Sami einstaklingur vann milljón tvisvar á sama staðnum Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júlí 2024 21:30 Steinunn Inga Björnsdóttir er rekstrarstjóri Happaþrenna hjá Happdrætti Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Happaþrennur hafa tekið miklum breytingum síðan fyrsta þrennan var seld árið 1987. Nú er hægt að kaupa dýrustu þrennur sögunnar. Síðan fyrsta þrennan var seld hér á landi árið 1987 hafa fjölmargar útgáfur litið dagsins ljós og verið misvinsælar. Í mörg ár kostaði dýrasta happaþrennan ekki meira en þrjú hundruð krónur, þar til nýlega. „Þegar við fórum að skoða verðlagsþróunina, þá áttuðum við okkur á því að fimmtíu kallinn árið 1987 þegar við byrjuðum á þessu var orðinn að fjögur hundruð kalli í dag. Þannig við hugsuðum að við þyrftum kannski aðeins að bæta við. Við komum með þúsund krónu miðann í júlí í fyrra og svo erum við búin að bæta við fimm hundruð og sjö hundruð krónu miðum. Þetta er alveg að fara vel í fólk,“ segir Steinunn. Önnur nýjung sem HHÍ hefur boðið upp á í kringum happaþrennur er að nú er hægt að leysa út vinninga í gegnum smáforritið Happið, í stað þess að mæta á sölustaði. Steinunn segir marga verulega ánægða með það. Happaþrennur eru hannaðar og framleiddar hjá fyrirtæki í Búlgaríu. Salan á þeim hefur dregist lítillega saman síðustu ár. „Það er bara líka harðnandi markaður. Þetta er mikil samkeppni, komin miklu meiri samkeppni í þetta núna. Þannig við erum bara að reyna að gera okkar besta og þróa það sem við höfum,“ segir Steinunn. Vinningshlutfallið er í kringum sextíu prósent, en sumir eru heppnari en aðrir. „Einhvern tímann vorum við með þrjú hundruð krónu miða sem við kölluðum milljónamiðann. Hæsti vinningur var 25 stakar milljónir. Það er skemmst frá því að segja að sami aðili kom tvisvar. Hann vann tvisvar sinnum eina milljón, á sama sölustaðnum,“ segir Steinunn. Fjárhættuspil Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Síðan fyrsta þrennan var seld hér á landi árið 1987 hafa fjölmargar útgáfur litið dagsins ljós og verið misvinsælar. Í mörg ár kostaði dýrasta happaþrennan ekki meira en þrjú hundruð krónur, þar til nýlega. „Þegar við fórum að skoða verðlagsþróunina, þá áttuðum við okkur á því að fimmtíu kallinn árið 1987 þegar við byrjuðum á þessu var orðinn að fjögur hundruð kalli í dag. Þannig við hugsuðum að við þyrftum kannski aðeins að bæta við. Við komum með þúsund krónu miðann í júlí í fyrra og svo erum við búin að bæta við fimm hundruð og sjö hundruð krónu miðum. Þetta er alveg að fara vel í fólk,“ segir Steinunn. Önnur nýjung sem HHÍ hefur boðið upp á í kringum happaþrennur er að nú er hægt að leysa út vinninga í gegnum smáforritið Happið, í stað þess að mæta á sölustaði. Steinunn segir marga verulega ánægða með það. Happaþrennur eru hannaðar og framleiddar hjá fyrirtæki í Búlgaríu. Salan á þeim hefur dregist lítillega saman síðustu ár. „Það er bara líka harðnandi markaður. Þetta er mikil samkeppni, komin miklu meiri samkeppni í þetta núna. Þannig við erum bara að reyna að gera okkar besta og þróa það sem við höfum,“ segir Steinunn. Vinningshlutfallið er í kringum sextíu prósent, en sumir eru heppnari en aðrir. „Einhvern tímann vorum við með þrjú hundruð krónu miða sem við kölluðum milljónamiðann. Hæsti vinningur var 25 stakar milljónir. Það er skemmst frá því að segja að sami aðili kom tvisvar. Hann vann tvisvar sinnum eina milljón, á sama sölustaðnum,“ segir Steinunn.
Fjárhættuspil Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira