Ekki gera þessi mistök í sumarfríinu! Ólafía Sigurjónsdóttir skrifar 11. júlí 2024 10:02 Á þeim allt of mörgu klukkutímum sem ég hef eytt í að skoða samfélagsmiðla og fréttasíður síðustu ár, hef ég tekið eftir því hvað óskaplega margir hafa áhyggjur af því að ég geri mistök. Ég var núna síðast að leita að einhverju sniðugu til að gera í næstu utanlandsferð með fjölskyldunni og fann allskonar góð meðmæli með veitingastöðum og fallega staði til að heimsækja, en inn á milli er öskrað með hástöfum: „Ekki gera þessi mistök þegar þú ferð til …“ Svona lagað grípur örugglega marga, því hver vill gera mistök á ferðalagi sem á að vera vel heppnað og skemmtilegt? Best að forðast það. Þetta virkar greinilega það vel að þegar slegið er inn “ekki gera þessi mistök” á Google kemur röð af fyrirsögnum: „Ekki gera þessi mistök þegar þú planar sumarfríið, á skemmtiferðaskipi, þegar þú tannburstar þig, í húðumhirðu!“ Sú hugmynd að forðast mistök er aðlaðandi, lífið hlýtur að vera betra og skemmtilegra án mistaka. En hvað gerist þegar lífið fer að snúast um að forðast mistök? Þá þarf að ofhugsa og plana í smáatriðum hvert einasta skref, skoða matseðilinn áður en maður fer á veitingastaðinn, skoða leiðina á Google maps áður en maður leggur af stað, skoða 10 myndbönd á YouTube áður en maður reynir losa stífluna í baðvaskinum. Þegar við gerum þessa hluti þá lærum við gjarnan eitthvað nýtt eða finnum leið til að leysa vandamál og því fylgir oft góð tilfinning, tilfinningin sem fylgir því að vera með hlutina á hreinu. En þessi tilfinning endist oft ekki lengi því oft koma efasemdir og óvissa því veruleikinn fylgir sjaldnast plani. Rörin undir vaskinum eru öðruvísi en hjá gæjanum í Texas sem gerði YouTube myndbandið eða það er allt of heitt til að eyða deginum í útivist á Majorca eins og planið sagði til um. Það er nefnilega engin ein rétt leið, eitt rétt svar eða gulltryggð leið til að forðast mistök hvort sem það er við tannburstun eða í að plana sumarfríið. Ofhugsun og leit að hugsanlegum vandamálum getur tekið mikinn tíma og skapar oft óþarfa kvíða og áhyggjur af hlutum sem gjarnan leysast þegar á hólminn er komið. Hegðun okkar hefur áhrif á upplifun okkar af því verkefni sem við stöndum frammi fyrir og einnig hvernig við upplifum okkar eigin getu og færni til að leysa þau. Þegar við ofhugsum, ofurplönum og leitum ráða í óhófi, erum við í raun að senda sjálfum okkur þau skilaboð að við séum ekki nægilega fær til að ráða fram úr þessum hlutum upp á eigin spýtur. Þetta getur svo smám saman grafið undan sjálfstraustinu og ýtt undir meiri kvíða. Það er því ágætt að doka við þegar hvötin til að gúggla og leita fleiri ráða frá YouTube eða Google og prófa að taka sénsinn á mistökum. Þegar við treystum Google og YouTube betur en okkar eigin hyggjuviti förum líka við á mis við verðmæt mistök og reddingarnar sem kenna manni svo margt. Svo er það líka merkilegt hvernig klúðrið og óvæntu beygjurnar á ferðalögunum er stundum það sem býr til skemmtilegustu ferðasögurnar. Höfundur er sálfræðingur á Kvíðaklíníkinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Ferðalög Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Á þeim allt of mörgu klukkutímum sem ég hef eytt í að skoða samfélagsmiðla og fréttasíður síðustu ár, hef ég tekið eftir því hvað óskaplega margir hafa áhyggjur af því að ég geri mistök. Ég var núna síðast að leita að einhverju sniðugu til að gera í næstu utanlandsferð með fjölskyldunni og fann allskonar góð meðmæli með veitingastöðum og fallega staði til að heimsækja, en inn á milli er öskrað með hástöfum: „Ekki gera þessi mistök þegar þú ferð til …“ Svona lagað grípur örugglega marga, því hver vill gera mistök á ferðalagi sem á að vera vel heppnað og skemmtilegt? Best að forðast það. Þetta virkar greinilega það vel að þegar slegið er inn “ekki gera þessi mistök” á Google kemur röð af fyrirsögnum: „Ekki gera þessi mistök þegar þú planar sumarfríið, á skemmtiferðaskipi, þegar þú tannburstar þig, í húðumhirðu!“ Sú hugmynd að forðast mistök er aðlaðandi, lífið hlýtur að vera betra og skemmtilegra án mistaka. En hvað gerist þegar lífið fer að snúast um að forðast mistök? Þá þarf að ofhugsa og plana í smáatriðum hvert einasta skref, skoða matseðilinn áður en maður fer á veitingastaðinn, skoða leiðina á Google maps áður en maður leggur af stað, skoða 10 myndbönd á YouTube áður en maður reynir losa stífluna í baðvaskinum. Þegar við gerum þessa hluti þá lærum við gjarnan eitthvað nýtt eða finnum leið til að leysa vandamál og því fylgir oft góð tilfinning, tilfinningin sem fylgir því að vera með hlutina á hreinu. En þessi tilfinning endist oft ekki lengi því oft koma efasemdir og óvissa því veruleikinn fylgir sjaldnast plani. Rörin undir vaskinum eru öðruvísi en hjá gæjanum í Texas sem gerði YouTube myndbandið eða það er allt of heitt til að eyða deginum í útivist á Majorca eins og planið sagði til um. Það er nefnilega engin ein rétt leið, eitt rétt svar eða gulltryggð leið til að forðast mistök hvort sem það er við tannburstun eða í að plana sumarfríið. Ofhugsun og leit að hugsanlegum vandamálum getur tekið mikinn tíma og skapar oft óþarfa kvíða og áhyggjur af hlutum sem gjarnan leysast þegar á hólminn er komið. Hegðun okkar hefur áhrif á upplifun okkar af því verkefni sem við stöndum frammi fyrir og einnig hvernig við upplifum okkar eigin getu og færni til að leysa þau. Þegar við ofhugsum, ofurplönum og leitum ráða í óhófi, erum við í raun að senda sjálfum okkur þau skilaboð að við séum ekki nægilega fær til að ráða fram úr þessum hlutum upp á eigin spýtur. Þetta getur svo smám saman grafið undan sjálfstraustinu og ýtt undir meiri kvíða. Það er því ágætt að doka við þegar hvötin til að gúggla og leita fleiri ráða frá YouTube eða Google og prófa að taka sénsinn á mistökum. Þegar við treystum Google og YouTube betur en okkar eigin hyggjuviti förum líka við á mis við verðmæt mistök og reddingarnar sem kenna manni svo margt. Svo er það líka merkilegt hvernig klúðrið og óvæntu beygjurnar á ferðalögunum er stundum það sem býr til skemmtilegustu ferðasögurnar. Höfundur er sálfræðingur á Kvíðaklíníkinni.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar