Reykjavíkurborg ógnar velferð íbúa sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni Aldís Þóra Steindórsdóttir skrifar 9. júlí 2024 12:39 Ákveðin mismunun á sér stað hjá Reykjavíkurborg gagnvart þeim skjólstæðingum sem þurfa á félagslegu húsnæði að halda. Það virðist skipta miklu máli hvar á höfuðborgarsvæðinu skjólstæðingar félagsþjónustunnar fá úthlutað húsnæði. Þeir íbúar sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni þurfa að glíma við bílastæðamál sem aðrir á höfuðborgarsvæðinu finna ekki fyrir. Mig langar að benda á mjög leiðinlega og erfiða stöðu þeirra sem búa í félagslegu húsnæði miðsvæðis. Þannig er mál með vexti að nú erum margir sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni og þar eru öll bílastæði í nágrenni gjaldskyld. Mikið af þessu fólki er félagslega einangrað og því skiptir sköpum fyrir þessa einstaklinga að fá heimsóknir bæði frá fjölskyldu, vinum og vandamönnum. Þar vandast málið, því hver heimsókn fyrir gesti kostar í það minnsta 220 kr sem er svosem ekki há upphæð fyrir eitt skipti en ef sami einstaklingur heimsækir viðkomandi íbúa 1x í viku að þá eru þetta 880 kr á mánuði í það minnsta. Ef gleymist að greiða í stöðumæli að þá kostar heimsóknin í það minnsta 4500 kr. Mynd tekin þann 8. júlí 2024.https://reykjavik.is/frettir/breytingar-gjaldskyldu-fyrir-bilastaedi Hægt er að sækja um íbúakort fyrir þá sem eiga lögheimili í miðbænum en það gagnast lítið þeim sem eru gestir og þeim íbúum sem t.d. Eru með P-merki fyrir eða einfaldlega eiga ekki bíl. Mér finnst þetta ógna velferð þeirra sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni. Þetta verður til þess að þau fá færri heimsóknir og jafnvel engar. Það er sorglegt að ekki sé til gestakort eða undanþágu úrræði fyrir þessa einstaklinga sem sumir hverjir völdu sér það ekki að búa á þessu svæði en fengu því úthlutað og jafnvel ekkert annað í boði en að þiggja það því biðin eftir félagslegu húsnæði getur tekið langan tíma jafnvel einhver ár. Það er bæði íþyngjandi fyrir aðstandendur/vini íbúanna að þurfa að greiða fyrir hverja heimsókn ásamt því að þurfa að burðast með áhyggjur af félagslegri stöðu íbúans ef hann fær ekki heimsóknir frá vinum og vandamönnum vegna kostnaðar sem fylgir bílastæðasjóð. Einnig má benda á að margir vinir og ættingjar íbúanna sem búa í félagslegu húsnæði hafa einfaldlega ekki efni á að greiða ítrekað fyrir bílastæði. Nú hefur faðir minn sem dæmi sótt um flutning úr miðbænum eingöngu vegna þess að bílastæðamálin hafa gríðarleg áhrif á hann og aðstandendur hans. Ég hef reynt að leita svara við þessu hjá Reykjavíkurborg en án árangurs. Með von um að málið fái umfjöllun og að mögulega verði breyting til hins betra fyrir þá íbúa sem búa í félagslegu húsnæði miðsvæðis. Höfundur er sjúkraliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Ákveðin mismunun á sér stað hjá Reykjavíkurborg gagnvart þeim skjólstæðingum sem þurfa á félagslegu húsnæði að halda. Það virðist skipta miklu máli hvar á höfuðborgarsvæðinu skjólstæðingar félagsþjónustunnar fá úthlutað húsnæði. Þeir íbúar sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni þurfa að glíma við bílastæðamál sem aðrir á höfuðborgarsvæðinu finna ekki fyrir. Mig langar að benda á mjög leiðinlega og erfiða stöðu þeirra sem búa í félagslegu húsnæði miðsvæðis. Þannig er mál með vexti að nú erum margir sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni og þar eru öll bílastæði í nágrenni gjaldskyld. Mikið af þessu fólki er félagslega einangrað og því skiptir sköpum fyrir þessa einstaklinga að fá heimsóknir bæði frá fjölskyldu, vinum og vandamönnum. Þar vandast málið, því hver heimsókn fyrir gesti kostar í það minnsta 220 kr sem er svosem ekki há upphæð fyrir eitt skipti en ef sami einstaklingur heimsækir viðkomandi íbúa 1x í viku að þá eru þetta 880 kr á mánuði í það minnsta. Ef gleymist að greiða í stöðumæli að þá kostar heimsóknin í það minnsta 4500 kr. Mynd tekin þann 8. júlí 2024.https://reykjavik.is/frettir/breytingar-gjaldskyldu-fyrir-bilastaedi Hægt er að sækja um íbúakort fyrir þá sem eiga lögheimili í miðbænum en það gagnast lítið þeim sem eru gestir og þeim íbúum sem t.d. Eru með P-merki fyrir eða einfaldlega eiga ekki bíl. Mér finnst þetta ógna velferð þeirra sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni. Þetta verður til þess að þau fá færri heimsóknir og jafnvel engar. Það er sorglegt að ekki sé til gestakort eða undanþágu úrræði fyrir þessa einstaklinga sem sumir hverjir völdu sér það ekki að búa á þessu svæði en fengu því úthlutað og jafnvel ekkert annað í boði en að þiggja það því biðin eftir félagslegu húsnæði getur tekið langan tíma jafnvel einhver ár. Það er bæði íþyngjandi fyrir aðstandendur/vini íbúanna að þurfa að greiða fyrir hverja heimsókn ásamt því að þurfa að burðast með áhyggjur af félagslegri stöðu íbúans ef hann fær ekki heimsóknir frá vinum og vandamönnum vegna kostnaðar sem fylgir bílastæðasjóð. Einnig má benda á að margir vinir og ættingjar íbúanna sem búa í félagslegu húsnæði hafa einfaldlega ekki efni á að greiða ítrekað fyrir bílastæði. Nú hefur faðir minn sem dæmi sótt um flutning úr miðbænum eingöngu vegna þess að bílastæðamálin hafa gríðarleg áhrif á hann og aðstandendur hans. Ég hef reynt að leita svara við þessu hjá Reykjavíkurborg en án árangurs. Með von um að málið fái umfjöllun og að mögulega verði breyting til hins betra fyrir þá íbúa sem búa í félagslegu húsnæði miðsvæðis. Höfundur er sjúkraliði.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun