Alexandra vill sjá stelpurnar á Símamótinu fjölmenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 11:00 Alexandra Jóhannsdóttir vill byrja nýtt tímabil á því að koma íslenska landsliðinu á EM í Sviss. Vísir/Einar Alexandra Jóhannsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta eru einum sigri frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu á næsta ári. Íslensku stelpurnar gert tryggt sér EM-sætið með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum á morgun en þær fá líka möguleika á því á móti Pólverjum nokkrum dögum síðar. Alexandra er vön því að spila í allt öðrum aðstæðum á Ítalíu en kvartar ekki mikið yfir íslenska veðrinu. Miklu betra að spila í svona veðri „Þetta er bara geggjað. Mér finnst miklu betra að spila í svona veðri heldur en í einhverjum 35 gráðum. Ég er búin að vera hérna í allt sumar þannig að ég er orðin vön,“ sagði Alexandra í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Þetta leggst bara ótrúlega vel í mig. Við þurfum þrjú stig út úr þessum leikjum og við ætlum ekkert annað en að ná í þau á föstudaginn,“ sagði Alexandra. Fyrri leikurinn í þessum glugga er á móti sterku liði Þýskalands sem er þegar búið að vinna riðilinn og tryggja sér sæti á EM. Hafa íslensku stelpurnar trú á því að þær geti náð í þrjú stig á móti þeim? Klippa: „Ég trúi ekki öðru en að stelpurnar á Símamótinu mæti“ „Já ekki spurning. Við förum inn í alla leiki til að ná í þrjú stig og höfum trú á því í öllum leikjum. Það er smá kalt og smá vindur. Þær koma úr einhverjum 27 gráðum í þetta og það nýtist okkur bara vel,“ sagði Alexandra. Vinna þær í einvígum Hvað þurfa íslensku stelpurnar að gera vel til að þess að vinna Þjóðverjana? „Við þurfum fyrst og fremst að vinna þær í einvígum. Þær eru ótrúlega sterkar í öllum einvígum og verjast fyrirgjöfum vel. Þær eru að skora mörk úr fyrirgjöfum en kannski minna úr opnum leik,“ sagði Alexandra. Gott að fara inn í tímabil þannig Hún fór alla leið í bikarúrslitaleik með Fiorentina en tapaði í vítakeppni. „Það var ekki alveg endirinn á tímabilinu sem maður vildi en samt sem áður ekkert slæmt tímabil. Það væri voðalega sætt að byrja næsta tímabil á því að vinna Þýskaland. Það væri gott að fara inn í tímabil þannig,“ sagði Alexandra. Hvaða mætingu vill Alexandra sjá á Laugardalsvöllinn á morgun. „Ég vil sjá fullan völl en það væri gaman að fylla aðra stúkuna. Ég trúi ekki öðru en að stelpurnar á Símamótinu mæti og eigi eftir að hvetja okkur,“ sagði Alexandra. Það má sjá viðtalið hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Sjá meira
Íslensku stelpurnar gert tryggt sér EM-sætið með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum á morgun en þær fá líka möguleika á því á móti Pólverjum nokkrum dögum síðar. Alexandra er vön því að spila í allt öðrum aðstæðum á Ítalíu en kvartar ekki mikið yfir íslenska veðrinu. Miklu betra að spila í svona veðri „Þetta er bara geggjað. Mér finnst miklu betra að spila í svona veðri heldur en í einhverjum 35 gráðum. Ég er búin að vera hérna í allt sumar þannig að ég er orðin vön,“ sagði Alexandra í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Þetta leggst bara ótrúlega vel í mig. Við þurfum þrjú stig út úr þessum leikjum og við ætlum ekkert annað en að ná í þau á föstudaginn,“ sagði Alexandra. Fyrri leikurinn í þessum glugga er á móti sterku liði Þýskalands sem er þegar búið að vinna riðilinn og tryggja sér sæti á EM. Hafa íslensku stelpurnar trú á því að þær geti náð í þrjú stig á móti þeim? Klippa: „Ég trúi ekki öðru en að stelpurnar á Símamótinu mæti“ „Já ekki spurning. Við förum inn í alla leiki til að ná í þrjú stig og höfum trú á því í öllum leikjum. Það er smá kalt og smá vindur. Þær koma úr einhverjum 27 gráðum í þetta og það nýtist okkur bara vel,“ sagði Alexandra. Vinna þær í einvígum Hvað þurfa íslensku stelpurnar að gera vel til að þess að vinna Þjóðverjana? „Við þurfum fyrst og fremst að vinna þær í einvígum. Þær eru ótrúlega sterkar í öllum einvígum og verjast fyrirgjöfum vel. Þær eru að skora mörk úr fyrirgjöfum en kannski minna úr opnum leik,“ sagði Alexandra. Gott að fara inn í tímabil þannig Hún fór alla leið í bikarúrslitaleik með Fiorentina en tapaði í vítakeppni. „Það var ekki alveg endirinn á tímabilinu sem maður vildi en samt sem áður ekkert slæmt tímabil. Það væri voðalega sætt að byrja næsta tímabil á því að vinna Þýskaland. Það væri gott að fara inn í tímabil þannig,“ sagði Alexandra. Hvaða mætingu vill Alexandra sjá á Laugardalsvöllinn á morgun. „Ég vil sjá fullan völl en það væri gaman að fylla aðra stúkuna. Ég trúi ekki öðru en að stelpurnar á Símamótinu mæti og eigi eftir að hvetja okkur,“ sagði Alexandra. Það má sjá viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Sjá meira