Segir að markið hans Bellingham gæti breytt öllu fyrir enska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2024 07:31 Jude Bellingham skorar hér markið sitt á móti Slóvakíu og bjargar Englendingum á síðustu stundu. Getty/Shaun Botterill John Stones trúir því að mark liðsfélaga hans Jude Bellingham í sextán liða úrslitunum gæti verið vendipunktur fyrir enska landsliðið á þessu Evrópumóti. Englendingar voru á leiðinni út úr keppninni enda komið langt inn í uppbótatíma þegar Bellingham jafnaði með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Bellingham tryggði liðinu framlengingu og Harry Kane skoraði síðan sigurmarkið í upphafi hennar. Næst á dagskránni er leikur við Sviss í átta liða úrslitunum í Düsseldorf á morgun. „Ég tel að markið hans Bellingham sé vendipunktur fyrir okkur tilfinningalega af því að okkur tókst að nái þessu marki inn með alla þessu pressu á okkur á lokamínútum leiksins,“ sagði Manchester City maðurinn John Stones. Stones: Bellingham goal can transform England https://t.co/40iHKQv3Sv— Sports Schedule (@schedulesportz) July 4, 2024 „Ég trúi því að þetta muni breyta fullt af hlutum fyrir liðið með því að fara í gegnum þennan tilfinningapakka. Það er til frábær mynd af okkur fagna þessu marki þar sem allur bekkurinn er kominn með okkur, bæði leikmenn og starfsmenn. Það sýnir samheldnina í okkar liði,“ sagði Stones. „Þegar þú hefur náð að gera svona hluti þá trúir þú enn meira á það að geta klárað dæmið þegar hlutirnir verða erfiðir. Ég hef sagt það eftir síðustu leiki að við verðum að halda áfram að bæta okkar leik og reyna að spila fótboltann sem við erum vanir,“ sagði Stones. „Ég vil samt ekki gera lítið úr síðasta leik. Ég hélt að við værum á leiðinni heim eftir klukkutíma leik en það fylgir því mikill kraftur að hafa náð að breyta hugarfari okkar allra og viðhalda trúnni og trausti á okkur sjálfa,“ sagði Stones. „Skiljanlega voru stuðningsmennirnir ekki ánægðir með þessa frammistöðu. Við áttum okkur á því en við getum notað það sem eldsneyti til að sjá til þess að þessi sigur telji,“ sagði Stones. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Englendingar voru á leiðinni út úr keppninni enda komið langt inn í uppbótatíma þegar Bellingham jafnaði með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Bellingham tryggði liðinu framlengingu og Harry Kane skoraði síðan sigurmarkið í upphafi hennar. Næst á dagskránni er leikur við Sviss í átta liða úrslitunum í Düsseldorf á morgun. „Ég tel að markið hans Bellingham sé vendipunktur fyrir okkur tilfinningalega af því að okkur tókst að nái þessu marki inn með alla þessu pressu á okkur á lokamínútum leiksins,“ sagði Manchester City maðurinn John Stones. Stones: Bellingham goal can transform England https://t.co/40iHKQv3Sv— Sports Schedule (@schedulesportz) July 4, 2024 „Ég trúi því að þetta muni breyta fullt af hlutum fyrir liðið með því að fara í gegnum þennan tilfinningapakka. Það er til frábær mynd af okkur fagna þessu marki þar sem allur bekkurinn er kominn með okkur, bæði leikmenn og starfsmenn. Það sýnir samheldnina í okkar liði,“ sagði Stones. „Þegar þú hefur náð að gera svona hluti þá trúir þú enn meira á það að geta klárað dæmið þegar hlutirnir verða erfiðir. Ég hef sagt það eftir síðustu leiki að við verðum að halda áfram að bæta okkar leik og reyna að spila fótboltann sem við erum vanir,“ sagði Stones. „Ég vil samt ekki gera lítið úr síðasta leik. Ég hélt að við værum á leiðinni heim eftir klukkutíma leik en það fylgir því mikill kraftur að hafa náð að breyta hugarfari okkar allra og viðhalda trúnni og trausti á okkur sjálfa,“ sagði Stones. „Skiljanlega voru stuðningsmennirnir ekki ánægðir með þessa frammistöðu. Við áttum okkur á því en við getum notað það sem eldsneyti til að sjá til þess að þessi sigur telji,“ sagði Stones.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira