ÍTF í herferð gegn tölfræðiþjófum: „Þetta er langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga í heild sinni“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. júlí 2024 10:00 Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, lítur það alvarlegum augum að brotið sé gegn stærsta samstarfssamningi íslenskra félaga. vísir Ólögleg tölfræðisöfnun á sér stað á leikjum í Bestu deildinni. Hagsmunasamtökin Íslenskur toppfótbolti hafa hrundið af stað herferð gegn þjófunum sem laumast um og brjóta gegn vörðum réttindum íslenskra knattspyrnufélaga. Hér á landi er fyrirtækið Genius Sports með einkaleyfi á tölfræðisöfnun, sem fyrirtækið selur svo áfram til veðmálasíðna og úr þeirri upplýsingagjöf verða til veðmálastuðlar. Genius Sports sendir fulltrúa á alla leiki í Bestu deildum karla og kvenna en borið hefur á því að aðrir, ómerktir og ólöglegir aðilar frá öðrum fyrirtækjum mæti á leiki og sinni þessari gagnasöfnun. „Í þessu eins og mörgu öðru þar sem við erum að selja réttindi, seljum við einum aðila og sá aðili er sá eini sem hefur heimild til að safna þessum gögnum. Það eru aðilar sem sækja hér leiki og hreinlega stela þessum upplýsingum, við getum ekki unað því og erum því í samstarfi við félögin að vísa þessum aðilum á brott vegna þess að þeir hafa ekki heimild til að stunda þessa iðju,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF. Langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga Ljóst er að um mikla hagsmuni er að ræða fyrir félögin í efstu deild og grafalvarlegt er ef gegn samningnum er brotið. „Ég get ekki farið út í neinar tölur en þetta er langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga í heild sinni. Mjög stór samningur og mun vonandi vaxa að því gefnu að við höldum þessum einkarétti virtum.“ ÍTF hefur því hrundið af stað herferð gegn ólöglegri tölfræðisöfnun á leikjum í Bestu deildinni. „Framkvæmdin er nokkuð einföld, Genius Sports sendir aðila á leikina, sem vinnur þá með heimaliðinu og vaktar leikina. Fylgjast með því hvort aðilar séu að safna gögnum, það er nokkuð sýnilegt og ef þeir finna aðilann þá er þeim vísað út. Við erum að vinna í samstarfi við öryggisfyrirtæki að vinna með okkur í þessu, ásamt því að skoða lagalegu hliðina líka.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Hér á landi er fyrirtækið Genius Sports með einkaleyfi á tölfræðisöfnun, sem fyrirtækið selur svo áfram til veðmálasíðna og úr þeirri upplýsingagjöf verða til veðmálastuðlar. Genius Sports sendir fulltrúa á alla leiki í Bestu deildum karla og kvenna en borið hefur á því að aðrir, ómerktir og ólöglegir aðilar frá öðrum fyrirtækjum mæti á leiki og sinni þessari gagnasöfnun. „Í þessu eins og mörgu öðru þar sem við erum að selja réttindi, seljum við einum aðila og sá aðili er sá eini sem hefur heimild til að safna þessum gögnum. Það eru aðilar sem sækja hér leiki og hreinlega stela þessum upplýsingum, við getum ekki unað því og erum því í samstarfi við félögin að vísa þessum aðilum á brott vegna þess að þeir hafa ekki heimild til að stunda þessa iðju,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF. Langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga Ljóst er að um mikla hagsmuni er að ræða fyrir félögin í efstu deild og grafalvarlegt er ef gegn samningnum er brotið. „Ég get ekki farið út í neinar tölur en þetta er langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga í heild sinni. Mjög stór samningur og mun vonandi vaxa að því gefnu að við höldum þessum einkarétti virtum.“ ÍTF hefur því hrundið af stað herferð gegn ólöglegri tölfræðisöfnun á leikjum í Bestu deildinni. „Framkvæmdin er nokkuð einföld, Genius Sports sendir aðila á leikina, sem vinnur þá með heimaliðinu og vaktar leikina. Fylgjast með því hvort aðilar séu að safna gögnum, það er nokkuð sýnilegt og ef þeir finna aðilann þá er þeim vísað út. Við erum að vinna í samstarfi við öryggisfyrirtæki að vinna með okkur í þessu, ásamt því að skoða lagalegu hliðina líka.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira