram að áform væru uppi um að leggja gjaldið einnig á bensín- og olíubíla að ári liðnu. Gjaldið taki mið af þyngd ökutækis Áformin eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda, en til stendur að leggja fram frumvarp um málið á haustþingi. Fram kemur að kílómetragjaldið verði föst krónutala fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með leyfða heildarþyng 3.500 kg eða minna. Fyrir liggi að þau ökutæki valdi almennt áþekku vegsliti. Fari leyfð heildarþyngd ökutækisins umfram 3.500 kg, mun fjárhæð kílómetragjaldsins taka mið af heildarþyngd út frá útreikningi á tilteknum þyngdarstuðli. Gjaldið muni þannig fara stighækkandi með aukinni þyngd ökutækisins, en niðurbrotsáhrif þungra bifreiða á vegum landsins séu mun meiri heldur en léttari bifreiða. Ekki kemur fram hverjar upphæðirnar koma til með að verða, en í ár hefur gjaldið verið fastar sex krónur á hvern ekinn kílómetra á rafmagns og vetnisbílum, og tvær krónur á hvern kílómeter á tengiltvinnbílum. Vilja tryggja jafnræði og sanngirni í gjaldtöku vegna notkunar á vegakerfinu Þá segir að kílómetragjaldið komi í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Þau verði samhliða felld brott. „Nýtt kerfi tryggir að fjárhagslegur hvati verði áfram til orkuskipta. Í kerfisbreytingunni felst hækkun á kolefnisgjaldi sem einnig styður við þennan hvata,“ segir í samráðsgáttinni. Einnig stendur að orkukostnaður og viðhaldskostnaður rafmagnsbíla verði áfram umtalsvert lægri en bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Fram kemur að markmiðin sem stefnt sé að með frumvarpinu séu eftirfarandi: Tryggja ríkissjóði sjálfbæra tekjuöflun af ökutækjum til framtíðar í því skyni að treysta forsendur fyrir fjármögnun á uppbyggingu og rekstri vegakerfisins. Auka gagnsæi í gjaldtöku í samræmi við notkun ökutækja á vegum landsins. Byggja upp einfalt og notendavænt gjaldtökukerfi ökutækja. Samræma gjaldtöku með innleiðingu á einu kerfi fyrir alla gjaldtöku. Aðlögun að orkuskiptum og að framtíðarþróun, m.a. með álagningu kolefnisgjalds á mengandi ökutæki. Engar umsagnir hafa borist enn sem komið er. Bílar Skattar og tollar Vistvænir bílar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkuskipti Orkumál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira
Þessi áform hafa legið fyrir frá því í fyrra. Þegar frumvarpið um kílómetragjald á rafbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla var lagt fram síðasta haust, kom fram að áform væru uppi um að leggja gjaldið einnig á bensín- og olíubíla að ári liðnu. Gjaldið taki mið af þyngd ökutækis Áformin eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda, en til stendur að leggja fram frumvarp um málið á haustþingi. Fram kemur að kílómetragjaldið verði föst krónutala fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með leyfða heildarþyng 3.500 kg eða minna. Fyrir liggi að þau ökutæki valdi almennt áþekku vegsliti. Fari leyfð heildarþyngd ökutækisins umfram 3.500 kg, mun fjárhæð kílómetragjaldsins taka mið af heildarþyngd út frá útreikningi á tilteknum þyngdarstuðli. Gjaldið muni þannig fara stighækkandi með aukinni þyngd ökutækisins, en niðurbrotsáhrif þungra bifreiða á vegum landsins séu mun meiri heldur en léttari bifreiða. Ekki kemur fram hverjar upphæðirnar koma til með að verða, en í ár hefur gjaldið verið fastar sex krónur á hvern ekinn kílómetra á rafmagns og vetnisbílum, og tvær krónur á hvern kílómeter á tengiltvinnbílum. Vilja tryggja jafnræði og sanngirni í gjaldtöku vegna notkunar á vegakerfinu Þá segir að kílómetragjaldið komi í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Þau verði samhliða felld brott. „Nýtt kerfi tryggir að fjárhagslegur hvati verði áfram til orkuskipta. Í kerfisbreytingunni felst hækkun á kolefnisgjaldi sem einnig styður við þennan hvata,“ segir í samráðsgáttinni. Einnig stendur að orkukostnaður og viðhaldskostnaður rafmagnsbíla verði áfram umtalsvert lægri en bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Fram kemur að markmiðin sem stefnt sé að með frumvarpinu séu eftirfarandi: Tryggja ríkissjóði sjálfbæra tekjuöflun af ökutækjum til framtíðar í því skyni að treysta forsendur fyrir fjármögnun á uppbyggingu og rekstri vegakerfisins. Auka gagnsæi í gjaldtöku í samræmi við notkun ökutækja á vegum landsins. Byggja upp einfalt og notendavænt gjaldtökukerfi ökutækja. Samræma gjaldtöku með innleiðingu á einu kerfi fyrir alla gjaldtöku. Aðlögun að orkuskiptum og að framtíðarþróun, m.a. með álagningu kolefnisgjalds á mengandi ökutæki. Engar umsagnir hafa borist enn sem komið er.
Bílar Skattar og tollar Vistvænir bílar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkuskipti Orkumál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira