Í tilkynningu frá Náttúruvárvakt Veðurstofunnar segir að skjálftar af þessari stærð séu algengir á þessum slóðum.
Þetta er annar skjálftinn sem vekur athygli í dag, en hinn varð klukkan 7:17 í morgun, rétt vestan við Lambafell í Þrengslum í Svínahrauni. Sá var af stærðinni 3,1.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni sagði um þann skjálfta að hans hafi orðið vart á höfuðborgarsvæðinu en ætla megi að hann hafi einnig fundist í Hveragerði.