Þessi ömurlega sápuópera haldi áfram þar til Ronaldo segi stopp Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 22:17 Cristiano Ronaldo hryggur eftir tapið gegn Frökkum í kvöld. Getty/Robbie Jay Barratt Fótboltaspekingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson sparaði ekki stóru orðin í garð Cristiano Ronaldo í kvöld, í umræðum á RÚV um leik Portúgals og Frakklands á EM. Ronaldo skoraði ekki frekar en aðrir í venjulegum leiktíma og framlengingu, og hefur nú lokið keppni á EM eftir tap Portúgals í vítaspyrnukeppni þar sem hann skoraði úr fyrstu spyrnu Portúgala. Ronaldo er orðinn 39 ára en spilaði allan leikinn í kvöld rétt eins og í framlengdum leik í 16-liða úrslitum og á nær öllu mótinu til þessa. Í Stofunni eftir leik í kvöld spurði Kristjana Arnarsdóttir hve lengi Ronaldo myndi spila með portúgalska landsliðinu og Óskar svaraði: „Bara þangað til að hann segir við Martínez: „Heyrðu ég ætla að hætta.“ Það verður bara þegar hann fær nóg. Þessi ömurlegi framhaldsþáttur eða sápuópera, eða hvað sem við viljum kalla þetta drasl, mun halda áfram þar til að Ronaldo ákveður að stöðva framleiðsluna á þessu bulli,“ sagði Óskar, greinilega ekki hrifinn af því að Roberto Martínez, þjálfari Portúgals, skyldi leggja traust sitt á Ronaldo fram yfir aðra framherja Portúgals. Spilað tveimur mótum of lengi Arnar Gunnlaugsson sagði Ronaldo hafa verið ósýnilegan í leiknum í kvöld, og það væri nánast sorglegt að fylgjast með honum: „Hann spilaði ábyggilega tveimur mótum of mikið. Við fengum að upplifa Maradona, Messi og Ronaldo, en maður vill ekki upplifa Muhammad Ali í boxi orðinn sextugur. Þá ertu að „downgradea“ íþróttina svo mikið. Hann er því miður búinn að vera tveimur mótum of lengi,“ sagði Arnar. Cristiano Ronaldo fékk það óþvegið frá Stofunni. Óskar Hrafn🗣️ pic.twitter.com/VuQX9G2XDT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Óskar lét gamminn einnig geysa í hálfleik í kvöld, þegar talið barst að Ronaldo: „Fyrir mér núna, í þessum leik og síðustu leikjum kannski líka, lítur þetta út eins og forseti einhvers bananalýðveldis hafi hringt í þjálfarana og sagt: „Heyrðu, sonur minn, sem reyndar getur ekkert í fótbolta, hann verður að byrja inn á sem framherji.“ Þeir eru tíu Portúgalarnir, og hann væflast um völlinn og lyftir höndum. Þetta er gjörsamlega „pathetic“,“ sagði Óskar. „Manstu þegar hann fékk höfuðhöggið áðan? Martínez hefur legið á bæn og hugsað: „Værirðu til í að meiðast?“,“ sagði Arnar og Óskar tók undir það: „Hann [Ronaldo] er myllusteinn um hálsinn á honum [Martínez]. Það er í raun ótrúlegt að Portúgalarnir séu manni færri og búnir að draga sig inn í 8-liða úrslitin en þetta grín getur ekki gengið lengur af því að þetta grín er að snúast upp í algjöran harmleik. Það er bara þannig.“ EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5. júlí 2024 21:44 Hetja Spánar hermdi eftir pabba á sama stað Mikel Merino, hetja Spánar í sigrinum gegn Þýskalandi á EM í kvöld, hermdi eftir fagnaðarlátum föður síns sem skoraði á sama velli fyrir 33 árum síðan. 5. júlí 2024 20:50 Shaw gæti mætt Sviss en Trippier frábær í að tala Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw, leikmaður Manchester United, væri klár í slaginn gegn Sviss á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. 5. júlí 2024 20:01 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira
Ronaldo skoraði ekki frekar en aðrir í venjulegum leiktíma og framlengingu, og hefur nú lokið keppni á EM eftir tap Portúgals í vítaspyrnukeppni þar sem hann skoraði úr fyrstu spyrnu Portúgala. Ronaldo er orðinn 39 ára en spilaði allan leikinn í kvöld rétt eins og í framlengdum leik í 16-liða úrslitum og á nær öllu mótinu til þessa. Í Stofunni eftir leik í kvöld spurði Kristjana Arnarsdóttir hve lengi Ronaldo myndi spila með portúgalska landsliðinu og Óskar svaraði: „Bara þangað til að hann segir við Martínez: „Heyrðu ég ætla að hætta.“ Það verður bara þegar hann fær nóg. Þessi ömurlegi framhaldsþáttur eða sápuópera, eða hvað sem við viljum kalla þetta drasl, mun halda áfram þar til að Ronaldo ákveður að stöðva framleiðsluna á þessu bulli,“ sagði Óskar, greinilega ekki hrifinn af því að Roberto Martínez, þjálfari Portúgals, skyldi leggja traust sitt á Ronaldo fram yfir aðra framherja Portúgals. Spilað tveimur mótum of lengi Arnar Gunnlaugsson sagði Ronaldo hafa verið ósýnilegan í leiknum í kvöld, og það væri nánast sorglegt að fylgjast með honum: „Hann spilaði ábyggilega tveimur mótum of mikið. Við fengum að upplifa Maradona, Messi og Ronaldo, en maður vill ekki upplifa Muhammad Ali í boxi orðinn sextugur. Þá ertu að „downgradea“ íþróttina svo mikið. Hann er því miður búinn að vera tveimur mótum of lengi,“ sagði Arnar. Cristiano Ronaldo fékk það óþvegið frá Stofunni. Óskar Hrafn🗣️ pic.twitter.com/VuQX9G2XDT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Óskar lét gamminn einnig geysa í hálfleik í kvöld, þegar talið barst að Ronaldo: „Fyrir mér núna, í þessum leik og síðustu leikjum kannski líka, lítur þetta út eins og forseti einhvers bananalýðveldis hafi hringt í þjálfarana og sagt: „Heyrðu, sonur minn, sem reyndar getur ekkert í fótbolta, hann verður að byrja inn á sem framherji.“ Þeir eru tíu Portúgalarnir, og hann væflast um völlinn og lyftir höndum. Þetta er gjörsamlega „pathetic“,“ sagði Óskar. „Manstu þegar hann fékk höfuðhöggið áðan? Martínez hefur legið á bæn og hugsað: „Værirðu til í að meiðast?“,“ sagði Arnar og Óskar tók undir það: „Hann [Ronaldo] er myllusteinn um hálsinn á honum [Martínez]. Það er í raun ótrúlegt að Portúgalarnir séu manni færri og búnir að draga sig inn í 8-liða úrslitin en þetta grín getur ekki gengið lengur af því að þetta grín er að snúast upp í algjöran harmleik. Það er bara þannig.“
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5. júlí 2024 21:44 Hetja Spánar hermdi eftir pabba á sama stað Mikel Merino, hetja Spánar í sigrinum gegn Þýskalandi á EM í kvöld, hermdi eftir fagnaðarlátum föður síns sem skoraði á sama velli fyrir 33 árum síðan. 5. júlí 2024 20:50 Shaw gæti mætt Sviss en Trippier frábær í að tala Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw, leikmaður Manchester United, væri klár í slaginn gegn Sviss á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. 5. júlí 2024 20:01 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira
Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5. júlí 2024 21:44
Hetja Spánar hermdi eftir pabba á sama stað Mikel Merino, hetja Spánar í sigrinum gegn Þýskalandi á EM í kvöld, hermdi eftir fagnaðarlátum föður síns sem skoraði á sama velli fyrir 33 árum síðan. 5. júlí 2024 20:50
Shaw gæti mætt Sviss en Trippier frábær í að tala Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw, leikmaður Manchester United, væri klár í slaginn gegn Sviss á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. 5. júlí 2024 20:01