Ríkið taki við uppbyggingu hjúkrunarheimila Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 21:20 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hyggst fella brott kostnaðarskyldu sveitarfélaganna. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur birt til umsagnar í samráðsgátt breytingu á lögum sem fellir brott skyldu sveitarfélaga til að greiða fimmtán prósent stofnkostnaðar við uppbyggingu hjúkrunarheimila. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist fagna breytingunum og að þær komi til með að létta byrði smærri sveitarfélaga sem gætu átt erfitt með að standa undir sínum hluta. Einar segir í samtali við fréttastofu að þjóðin sé að eldast og því mikilvægt að öflugir innviðir séu til staðar til að takast á við breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar. „Reykjavíkurborg er þegar með þessi mál á oddinum og í skipulagsferli eru fjórir lífsgæðakjarnar með á þriðja þúsund íbúðum fyrirhuguðum. Uppbyggingaraðilar þessara lífsgæðakjarna hafa í hyggju að reisa hjúkrunarheimili á þessum tilteknu reitum og því verður áfram gott samstarf á milli borgarinnar, ríkisins og uppbyggingaraðila um uppbyggingu í þágu eldra fólks,“ segir Einar. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins kemur fram að gert sé ráð fyrir því að ríkið sjái alfarið um öflun húsnæðis undir rekstur hjúkrunarheimila í gegnum leigusamninga við fasteignafélög og aðra sérhæfða aðila á grundvelli útboða. Samkvæmt gildandi fyrirkomulagi greiðir ríkið að jafnað 85 prósent stofnkostnaðar á móti 15 prósent lágmarksframlagi sveitarfélags og leggur sveitarfélagið jafnframt til lóð og ber kostnað af nauðsynlegri gatnagerð. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að töluverðar tafir hafi orðið á framkvæmdum við byggingu nýrra hjúkrunarheimila undanfarin ár og að markmiðið með nýju fyrirkomulagi sé að liðka fyrir uppbyggingu og tryggja fullnægjandi viðhald á þeim eignum sem nýttar eru undir hjúkrunarheimili. Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldri borgarar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Einar segir í samtali við fréttastofu að þjóðin sé að eldast og því mikilvægt að öflugir innviðir séu til staðar til að takast á við breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar. „Reykjavíkurborg er þegar með þessi mál á oddinum og í skipulagsferli eru fjórir lífsgæðakjarnar með á þriðja þúsund íbúðum fyrirhuguðum. Uppbyggingaraðilar þessara lífsgæðakjarna hafa í hyggju að reisa hjúkrunarheimili á þessum tilteknu reitum og því verður áfram gott samstarf á milli borgarinnar, ríkisins og uppbyggingaraðila um uppbyggingu í þágu eldra fólks,“ segir Einar. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins kemur fram að gert sé ráð fyrir því að ríkið sjái alfarið um öflun húsnæðis undir rekstur hjúkrunarheimila í gegnum leigusamninga við fasteignafélög og aðra sérhæfða aðila á grundvelli útboða. Samkvæmt gildandi fyrirkomulagi greiðir ríkið að jafnað 85 prósent stofnkostnaðar á móti 15 prósent lágmarksframlagi sveitarfélags og leggur sveitarfélagið jafnframt til lóð og ber kostnað af nauðsynlegri gatnagerð. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að töluverðar tafir hafi orðið á framkvæmdum við byggingu nýrra hjúkrunarheimila undanfarin ár og að markmiðið með nýju fyrirkomulagi sé að liðka fyrir uppbyggingu og tryggja fullnægjandi viðhald á þeim eignum sem nýttar eru undir hjúkrunarheimili.
Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldri borgarar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira