Hjólar í Ísland vegna veikindaréttar atvinnulausra Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2024 14:56 Vinnumálastofnun greiðir út atvinnuleysisbætur, nema til fólks sem er erlendis í öðrum tilgangi en í atvinnuleit. Vísir/Vilhelm Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur ákveðið að vísa máli sem varðar skerðingu á atvinnuleysisbótum vegna tímabundinnar dvalar bótaþega í öðru EES-ríki til EFTA-dómstólsins. Stofnunin telur Ísland brjóta gegn ákvæðum EES-samningsins með því að fella niður bætur þegar fólk fer úr landi til þess að sækja sér heilbrigðisþjónustu. Í fréttatilkynningu frá ESA segir að íslensk löggjöf kveði á um að atvinnulaus einstaklingur skuli vera búsettur og staddur á landinu til að eiga rétt á atvinnuleysisbótum. Fær fimm daga á Íslandi en engan annars staðar Eina undantekningin frá þeirri reglu sé ef atvinnulaus einstaklingur er í atvinnuleit í öðru EES-ríki. EES-samningurinn geri einstaklingum hins vegar einnig kleift að sækja heilbrigðisþjónustu í öðrum EES-ríkjum, en engin undanþága sé veitt frá viðveruskyldu á Íslandi fyrir atvinnulausa einstaklinga. Atvinnuleysisbætur séu því ekki greiddar þá daga sem viðkomandi er erlendis að sækja sér heilbrigðisþjónustu. Til samanburðar eig atvinnulaus einstaklingur fimm daga veikindarétt og geti sótt sér heilbrigðisþjónustu hér á Íslandi án þess að bætur séu skertar. ESA telji að með því að skerða atvinnuleysisbætur í slíkum aðstæðum hafi Ísland ekki gætt að skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum að því er varðar réttinn til að sækja heilbrigðisþjónustu í öðrum EES-ríkjum. Lokaskrefið eftir nær tveggja ára baráttu ESA hafi áður sent íslenskum stjórnvöldum formlegt áminningarbréf í október 2022 og rökstutt álit í maí 2023. Vísun mála til EFTA-dómstólsins sé lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli ESA gegn Íslandi. EFTA-dómstóllinn muni nú dæma í málunum. Félagsmál EFTA Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá ESA segir að íslensk löggjöf kveði á um að atvinnulaus einstaklingur skuli vera búsettur og staddur á landinu til að eiga rétt á atvinnuleysisbótum. Fær fimm daga á Íslandi en engan annars staðar Eina undantekningin frá þeirri reglu sé ef atvinnulaus einstaklingur er í atvinnuleit í öðru EES-ríki. EES-samningurinn geri einstaklingum hins vegar einnig kleift að sækja heilbrigðisþjónustu í öðrum EES-ríkjum, en engin undanþága sé veitt frá viðveruskyldu á Íslandi fyrir atvinnulausa einstaklinga. Atvinnuleysisbætur séu því ekki greiddar þá daga sem viðkomandi er erlendis að sækja sér heilbrigðisþjónustu. Til samanburðar eig atvinnulaus einstaklingur fimm daga veikindarétt og geti sótt sér heilbrigðisþjónustu hér á Íslandi án þess að bætur séu skertar. ESA telji að með því að skerða atvinnuleysisbætur í slíkum aðstæðum hafi Ísland ekki gætt að skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum að því er varðar réttinn til að sækja heilbrigðisþjónustu í öðrum EES-ríkjum. Lokaskrefið eftir nær tveggja ára baráttu ESA hafi áður sent íslenskum stjórnvöldum formlegt áminningarbréf í október 2022 og rökstutt álit í maí 2023. Vísun mála til EFTA-dómstólsins sé lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli ESA gegn Íslandi. EFTA-dómstóllinn muni nú dæma í málunum.
Félagsmál EFTA Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira