„Þú gleymir fólki sem þú hefur elskað allt þitt líf“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 6. júlí 2024 08:00 Andrés líkir baráttunni við alzheimer sjúkdóminn sem „löngum dauðdaga.“ Samsett „Alzheimer er sjúkdómur sem tekur ekki bara yfir líf þess sem greinist með hann heldur allrar fjölskyldunnar. Hægt og rólega mun sjúkdómurinn láta aðilann gleyma öllu, fyrst smáum hlutum og svo minningum. Loks mun hann gleyma þér og öllum sem hann hefur elskað,“ segir Andrés Garðar Andrésson. Á undanförnum árum hefur hann ásamt fjölskyldu sinni horft upp á móður sína festast hægt og bítandi í klóm Alzheimer sjúkdómsins. Örverpið í systkinahópnum Andrés ólst upp á Bíldudal á Vestfjörðum sem hann lýsir sem paradís á jörðu. „Ég er ótrúlega heppinn að fá að hafa fengið að alast þar upp, við hafið, fjöllin og allt frelsið. Foreldrar mínir eru Andrés Þorgeir Garðarsson og Hugrún Halldórsdóttir. Ég er algjört örverpi, mamma fæddi mig 43 ára gömul og eflaust var það ekki planið, en fyrir hafði hún fætt fjóra bræður mína, Halldór, Róbert, Reynir og Ágúst Schmidt og þrjár systur, þær Önnu Maríu Schmidt og Jónu Andrésdóttir. Hún missti fyrsta barnið sitt stuttu eftir fæðingu, en hún fékk nafnið Anna Schmidt. Í dag er ég búsettur í dásamlega Hafnarfirði, ásamt unnustunni minni, Svönu Lovísu og tveimur börnum okkar, þeim Bjarti Elíasi og Birtu Katrínu. Ég er menntaður smiður og hef unnið við það allt frá 2012 þegar ég útskrifaðist sem húsgagnasmiður.“ Aðstæður verða ógerlegar „Það eru nokkur ár síðan við systkinin og pabbi fórum að gruna að mamma væri komin með heilabilun,“ segir Andrés. „Hún var alltaf að spyrja sömu spurninganna og var til dæmis alltaf að hringja í pabba í vinnuna og spyrja hvar hann væri. Pabbi, með alla sína þolinmæði, gafst hins vegar ekkert upp og hann sinnti henni alveg eins og hann gat, alveg þangað til þetta var orðið óbærilegt fyrir hann.“ Eftir að móðir Andrésar var greind með Alzheimer fór ástandið að sögn Andrésar hríðversnandi. „Fólk með sjúkdóminn hættir að vilja umgangast annað fólk og jafnvel ættingja. Félagsfælnin er rosaleg; fólk hættir að sinna sjálfu sér, þrífa sig og sinna öllum þessu helstu daglegu venjum. Aðstæður eins og að vera einn verða ógerlegar og litlir hlutir eins og bara það hella upp á kaffi hætta alveg.“ Mæðgin á góðri stundu.Aðsend Móðir Andrésar er nú komin inn á dvalarheimili þar sem hún nýtur sín að hans sögn ágætlega. „Það var einfaldlega það er eina sem hægt var að gera. Eins og mín elskulega tengdamóðir sagði oft við mig: „Andrés minn, sama hvað þið gerið eða gerið ekki, verður það ótrúlega erfitt.“ Þessi orð koma ótrúlega oft upp í hausinn á mér, og eru svo sönn. Hún tengdamamma talar líka af reynslu því fyrir örfáum árum missti hún móður sína, sem var mér einnig sem amma, úr Alzheimer. Tengdamamma mín er algjör hetja, og í dag sinnir hún tvíburasystur móður sinnar sem einnig er með alzheimer og er alveg horfin inn í heim sjúkdómsins.“ Sár upplifun Andrés segir fólk sem ekki þekkir til sjúkdómsins mögulega halda að Alzheimer sé bara „fólk sem gleymir hlutum.“ Staðreyndin er hins vegar önnur. „Í augum aðstandenda er þetta svo miku meira en það. Þetta er langur dauðdagi; þetta byrjar sem saklaus elliglöp þar sem fólk man ekki litlu hlutina, en svo fer þetta hægt og rólega að aukast. Fólk man ekki hvaða dagur er, hvaða mánuður er og heldur jafnvel að jólin séu að koma í júní. Viðkomandi gleymir hvað hann er gamall og hvenær hann fæddist. Svo kemur að því að viðkomandi gleymir nöfnum, ruglar saman nöfnum og jafnvel gleymi þér.“ Hann hefur sjálfur þurft að upplifa slíkt í tengslum við veikindi móður sinnar og gerir sér grein fyrir að það á eftir að ágerast á næstu árum. „Og það er svo sárt. Þú gleymir fólki sem þú hefur elskað allt þitt líf. Hvernig er það sanngjarnt að aðilinn sem fæddi þig muni ekki eftir þér eða gleymi þér? Fyrst um sinn gleymir hann þér kanski bara í eitt augnablik en síðan ertu jafnvel orðinn starfsmaður dvalarheimilisins fyrir þeim, en ekki ástvinur. Ég hef ekki lent í því ennþá en ég veit að það mun gerast,” segir hann. Lífið er núna Þann 24. ágúst næstkomandi hyggst Andrés hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum til styrkar Alzheimersamtökunum og því mikilvæga starfi sem þar er sinnt. „Alzheimer samtökin eru lífsnauðsynleg fyrir aðstandendur, en þau starfa og ganga einungis vegna styrkja, frá okkur, fyrirtækjum og einstaklingum. Ég vil þess vegna skora á alla að gerast styrktar aðilar fyrir samtökin, hvort sem það er með því að heita á mig eða aðra sem eru að hlaupa fyrir samtökin, eða bara í gegnum heimasíðu félagsins. Smápeningar fyrir flesta er lífsbjörg fyrir aðra. Að lokum vil ég bara segja: „Lífið er núna. Lifum því á meðan það er.“ Hér má heita á Andrés og styðja við starfsemi Alzheimersamtakanna. Reykjavíkurmaraþon Heilsa Fjölskyldumál Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Sjá meira
Á undanförnum árum hefur hann ásamt fjölskyldu sinni horft upp á móður sína festast hægt og bítandi í klóm Alzheimer sjúkdómsins. Örverpið í systkinahópnum Andrés ólst upp á Bíldudal á Vestfjörðum sem hann lýsir sem paradís á jörðu. „Ég er ótrúlega heppinn að fá að hafa fengið að alast þar upp, við hafið, fjöllin og allt frelsið. Foreldrar mínir eru Andrés Þorgeir Garðarsson og Hugrún Halldórsdóttir. Ég er algjört örverpi, mamma fæddi mig 43 ára gömul og eflaust var það ekki planið, en fyrir hafði hún fætt fjóra bræður mína, Halldór, Róbert, Reynir og Ágúst Schmidt og þrjár systur, þær Önnu Maríu Schmidt og Jónu Andrésdóttir. Hún missti fyrsta barnið sitt stuttu eftir fæðingu, en hún fékk nafnið Anna Schmidt. Í dag er ég búsettur í dásamlega Hafnarfirði, ásamt unnustunni minni, Svönu Lovísu og tveimur börnum okkar, þeim Bjarti Elíasi og Birtu Katrínu. Ég er menntaður smiður og hef unnið við það allt frá 2012 þegar ég útskrifaðist sem húsgagnasmiður.“ Aðstæður verða ógerlegar „Það eru nokkur ár síðan við systkinin og pabbi fórum að gruna að mamma væri komin með heilabilun,“ segir Andrés. „Hún var alltaf að spyrja sömu spurninganna og var til dæmis alltaf að hringja í pabba í vinnuna og spyrja hvar hann væri. Pabbi, með alla sína þolinmæði, gafst hins vegar ekkert upp og hann sinnti henni alveg eins og hann gat, alveg þangað til þetta var orðið óbærilegt fyrir hann.“ Eftir að móðir Andrésar var greind með Alzheimer fór ástandið að sögn Andrésar hríðversnandi. „Fólk með sjúkdóminn hættir að vilja umgangast annað fólk og jafnvel ættingja. Félagsfælnin er rosaleg; fólk hættir að sinna sjálfu sér, þrífa sig og sinna öllum þessu helstu daglegu venjum. Aðstæður eins og að vera einn verða ógerlegar og litlir hlutir eins og bara það hella upp á kaffi hætta alveg.“ Mæðgin á góðri stundu.Aðsend Móðir Andrésar er nú komin inn á dvalarheimili þar sem hún nýtur sín að hans sögn ágætlega. „Það var einfaldlega það er eina sem hægt var að gera. Eins og mín elskulega tengdamóðir sagði oft við mig: „Andrés minn, sama hvað þið gerið eða gerið ekki, verður það ótrúlega erfitt.“ Þessi orð koma ótrúlega oft upp í hausinn á mér, og eru svo sönn. Hún tengdamamma talar líka af reynslu því fyrir örfáum árum missti hún móður sína, sem var mér einnig sem amma, úr Alzheimer. Tengdamamma mín er algjör hetja, og í dag sinnir hún tvíburasystur móður sinnar sem einnig er með alzheimer og er alveg horfin inn í heim sjúkdómsins.“ Sár upplifun Andrés segir fólk sem ekki þekkir til sjúkdómsins mögulega halda að Alzheimer sé bara „fólk sem gleymir hlutum.“ Staðreyndin er hins vegar önnur. „Í augum aðstandenda er þetta svo miku meira en það. Þetta er langur dauðdagi; þetta byrjar sem saklaus elliglöp þar sem fólk man ekki litlu hlutina, en svo fer þetta hægt og rólega að aukast. Fólk man ekki hvaða dagur er, hvaða mánuður er og heldur jafnvel að jólin séu að koma í júní. Viðkomandi gleymir hvað hann er gamall og hvenær hann fæddist. Svo kemur að því að viðkomandi gleymir nöfnum, ruglar saman nöfnum og jafnvel gleymi þér.“ Hann hefur sjálfur þurft að upplifa slíkt í tengslum við veikindi móður sinnar og gerir sér grein fyrir að það á eftir að ágerast á næstu árum. „Og það er svo sárt. Þú gleymir fólki sem þú hefur elskað allt þitt líf. Hvernig er það sanngjarnt að aðilinn sem fæddi þig muni ekki eftir þér eða gleymi þér? Fyrst um sinn gleymir hann þér kanski bara í eitt augnablik en síðan ertu jafnvel orðinn starfsmaður dvalarheimilisins fyrir þeim, en ekki ástvinur. Ég hef ekki lent í því ennþá en ég veit að það mun gerast,” segir hann. Lífið er núna Þann 24. ágúst næstkomandi hyggst Andrés hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum til styrkar Alzheimersamtökunum og því mikilvæga starfi sem þar er sinnt. „Alzheimer samtökin eru lífsnauðsynleg fyrir aðstandendur, en þau starfa og ganga einungis vegna styrkja, frá okkur, fyrirtækjum og einstaklingum. Ég vil þess vegna skora á alla að gerast styrktar aðilar fyrir samtökin, hvort sem það er með því að heita á mig eða aðra sem eru að hlaupa fyrir samtökin, eða bara í gegnum heimasíðu félagsins. Smápeningar fyrir flesta er lífsbjörg fyrir aðra. Að lokum vil ég bara segja: „Lífið er núna. Lifum því á meðan það er.“ Hér má heita á Andrés og styðja við starfsemi Alzheimersamtakanna.
Reykjavíkurmaraþon Heilsa Fjölskyldumál Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Sjá meira