Ráðherra beitir sér ekki og eftirlitið í öngum sínum Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. júlí 2024 13:57 Páll Gunnar er ekki ánægður með aðgerðaleysi Bjarkeyjar. Vísir Matvælaráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir breytingum á undanþáguheimildum í búvörulögum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gagnrýnir ráðherra og atvinnuveganefnd og segir vinnubrögðin óforsvaranleg. Um helgina var greint frá kaupum Kaupfélags Skagfirðinga á kjötvinnslufyrirtækinu Kjarnafæði Norðlenska. Kaupin fara í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna nýs ákvæðis í umdeildum búvörulögum sem voru samþykkt í mars á þessu ári. Samkeppniseftirlitið telur að við breytingar atvinnuveganefndar á lögunum hafi málið ekki verið skoðað í þaula og hver möguleg áhrif þeirra væru. Eftirlitið skoraði á matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, að beita sér hið fyrsta fyrir breytingum á undanþáguheimildunum. Það ætlar Bjarkey hins vegar ekki að gera. Óttast ekki hærra verð „Markmið laganna er að skila þessu, betra afurðaverði til bænda og verði til neytenda. Það er núna þá okkar, hins opinbera, að fylgja því eftir að þau markmið nái fram að ganga,“ segir Bjarkey í samtali við fréttastofu. Hún óttast ekki að kaupin leiði til hærra verðs til neytenda. „Ég trúi því líka að bæði neytendur og bændur láti í sér heyra ef þau koma illa út úr þessu.“ Vonbrigði að ráðherra beiti sér ekki Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir það vonbrigði að ráðherra vilji ekki beita sér fyrir breytingum. „Það er allt sem mælir með því að taka þetta upp til skoðunar á haustþingi og í raun og veru óhjákvæmilegt.“ Alvarlegt sé að samrunaákvæði samkeppnislaga sé tekið úr sambandi. „Það er augljóslega mjög alvarlegt. Að við séum komin á þennan stað, án þess að það hafi verið reistar neinar varnir í staðinn. Hvorki fyrir bændur né neytendur. Eftir því sem við best vitum þá fengu engir að koma að mótun á þessu breytta frumvarpi á vettvangi atvinnuveganefndar, aðrir en lögmaður KS og Samtaka kjötafurðastöðva.“ Matvælaframleiðsla Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Landbúnaður Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Um helgina var greint frá kaupum Kaupfélags Skagfirðinga á kjötvinnslufyrirtækinu Kjarnafæði Norðlenska. Kaupin fara í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna nýs ákvæðis í umdeildum búvörulögum sem voru samþykkt í mars á þessu ári. Samkeppniseftirlitið telur að við breytingar atvinnuveganefndar á lögunum hafi málið ekki verið skoðað í þaula og hver möguleg áhrif þeirra væru. Eftirlitið skoraði á matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, að beita sér hið fyrsta fyrir breytingum á undanþáguheimildunum. Það ætlar Bjarkey hins vegar ekki að gera. Óttast ekki hærra verð „Markmið laganna er að skila þessu, betra afurðaverði til bænda og verði til neytenda. Það er núna þá okkar, hins opinbera, að fylgja því eftir að þau markmið nái fram að ganga,“ segir Bjarkey í samtali við fréttastofu. Hún óttast ekki að kaupin leiði til hærra verðs til neytenda. „Ég trúi því líka að bæði neytendur og bændur láti í sér heyra ef þau koma illa út úr þessu.“ Vonbrigði að ráðherra beiti sér ekki Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir það vonbrigði að ráðherra vilji ekki beita sér fyrir breytingum. „Það er allt sem mælir með því að taka þetta upp til skoðunar á haustþingi og í raun og veru óhjákvæmilegt.“ Alvarlegt sé að samrunaákvæði samkeppnislaga sé tekið úr sambandi. „Það er augljóslega mjög alvarlegt. Að við séum komin á þennan stað, án þess að það hafi verið reistar neinar varnir í staðinn. Hvorki fyrir bændur né neytendur. Eftir því sem við best vitum þá fengu engir að koma að mótun á þessu breytta frumvarpi á vettvangi atvinnuveganefndar, aðrir en lögmaður KS og Samtaka kjötafurðastöðva.“
Matvælaframleiðsla Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Landbúnaður Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira