Innlent

Elds­neyti komið aftur í Staðar­skála

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Staðarskáli er vinsæll áningarstaður þeirra sem leggja land undir fót. Oft nýtir fólk tækifærið til að rétta aðeins úr sér, kaupa hressingu, og taka eldsneyti.
Staðarskáli er vinsæll áningarstaður þeirra sem leggja land undir fót. Oft nýtir fólk tækifærið til að rétta aðeins úr sér, kaupa hressingu, og taka eldsneyti. VÍSIR/VILHELM

Fyllt hefur verið á eldsneytisdælurnar í Staðarskála í Hrútafirði að nýju en eldsneytislaust varð á fjórða tímanum í dag. 

Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Festi, móðurfélags N1, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. „Það eru allir sáttir og allir kátir. En auðvitað er þetta alveg sögulegt. Þetta hefur örugglega ekki gerst áður,“ segir Ásta.

Fyrr í dag sagði hún Olíudreifingu ekki hafa gert ráð fyrir þeirri miklu eldsneytiseftirspurn sem skapaðist hjá viðskiptavinum Staðarskála í dag. 

Gera má ráð fyrir að fjöldi fólks hafi verið á ferð síðdegis í dag. Stór hluti þess fólks hafi líklega verið á leið til Akureyrar af höfuðborgarsvæðinu, en um helgina stendur N1 fyrir einu fjölsóttasta fótboltamóti sumarsins, N1-mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×