Hetjan Hildur fámál um framtíðina Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 16:31 Hildur Antonsdóttir gæti verið á leiðinni á sitt fyrsta stórmót næsta sumar, EM í Sviss, ef allt gengur að óskum. Vísir/Bjarni Hildur Antonsdóttir var hetja íslenska landsliðsins í sigrinum dýrmæta gegn Austurríki í síðasta mánuði, þegar hún skoraði sigurmarkið í sínum sextánda landsleik. Núna er stefnan sett á að ljúka dæminu og landa EM-sæti. Hildur er hins vegar einnig í leit að nýjum vinnuveitanda, eftir að hafa sagt skilið við hollenska félagið Fortuna Sittard. Þar hefur hún spilað síðustu tvö ár, eftir að hafa kvatt Breiðablik, við góðan orðstír. Hildur vill sem minnst segja um hvað nú tekur við: „Ég er aðallega núna að fókusa á landsliðið og síðan skoða ég þetta eftir þennan glugga. Mig langar að taka skref upp á við. Ég var í hollensku deildinni sem er bara góð deild, sterk deild, en ég er alveg tilbúin að taka næsta skref,“ segir Hildur. Klippa: Hildur klár í slag við sumar af þeim bestu í heimi Hún er ein af nokkrum leikmönnum landsliðsins sem spila í vetrardeildum, sem hafa verið að æfa saman síðustu tvær vikur. Núna er allur hópurinn kominn saman og klár í leik við Þýskaland á Laugardalsvelli á föstudag. Með sigri tryggir Ísland sér endanlega sæti á EM, þó að liðið eigi einnig inni útileik við Pólland. „Við förum í þennan leik til að sækja þessi mikilvægu þrjú stig. Maður fer ekkert í fótboltaleiki til að gera jafntefli eða tapa. Við förum „full force“ í þennan leik,“ segir Hildur en ljóst er að við ramman reip verður að draga gegn stjörnum prýddu liði Þýskalands. Hildur var einmitt á miðjunni gegn Þjóðverjum ytra í apríl, í 3-1 tapi. Fæst ekki alltaf tækifæri til að sjá þær bestu í heimi „Fyrstu þrjátíu mínúturnar í leiknum vorum við alveg að ógna fyrir aftan þær. Við sátum heilmikið í leiknum en á móti þessu þýska landsliði, sem er með ótrúlega góða sókn, þá þurfum við að vera þéttar. Aftur á móti eigum við að geta fundið möguleika fyrir aftan þær þegar þær gleyma sér í sóknarleiknum,“ segir Hildur. Hún hvetur fólk til að fjölmenna á völlinn á föstudag: „Það hjálpar ótrúlega mikið að hafa marga áhorfendur, og það gefur okkur extra styrk. Það væri því geggjað að sjá sem flesta á vellinum. Ég held að það eigi nú að vera allt í lagi veður miðað við Ísland. Við getum tryggt okkur sæti á EM og svo eru góðar fótboltakonur að koma hingað í þýska landsliðinu. Þú færð ekkert alltaf tækifæri til að sjá bestu knattspyrnukonur í heimi spila.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Tryggði Íslandi sigurinn mikilvæga en nú í leit að nýju félagi Hildur Antonsdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Austurríki í undankeppni EM 2025 á þriðjudag. Hildur spilaði með hollenska liðinu Fortuna Sittard á nýafstaðinni leiktíð en er í leit að nýju félagi í sumar. 5. júní 2024 22:01 Myndasyrpa frá sigrinum mikilvæga á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 23:31 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira
Hildur er hins vegar einnig í leit að nýjum vinnuveitanda, eftir að hafa sagt skilið við hollenska félagið Fortuna Sittard. Þar hefur hún spilað síðustu tvö ár, eftir að hafa kvatt Breiðablik, við góðan orðstír. Hildur vill sem minnst segja um hvað nú tekur við: „Ég er aðallega núna að fókusa á landsliðið og síðan skoða ég þetta eftir þennan glugga. Mig langar að taka skref upp á við. Ég var í hollensku deildinni sem er bara góð deild, sterk deild, en ég er alveg tilbúin að taka næsta skref,“ segir Hildur. Klippa: Hildur klár í slag við sumar af þeim bestu í heimi Hún er ein af nokkrum leikmönnum landsliðsins sem spila í vetrardeildum, sem hafa verið að æfa saman síðustu tvær vikur. Núna er allur hópurinn kominn saman og klár í leik við Þýskaland á Laugardalsvelli á föstudag. Með sigri tryggir Ísland sér endanlega sæti á EM, þó að liðið eigi einnig inni útileik við Pólland. „Við förum í þennan leik til að sækja þessi mikilvægu þrjú stig. Maður fer ekkert í fótboltaleiki til að gera jafntefli eða tapa. Við förum „full force“ í þennan leik,“ segir Hildur en ljóst er að við ramman reip verður að draga gegn stjörnum prýddu liði Þýskalands. Hildur var einmitt á miðjunni gegn Þjóðverjum ytra í apríl, í 3-1 tapi. Fæst ekki alltaf tækifæri til að sjá þær bestu í heimi „Fyrstu þrjátíu mínúturnar í leiknum vorum við alveg að ógna fyrir aftan þær. Við sátum heilmikið í leiknum en á móti þessu þýska landsliði, sem er með ótrúlega góða sókn, þá þurfum við að vera þéttar. Aftur á móti eigum við að geta fundið möguleika fyrir aftan þær þegar þær gleyma sér í sóknarleiknum,“ segir Hildur. Hún hvetur fólk til að fjölmenna á völlinn á föstudag: „Það hjálpar ótrúlega mikið að hafa marga áhorfendur, og það gefur okkur extra styrk. Það væri því geggjað að sjá sem flesta á vellinum. Ég held að það eigi nú að vera allt í lagi veður miðað við Ísland. Við getum tryggt okkur sæti á EM og svo eru góðar fótboltakonur að koma hingað í þýska landsliðinu. Þú færð ekkert alltaf tækifæri til að sjá bestu knattspyrnukonur í heimi spila.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Tryggði Íslandi sigurinn mikilvæga en nú í leit að nýju félagi Hildur Antonsdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Austurríki í undankeppni EM 2025 á þriðjudag. Hildur spilaði með hollenska liðinu Fortuna Sittard á nýafstaðinni leiktíð en er í leit að nýju félagi í sumar. 5. júní 2024 22:01 Myndasyrpa frá sigrinum mikilvæga á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 23:31 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira
Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30
Tryggði Íslandi sigurinn mikilvæga en nú í leit að nýju félagi Hildur Antonsdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Austurríki í undankeppni EM 2025 á þriðjudag. Hildur spilaði með hollenska liðinu Fortuna Sittard á nýafstaðinni leiktíð en er í leit að nýju félagi í sumar. 5. júní 2024 22:01
Myndasyrpa frá sigrinum mikilvæga á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 23:31