Innlent

Nú má heita Roj

Jón Þór Stefánsson skrifar
Konungur kúrekanna Roy Rogers ásamt dóttur sinni Robin Elizabeth Rogers árið 1957. Nú mega konur á Íslandi heita Roj
Konungur kúrekanna Roy Rogers ásamt dóttur sinni Robin Elizabeth Rogers árið 1957. Nú mega konur á Íslandi heita Roj Getty

Mannanafnanefnd samþykkti í síðustu viku sex eiginnöfn, þar af fjögur kvenmannsnöfn og tvö karlmannsnöfn. Hins vegar var einu nafni hafnað.

Nöfnin sem fengu grænt ljós voru karlmannsnöfnin Núri og Foster og kvenmannsnöfnin Roj, Ana, Ahelia, og Maríabet.

Nafnið sem Mannanafnanefnd samþykkti ekki var kvenmannsnafnið Hronn. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að það uppfylli þrjú af fjórum skilyrðum laga um mannanöfn. Nafnið tekur íslenskri eignarfallsendingu, það brýtur ekki í bága við íslenskt málkerfi og er ekki þannig að það geti orðið nafnbera þess til ama.

Nefndin hafnaði Hronn vegna skilyrðis um að ný nöfn skuli ekki koma í veg fyrir að rótgrónum nöfnum sé breytt til horfs sem stríðir gegn hefð þeirra. Hronn sé breyting á nafninu Hrönn og því aðeins hægt að samþykkja það í síðarnefnda rithættinum.

Þá er minnst á í úrksurðinum að ekki séu til dæmi um að fólk hafi borið eiginnafnið Hronn.


Tengdar fréttir

Nafnið Hroði of hroðalegt

Mannanafnanefnd birti í dag þrjá úrskurði sína þar sem tvö nöfn voru samþykkt og einni beiðni hafnað.

Cyrus og Herkúles fá já en Bergman bannaður

Mannanafnanefnd hefur samþykkt ný eiginnöfn á borð við Herkúles, Bjartdís, Kriss og Cyrus. Þá var nöfnunum Bergman og Boom báðum hafnað bæði sem eiginnafni og millinafni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×