Reykjavíkurborg ógnar velferð íbúa sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni Aldís Þóra Steindórsdóttir skrifar 9. júlí 2024 12:39 Ákveðin mismunun á sér stað hjá Reykjavíkurborg gagnvart þeim skjólstæðingum sem þurfa á félagslegu húsnæði að halda. Það virðist skipta miklu máli hvar á höfuðborgarsvæðinu skjólstæðingar félagsþjónustunnar fá úthlutað húsnæði. Þeir íbúar sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni þurfa að glíma við bílastæðamál sem aðrir á höfuðborgarsvæðinu finna ekki fyrir. Mig langar að benda á mjög leiðinlega og erfiða stöðu þeirra sem búa í félagslegu húsnæði miðsvæðis. Þannig er mál með vexti að nú erum margir sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni og þar eru öll bílastæði í nágrenni gjaldskyld. Mikið af þessu fólki er félagslega einangrað og því skiptir sköpum fyrir þessa einstaklinga að fá heimsóknir bæði frá fjölskyldu, vinum og vandamönnum. Þar vandast málið, því hver heimsókn fyrir gesti kostar í það minnsta 220 kr sem er svosem ekki há upphæð fyrir eitt skipti en ef sami einstaklingur heimsækir viðkomandi íbúa 1x í viku að þá eru þetta 880 kr á mánuði í það minnsta. Ef gleymist að greiða í stöðumæli að þá kostar heimsóknin í það minnsta 4500 kr. Mynd tekin þann 8. júlí 2024.https://reykjavik.is/frettir/breytingar-gjaldskyldu-fyrir-bilastaedi Hægt er að sækja um íbúakort fyrir þá sem eiga lögheimili í miðbænum en það gagnast lítið þeim sem eru gestir og þeim íbúum sem t.d. Eru með P-merki fyrir eða einfaldlega eiga ekki bíl. Mér finnst þetta ógna velferð þeirra sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni. Þetta verður til þess að þau fá færri heimsóknir og jafnvel engar. Það er sorglegt að ekki sé til gestakort eða undanþágu úrræði fyrir þessa einstaklinga sem sumir hverjir völdu sér það ekki að búa á þessu svæði en fengu því úthlutað og jafnvel ekkert annað í boði en að þiggja það því biðin eftir félagslegu húsnæði getur tekið langan tíma jafnvel einhver ár. Það er bæði íþyngjandi fyrir aðstandendur/vini íbúanna að þurfa að greiða fyrir hverja heimsókn ásamt því að þurfa að burðast með áhyggjur af félagslegri stöðu íbúans ef hann fær ekki heimsóknir frá vinum og vandamönnum vegna kostnaðar sem fylgir bílastæðasjóð. Einnig má benda á að margir vinir og ættingjar íbúanna sem búa í félagslegu húsnæði hafa einfaldlega ekki efni á að greiða ítrekað fyrir bílastæði. Nú hefur faðir minn sem dæmi sótt um flutning úr miðbænum eingöngu vegna þess að bílastæðamálin hafa gríðarleg áhrif á hann og aðstandendur hans. Ég hef reynt að leita svara við þessu hjá Reykjavíkurborg en án árangurs. Með von um að málið fái umfjöllun og að mögulega verði breyting til hins betra fyrir þá íbúa sem búa í félagslegu húsnæði miðsvæðis. Höfundur er sjúkraliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Sjá meira
Ákveðin mismunun á sér stað hjá Reykjavíkurborg gagnvart þeim skjólstæðingum sem þurfa á félagslegu húsnæði að halda. Það virðist skipta miklu máli hvar á höfuðborgarsvæðinu skjólstæðingar félagsþjónustunnar fá úthlutað húsnæði. Þeir íbúar sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni þurfa að glíma við bílastæðamál sem aðrir á höfuðborgarsvæðinu finna ekki fyrir. Mig langar að benda á mjög leiðinlega og erfiða stöðu þeirra sem búa í félagslegu húsnæði miðsvæðis. Þannig er mál með vexti að nú erum margir sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni og þar eru öll bílastæði í nágrenni gjaldskyld. Mikið af þessu fólki er félagslega einangrað og því skiptir sköpum fyrir þessa einstaklinga að fá heimsóknir bæði frá fjölskyldu, vinum og vandamönnum. Þar vandast málið, því hver heimsókn fyrir gesti kostar í það minnsta 220 kr sem er svosem ekki há upphæð fyrir eitt skipti en ef sami einstaklingur heimsækir viðkomandi íbúa 1x í viku að þá eru þetta 880 kr á mánuði í það minnsta. Ef gleymist að greiða í stöðumæli að þá kostar heimsóknin í það minnsta 4500 kr. Mynd tekin þann 8. júlí 2024.https://reykjavik.is/frettir/breytingar-gjaldskyldu-fyrir-bilastaedi Hægt er að sækja um íbúakort fyrir þá sem eiga lögheimili í miðbænum en það gagnast lítið þeim sem eru gestir og þeim íbúum sem t.d. Eru með P-merki fyrir eða einfaldlega eiga ekki bíl. Mér finnst þetta ógna velferð þeirra sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni. Þetta verður til þess að þau fá færri heimsóknir og jafnvel engar. Það er sorglegt að ekki sé til gestakort eða undanþágu úrræði fyrir þessa einstaklinga sem sumir hverjir völdu sér það ekki að búa á þessu svæði en fengu því úthlutað og jafnvel ekkert annað í boði en að þiggja það því biðin eftir félagslegu húsnæði getur tekið langan tíma jafnvel einhver ár. Það er bæði íþyngjandi fyrir aðstandendur/vini íbúanna að þurfa að greiða fyrir hverja heimsókn ásamt því að þurfa að burðast með áhyggjur af félagslegri stöðu íbúans ef hann fær ekki heimsóknir frá vinum og vandamönnum vegna kostnaðar sem fylgir bílastæðasjóð. Einnig má benda á að margir vinir og ættingjar íbúanna sem búa í félagslegu húsnæði hafa einfaldlega ekki efni á að greiða ítrekað fyrir bílastæði. Nú hefur faðir minn sem dæmi sótt um flutning úr miðbænum eingöngu vegna þess að bílastæðamálin hafa gríðarleg áhrif á hann og aðstandendur hans. Ég hef reynt að leita svara við þessu hjá Reykjavíkurborg en án árangurs. Með von um að málið fái umfjöllun og að mögulega verði breyting til hins betra fyrir þá íbúa sem búa í félagslegu húsnæði miðsvæðis. Höfundur er sjúkraliði.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar