„Þetta tók á ég get alveg verið hreinskilin með það“ Aron Guðmundsson skrifar 10. júlí 2024 08:00 Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta vísir/Sigurjón Ingibjörg er einn reynslumesti leikmaður íslenska landsliðsins og eftir stutta dvöl í Þýskalandi hjá Duisburg er hún nú í leit að næsta ævintýri á atvinnumannaferlinum og viðurkennir að undanfarnir mánuðir hafi reynst sér erfiðir innan sem utan vallar. „Já það er bara staðan. Ég er að leita að nýju félagi,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. „Ég er bara róleg þar. Bíð eftir því rétta fyrir mig.“ Bíða eftir því rétta segir þú. Hvað myndi það fela í sér? Hvað ertu að horfa helst til í þessu næsta skrefi á þínum ferli? „Maður vill alltaf gera betur og fara í eitthvað stærra. Eitthvað sem að ýtir aðeins á mann í því að verða betri. Ég er bara horfa til þessa stærstu deilda og reyna komast í eins gott lið og ég get.“ Enn að melta þetta Óhætt er að segja að það tæpa hálfa ár sem Ingibjörg varði hjá Duisburg í þýsku úrvalsdeildinni hafi verið erfitt en þar sótti liðið aðeins fjögur stig í 22 leikjum og endaði í neðsta sæti. Grindvíkingurinn gekk til liðs við þýska félagið frá Vålerenga í Noregi eftir áramót á róstusömum tíma sem reyndist krefjandi innan sem og utan vallar. En hvernig horfir hún nú á ákvörðunina um að halda til Duisburg á sínum tíma? „Það er erfitt að segja. Ég er svo nýkomin út úr þessu. Það eru náttúrulega bara ótrúlega margar tilfinningar sem að fylgja því verkefni. Þetta var gríðarlega erfiður tími. Bæði fótboltalega séð og persónulega. Ég er einhvern veginn enn þá bara að melta þetta.“ Þetta hefur tekið á? „Þetta tók á. Ég get alveg verið hreinskilin með það.“ „Fæ gæsahúð þegar að þú segir þetta“ Sem fyrr er Ingibjörg þó mikilvægur hluti af íslenska landsliðinu og stendur þar sína plikt stolt ú vörninni. Ingibjörg Sigurðardóttir á að baki 63 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.Getty Framundan eru tveir síðustu leikir liðsins í undankeppni EM. Sá fyrri hér heima á Laugardalsvelli gegn Þýskalandi á föstudaginn og nokkrum dögum síðar fer lokaleikurinn fram gegn liði Póllands ytra. Sigur í öðrum hvorum leiknum tryggir sæti Íslands á EM næsta árs í Sviss. Komandi þá inn í þetta landsliðsverkefni. Það hefur gengið vel og möguleiki núna á föstudaginn til að tryggja EM-sætið með sigri á Þýskalandi á heimavelli. Það myndi varla gerast mikið sætara en að leggja Þjóðverjana af velli hér og tryggja EM sætið er það? „Þegar að þú segir þetta fæ ég gæsahúð. Við stefnum að þessu. Erum búnar að leggja ótrúlega hart að okkur í því að koma okkur í þessa stöðu. Að vera á heimavelli á föstudaginn á móti Þýskalandi verður krefjandi verkefni en við höfum trú á okkur.“ Er það ekki líka bara tilfinningin að liðið hefur verið að taka góð skref fram á við í gegnum þessa undankeppni? „Algjörlega. Við erum mjög stoltar af liðinu og það er sérstaklega gaman að fylgjast með ungu stelpunum koma inn í þetta með gríðarlegan kraft og þær taka ábyrgð. Ég er mjög stolt.“ Leikur Íslands og Þýskalands á föstudaginn kemur verður fjórði leikur liðanna á innan við ári og á Ísland enn eftir að sækja sigur í greipar þeirra þýsku. Frá leik Þýskalands og Íslands fyrr í undankeppninni í Aachen. Hér má sjá Glódísi Perlu Viggósdóttur í baráttunni við Klöru Bühl, samherja sinn hjá Bayern München.Sebastian Christoph/AP Þjóðverjarnir unnu fyrri leik liðanna í undankeppninni í Aachen en hvað þarf íslenska liðið að gera til þess að sækja sigurinn á föstudaginn? „Í fyrsta lagi að reyna halda markinu hreinu. Þær eru með ótrúlega góða leikmenn inn í boxinu ef þær komast í fyrirgjafastöðu. Við þurfum að vera klárar að verjast því. Þær eru með góða leikmenn á borð við Leu Schüller, Alexöndru Popp og ég gæti talið þær allar upp. Allir þeirra leikmenn eru góðir og við þurfum að vera klárar og nýta tækifærin okkar.“ Hversu miklu máli skiptir það að Laugardalsvöllurinn verði þéttpakkaður á föstudaginn og að áhorfendur styðji rækilega við bakið á ykkur? „Það skiptir ótrúlega miklu máli. Það er alltaf sérstök tilfinning sem fylgir því að ganga inn á völlinn með fulla stúku af fólki og maður heyrir í áhorfendunum. Ég vona að fólk komi og horfi. Styðji okkur áfram. Leikur Íslands og Þýskalands í undankeppni EM 2025 í Sviss fer fram á Laugardalsvelli á föstudaginn kemur og hefs klukkan korter yfir fjögur. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Þýski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
„Já það er bara staðan. Ég er að leita að nýju félagi,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. „Ég er bara róleg þar. Bíð eftir því rétta fyrir mig.“ Bíða eftir því rétta segir þú. Hvað myndi það fela í sér? Hvað ertu að horfa helst til í þessu næsta skrefi á þínum ferli? „Maður vill alltaf gera betur og fara í eitthvað stærra. Eitthvað sem að ýtir aðeins á mann í því að verða betri. Ég er bara horfa til þessa stærstu deilda og reyna komast í eins gott lið og ég get.“ Enn að melta þetta Óhætt er að segja að það tæpa hálfa ár sem Ingibjörg varði hjá Duisburg í þýsku úrvalsdeildinni hafi verið erfitt en þar sótti liðið aðeins fjögur stig í 22 leikjum og endaði í neðsta sæti. Grindvíkingurinn gekk til liðs við þýska félagið frá Vålerenga í Noregi eftir áramót á róstusömum tíma sem reyndist krefjandi innan sem og utan vallar. En hvernig horfir hún nú á ákvörðunina um að halda til Duisburg á sínum tíma? „Það er erfitt að segja. Ég er svo nýkomin út úr þessu. Það eru náttúrulega bara ótrúlega margar tilfinningar sem að fylgja því verkefni. Þetta var gríðarlega erfiður tími. Bæði fótboltalega séð og persónulega. Ég er einhvern veginn enn þá bara að melta þetta.“ Þetta hefur tekið á? „Þetta tók á. Ég get alveg verið hreinskilin með það.“ „Fæ gæsahúð þegar að þú segir þetta“ Sem fyrr er Ingibjörg þó mikilvægur hluti af íslenska landsliðinu og stendur þar sína plikt stolt ú vörninni. Ingibjörg Sigurðardóttir á að baki 63 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.Getty Framundan eru tveir síðustu leikir liðsins í undankeppni EM. Sá fyrri hér heima á Laugardalsvelli gegn Þýskalandi á föstudaginn og nokkrum dögum síðar fer lokaleikurinn fram gegn liði Póllands ytra. Sigur í öðrum hvorum leiknum tryggir sæti Íslands á EM næsta árs í Sviss. Komandi þá inn í þetta landsliðsverkefni. Það hefur gengið vel og möguleiki núna á föstudaginn til að tryggja EM-sætið með sigri á Þýskalandi á heimavelli. Það myndi varla gerast mikið sætara en að leggja Þjóðverjana af velli hér og tryggja EM sætið er það? „Þegar að þú segir þetta fæ ég gæsahúð. Við stefnum að þessu. Erum búnar að leggja ótrúlega hart að okkur í því að koma okkur í þessa stöðu. Að vera á heimavelli á föstudaginn á móti Þýskalandi verður krefjandi verkefni en við höfum trú á okkur.“ Er það ekki líka bara tilfinningin að liðið hefur verið að taka góð skref fram á við í gegnum þessa undankeppni? „Algjörlega. Við erum mjög stoltar af liðinu og það er sérstaklega gaman að fylgjast með ungu stelpunum koma inn í þetta með gríðarlegan kraft og þær taka ábyrgð. Ég er mjög stolt.“ Leikur Íslands og Þýskalands á föstudaginn kemur verður fjórði leikur liðanna á innan við ári og á Ísland enn eftir að sækja sigur í greipar þeirra þýsku. Frá leik Þýskalands og Íslands fyrr í undankeppninni í Aachen. Hér má sjá Glódísi Perlu Viggósdóttur í baráttunni við Klöru Bühl, samherja sinn hjá Bayern München.Sebastian Christoph/AP Þjóðverjarnir unnu fyrri leik liðanna í undankeppninni í Aachen en hvað þarf íslenska liðið að gera til þess að sækja sigurinn á föstudaginn? „Í fyrsta lagi að reyna halda markinu hreinu. Þær eru með ótrúlega góða leikmenn inn í boxinu ef þær komast í fyrirgjafastöðu. Við þurfum að vera klárar að verjast því. Þær eru með góða leikmenn á borð við Leu Schüller, Alexöndru Popp og ég gæti talið þær allar upp. Allir þeirra leikmenn eru góðir og við þurfum að vera klárar og nýta tækifærin okkar.“ Hversu miklu máli skiptir það að Laugardalsvöllurinn verði þéttpakkaður á föstudaginn og að áhorfendur styðji rækilega við bakið á ykkur? „Það skiptir ótrúlega miklu máli. Það er alltaf sérstök tilfinning sem fylgir því að ganga inn á völlinn með fulla stúku af fólki og maður heyrir í áhorfendunum. Ég vona að fólk komi og horfi. Styðji okkur áfram. Leikur Íslands og Þýskalands í undankeppni EM 2025 í Sviss fer fram á Laugardalsvelli á föstudaginn kemur og hefs klukkan korter yfir fjögur.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Þýski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira