Koeman sakar VAR um að skemma fótboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 07:45 Harry Kane lá lengi eftir í grasinu. Ronald Koeman var mjög ósáttur með ákvörðun Felix Zwayer og myndbandsdómaranna. Getty/Richard Pelham Hollendingum fannst á sér brotið þegar þeir töpuðu 2-1 á móti Englandi í undanúrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í gærkvöldi. Ronald Koeman, þjálfari hollenska landsliðsins, var mjög ósáttur með þá ákvörðun myndbandsdómara að láta dómara leiksins fara í skjáinn sem endaði með því að Englendingar fengu víti. Atvikið varð þegar Harry Kane átti skot að marki en Denzel Dumfries fór í hann eftir að skotið var farið yfir. Hingað til hafa dómarar ekki verið að dæma á svona atvik og í margra augum var þarna verið að nota myndbandsdómgæsluna til að dæma leikinn en ekki leiðrétta mistök dómara. Koeman accuses VAR of 'breaking football' after Dutch loss: Netherlands boss Ronald Koeman criticises the use of video assistant referees for "breaking football" after England were awarded a contentious penalty in their Euro 2024 semi-final on Tuesday. https://t.co/Z4N1C2kWfY pic.twitter.com/vZldznpy2C— Global Voters (@global_voters) July 11, 2024 Eftir leikinn sakaði Koeman myndbandsdómsgæsluna, VAR, um að skemma fótboltann. „Að mínu mati þá átti þetta ekki að vera vítaspyrna,“ sagði Koeman. Breska ríkisútvarpið fjallar um viðbrögð hollenska þjálfarans. „Hann sparkaði í boltann og skórnir þeirra snertast. Mitt mat er að við getum ekki spilað almennilegan fótbolta lengur og það er út af VAR. Þetta er að skemma fótboltann,“ sagði Koeman. Kane jafnaði metin úr vítinu, kom enska liðinu aftur inn í leikinn og Englendingar skoruðu síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Gary Neville, fyrrum landsliðsmaður Englands og knattspyrnusérfræðingur í dag, var sammála því að Hollendingar hefðu fullan rétt á því að vera mjög ósáttir með þennan dóm. „Sem gamall varnarmaður þá finnst mér þetta vera skammarleg ákvörðun. Það er ekki möguleiki að þetta sé víti. Hann er bara að reyna að komast fyrir skotið. Þetta var ekki víti,“ sagði Neville. Gary Neville has claimed England's penalty decision was a 'disgrace' 😬 pic.twitter.com/E8ayYABEuX— Football on TNT Sports (@footballontnt) July 10, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira
Ronald Koeman, þjálfari hollenska landsliðsins, var mjög ósáttur með þá ákvörðun myndbandsdómara að láta dómara leiksins fara í skjáinn sem endaði með því að Englendingar fengu víti. Atvikið varð þegar Harry Kane átti skot að marki en Denzel Dumfries fór í hann eftir að skotið var farið yfir. Hingað til hafa dómarar ekki verið að dæma á svona atvik og í margra augum var þarna verið að nota myndbandsdómgæsluna til að dæma leikinn en ekki leiðrétta mistök dómara. Koeman accuses VAR of 'breaking football' after Dutch loss: Netherlands boss Ronald Koeman criticises the use of video assistant referees for "breaking football" after England were awarded a contentious penalty in their Euro 2024 semi-final on Tuesday. https://t.co/Z4N1C2kWfY pic.twitter.com/vZldznpy2C— Global Voters (@global_voters) July 11, 2024 Eftir leikinn sakaði Koeman myndbandsdómsgæsluna, VAR, um að skemma fótboltann. „Að mínu mati þá átti þetta ekki að vera vítaspyrna,“ sagði Koeman. Breska ríkisútvarpið fjallar um viðbrögð hollenska þjálfarans. „Hann sparkaði í boltann og skórnir þeirra snertast. Mitt mat er að við getum ekki spilað almennilegan fótbolta lengur og það er út af VAR. Þetta er að skemma fótboltann,“ sagði Koeman. Kane jafnaði metin úr vítinu, kom enska liðinu aftur inn í leikinn og Englendingar skoruðu síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Gary Neville, fyrrum landsliðsmaður Englands og knattspyrnusérfræðingur í dag, var sammála því að Hollendingar hefðu fullan rétt á því að vera mjög ósáttir með þennan dóm. „Sem gamall varnarmaður þá finnst mér þetta vera skammarleg ákvörðun. Það er ekki möguleiki að þetta sé víti. Hann er bara að reyna að komast fyrir skotið. Þetta var ekki víti,“ sagði Neville. Gary Neville has claimed England's penalty decision was a 'disgrace' 😬 pic.twitter.com/E8ayYABEuX— Football on TNT Sports (@footballontnt) July 10, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira