Flestir treysta ríkisstjórninni miklu verr eftir að Bjarni tók við Jón Þór Stefánsson skrifar 8. júlí 2024 14:26 Forrysta endurnýjaðrar ríkisstjórnar: Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Sjötíu og tvö prósent landsmanna treysta ríkisstjórninni verr eftir að Bjarni Benediktsson tók við embætti forsætisráðherra. Hins vegar treysta ellefu prósent ríkisstjórninni betur eftir að Bjarni tók við stjórnartaumunum en átján prósent jafn mikið. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Maskínu. Könnunin fór fram 26. júní til 1. júlí á þessu ári, en svarendur voru 1098 talsins. Svarendur voru spurðir hvort þeir treystu ríkisstjórninni betur eða verr eftir að Bjarni tók við forsætisráðuneytinu en formleg lyklaskipti urðu á milli Bjarna og Katrínar Jakobsdóttur þann tíunda apríl síðastliðinn, en í dag eru níutíu dagar síðan hann tók við embættinu. Í raun sögðust 57,4 prósent treysta ríkisstjórninni miklu verr eftir að Bjarni tók við, 14,5 prósent sögðust treysta henni verr, 17,6 prósent jafn mikið, 4,9 prósent treysta henni aðeins betur, og 5,6 prósent miklu betur. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins treysta ríkisstjórn Bjarna best. 44,5 prósent þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn treysta ríkisstjórninni betur eftir að hann tók við. 40,4 prósent jafn mikið, og 15,1 prósent verr. Miðflokks- og Framsóknarmenn treysta endurnýjuðu ríkisstjórninni næst mest. 23 prósent Miðflokksmanna og 13,6 próesent Framsóknarmanna treysta henni betur með Bjarna í brúnni. Óánægjan er mest hjá Pírötum, Samfylkingunni og Vinstri grænum. 98,6 prósent Pírata treysta stjórninni verr, 93,6 prósent Samfylkingarmanna og 94,4 prósent Vinstri grænna eru á sama máli. Í skoðanakönnun Maskínu var einnig spurt út í hversu líklegt eða ólíklegt svarendum þykji að ríkisstjórnin sitji út núverandi kjörtímabil. 37 prósent segja það líklegt, 40 prósent ólíklegt og 23 prósent segja það í meðallagi líklegt. Þá voru svarendur spurðir hversu mikið eða lítið þeim þætti ríkisstjórnin hafa gert til að lækka vexti og verðbólgu á Íslandi. 5 prósent sögðu mikið en 81 prósent lítið. 15 prósent sögðu í meðallagi. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Könnunin fór fram 26. júní til 1. júlí á þessu ári, en svarendur voru 1098 talsins. Svarendur voru spurðir hvort þeir treystu ríkisstjórninni betur eða verr eftir að Bjarni tók við forsætisráðuneytinu en formleg lyklaskipti urðu á milli Bjarna og Katrínar Jakobsdóttur þann tíunda apríl síðastliðinn, en í dag eru níutíu dagar síðan hann tók við embættinu. Í raun sögðust 57,4 prósent treysta ríkisstjórninni miklu verr eftir að Bjarni tók við, 14,5 prósent sögðust treysta henni verr, 17,6 prósent jafn mikið, 4,9 prósent treysta henni aðeins betur, og 5,6 prósent miklu betur. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins treysta ríkisstjórn Bjarna best. 44,5 prósent þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn treysta ríkisstjórninni betur eftir að hann tók við. 40,4 prósent jafn mikið, og 15,1 prósent verr. Miðflokks- og Framsóknarmenn treysta endurnýjuðu ríkisstjórninni næst mest. 23 prósent Miðflokksmanna og 13,6 próesent Framsóknarmanna treysta henni betur með Bjarna í brúnni. Óánægjan er mest hjá Pírötum, Samfylkingunni og Vinstri grænum. 98,6 prósent Pírata treysta stjórninni verr, 93,6 prósent Samfylkingarmanna og 94,4 prósent Vinstri grænna eru á sama máli. Í skoðanakönnun Maskínu var einnig spurt út í hversu líklegt eða ólíklegt svarendum þykji að ríkisstjórnin sitji út núverandi kjörtímabil. 37 prósent segja það líklegt, 40 prósent ólíklegt og 23 prósent segja það í meðallagi líklegt. Þá voru svarendur spurðir hversu mikið eða lítið þeim þætti ríkisstjórnin hafa gert til að lækka vexti og verðbólgu á Íslandi. 5 prósent sögðu mikið en 81 prósent lítið. 15 prósent sögðu í meðallagi.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira