Þakkir til Jimmy Floyd Hasselbaink eftir frábæra vítakeppni enska liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2024 08:01 Ensku landsliðsmennirnir fagna eftir að Trent Alexander-Arnold hafði skorað úr síðustu vítaspyrnunni og tryggt Englandi sæti í undanúrslitum EM. Getty/Alex Livesey Jude Bellingham segir að góð ráð frá Jimmy Floyd Hasselbaink hafi hjálpað honum og ensku landsliðsmönnunum í vítaspyrnukeppninni á móti Sviss. Enska stórstjarnan segir að þessi hollenska knattspyrnugoðsögn eigi hrós skilið fyrir að hjálpa ensku landsliðsmönnunum að hrekja á brott minningar um fjölmörg töp enska liðsins í vítaspyrnukeppnum í gegnum tíðina. Hasselbaink er þekkastur hér á landi þegar hann fór á kostum í framlínu Chelsea við hlið Eiðs Smára Guðjohnsen en þeir náðu frábærlega saman. Tímabilið 2001-02 skoruðu þeir 52 mörk saman í öllum keppnum, Hasselbaink 29 mörk og Eiður 23 mörk. Hasselbaink hefur starfað sem aðstoðarþjálfari enska landsliðsins frá því í mars í fyrra. Gareth Southgate fagnar sigri með Jimmy Floyd Hasselbaink og Steve Holland eftir að undanúrslitasætið var í höfn.Getty/Eddie Keogh Enska landsliðið hefur sjö sinnum dottið út úr stórmóti eftir tap í vítakeppni en undir stjórn Gareth Southgate hefur enska liðið unnið þrjár af fjórum vítakeppnum sínum. Allir fimm skoruðu örugglega Allir fimm sem tóku víti í vítakeppninni á móti Sviss, í átta liða úrslitum EM, skoruðu örugglega úr spyrnum sínum en það voru Cole Palmer, Bellingham, Bukayo Saka, Ivan Toney og Trent Alexander-Arnold. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í vítakeppni og í fyrsta sinn sem ég tek víti við þessar aðstæður,“ sagði Jude Bellingham við BBC Radio 5Live. Jimmy Floyd Hasselbaink lag volgens Jude Bellingham aan de basis van het penaltysucces van Engeland.https://t.co/uwipjpEJ2W— Voetbal International (@VI_nl) July 7, 2024 „Ég á hræðilegar minningar frá vítakeppnum enska landsliðsins því að ég var að alast upp en sú fyrsta sem ég man eftir á EM var þegar [Andrea] Pirlo vippaði honum í mitt markið okkar á EM 2012,“ sagði Bellingham. „Þetta hefur áhrif á mann því þú ferð ósjálfrátt að hugsa um þau skipti sem England var í vítakeppni. Það er samt gott að búa nú að þessari reynslu sjálfur og líka fyrir okkur alla í klefanum,“ sagði Bellingham. Samtölin við Hasselbaink „Ég var fullur sjálfstrausts í undirbúningi mínum. Það kom til vegna samtala minna við Jimmy Floyd Hasselbaink. Hann kom sterkur inn hjá okkur í undirbúningnum,“ sagði Bellingham. „Það er þessi vinna sem hann vinnur á bak við tjöldin og það að strákarnir séu tilbúnir að hlusta á það sem hann hefur að segja. Það hjálpar okkur á þessum mikilvægu tímapunktum þegar við þurfum að landa sigrinum,“ sagði Bellingham. ESPN fjallar um þetta. Hrósar varamarkvörðunum „Þetta er líka öll okkar liðsheild. Annað dæmi eru markverðirnir Dean Henderson, Aaron Ramsdale og Tom Heaton. Þeir hafa verið með okkur og komið öflugir inn að hjálpa okkur við að æfa þessar vítaspyrnur,“ sagði Bellingham. „Þeir fá ekki hrósið en þeir eiga hrós skilið. Án þessari æfinga þá værum við ekki í þeirri stöðu að klára vítin okkar svona vel. Það komu svo margir að þessum sigri. Þetta var risastór liðssigur,“ sagði Bellingham. England mætir Hollandi í undanúrslitaleik Evrópumótsins á miðvikudagskvöldið. Jude Bellingham credited him for England’s penalty shootout victory over Switzerland.Here’s why 🗞️ https://t.co/W3WepT6XvQ#EURO2024 #OptusSport pic.twitter.com/0oDfGa5Mus— Optus Sport (@OptusSport) July 8, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira
Enska stórstjarnan segir að þessi hollenska knattspyrnugoðsögn eigi hrós skilið fyrir að hjálpa ensku landsliðsmönnunum að hrekja á brott minningar um fjölmörg töp enska liðsins í vítaspyrnukeppnum í gegnum tíðina. Hasselbaink er þekkastur hér á landi þegar hann fór á kostum í framlínu Chelsea við hlið Eiðs Smára Guðjohnsen en þeir náðu frábærlega saman. Tímabilið 2001-02 skoruðu þeir 52 mörk saman í öllum keppnum, Hasselbaink 29 mörk og Eiður 23 mörk. Hasselbaink hefur starfað sem aðstoðarþjálfari enska landsliðsins frá því í mars í fyrra. Gareth Southgate fagnar sigri með Jimmy Floyd Hasselbaink og Steve Holland eftir að undanúrslitasætið var í höfn.Getty/Eddie Keogh Enska landsliðið hefur sjö sinnum dottið út úr stórmóti eftir tap í vítakeppni en undir stjórn Gareth Southgate hefur enska liðið unnið þrjár af fjórum vítakeppnum sínum. Allir fimm skoruðu örugglega Allir fimm sem tóku víti í vítakeppninni á móti Sviss, í átta liða úrslitum EM, skoruðu örugglega úr spyrnum sínum en það voru Cole Palmer, Bellingham, Bukayo Saka, Ivan Toney og Trent Alexander-Arnold. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í vítakeppni og í fyrsta sinn sem ég tek víti við þessar aðstæður,“ sagði Jude Bellingham við BBC Radio 5Live. Jimmy Floyd Hasselbaink lag volgens Jude Bellingham aan de basis van het penaltysucces van Engeland.https://t.co/uwipjpEJ2W— Voetbal International (@VI_nl) July 7, 2024 „Ég á hræðilegar minningar frá vítakeppnum enska landsliðsins því að ég var að alast upp en sú fyrsta sem ég man eftir á EM var þegar [Andrea] Pirlo vippaði honum í mitt markið okkar á EM 2012,“ sagði Bellingham. „Þetta hefur áhrif á mann því þú ferð ósjálfrátt að hugsa um þau skipti sem England var í vítakeppni. Það er samt gott að búa nú að þessari reynslu sjálfur og líka fyrir okkur alla í klefanum,“ sagði Bellingham. Samtölin við Hasselbaink „Ég var fullur sjálfstrausts í undirbúningi mínum. Það kom til vegna samtala minna við Jimmy Floyd Hasselbaink. Hann kom sterkur inn hjá okkur í undirbúningnum,“ sagði Bellingham. „Það er þessi vinna sem hann vinnur á bak við tjöldin og það að strákarnir séu tilbúnir að hlusta á það sem hann hefur að segja. Það hjálpar okkur á þessum mikilvægu tímapunktum þegar við þurfum að landa sigrinum,“ sagði Bellingham. ESPN fjallar um þetta. Hrósar varamarkvörðunum „Þetta er líka öll okkar liðsheild. Annað dæmi eru markverðirnir Dean Henderson, Aaron Ramsdale og Tom Heaton. Þeir hafa verið með okkur og komið öflugir inn að hjálpa okkur við að æfa þessar vítaspyrnur,“ sagði Bellingham. „Þeir fá ekki hrósið en þeir eiga hrós skilið. Án þessari æfinga þá værum við ekki í þeirri stöðu að klára vítin okkar svona vel. Það komu svo margir að þessum sigri. Þetta var risastór liðssigur,“ sagði Bellingham. England mætir Hollandi í undanúrslitaleik Evrópumótsins á miðvikudagskvöldið. Jude Bellingham credited him for England’s penalty shootout victory over Switzerland.Here’s why 🗞️ https://t.co/W3WepT6XvQ#EURO2024 #OptusSport pic.twitter.com/0oDfGa5Mus— Optus Sport (@OptusSport) July 8, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira