Innlent

Var að ó­náða fólk og taka af því myndir

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vaktin virðist hafa verið heldur tíðindalítil í nótt.
Vaktin virðist hafa verið heldur tíðindalítil í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt þar sem óskað var aðstoðar vegna einstaklings sem var sagður vera að ónáða fólk og taka af því myndir.

Þegar lögregla kom á vettvang viðurkenndi viðkomandi að vera undir áhrifum áfengis en hlýddi ekki strax fyrirmælum um að hafa sig á brott. Kastaði hann einhverju að lögreglu og var þá handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann verður vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann.

Í umdæminu Kópavogur/Breiðholt var tilkynnt um líkamsárás en gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að. Málið er í rannsókn.

Einn var handtekinn fyrir að aka án ökuréttinda og er einnig grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×