Kirkjan skaðabótaskyld gagnvart Kristni Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júlí 2024 17:25 Kristinn Jens Sigþórsson var prestur í Saurbæjarprestkalli Þjóðkirkjan er skaðabótaskyld gagnvart Kristni Jens Sigurþórssyni, fyrrverandi presti í Saurbæjarprestakalli á Hvalfjarðarströnd, en prestakallið var lagt niður árið 2019. Í kjölfarið bauð biskup Kristni að taka við nýju embætti sem hann þáði nokkru síðar, en svo tilkynnti Þjóðkrikjan að það boð hefði fallið niður. Því tók Kristinn ekki við nýju embætti og kvaðst hafa orðið fyrir tjóni vegna þess og vildi að skaðabótaskylda Þjóðkirkjunnar yrði viðurkennd. Málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem féllst á það. Kristinn hafði gengt embættinu frá árinu 1996. Hluti af starfskjörum hans var að vera ábúandi og umráðamaður jarðarinnar Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd, en þar var heimili Kristins og fjölskyldu hans. Mygla og sveppamyndun Miklar skemmdir urðu á prestsbústaðnum árin 2013 og 2014 þegar heimæð frá Hitaveitu Hvalfjarðar gaf sig. Það varð til þess að heitt vatn rann undir bússtaðinn og mikill raki settist í gólfplötu og veggi í kjallara. Það leiddi til myglu og sveppamyndunnar sem mælingar verkfræðistofu leiddu í ljós að væru langt umfram hættumörk. Í kjölfarið var farið í umfangsmiklar viðgerðir á húsnæðinu. Árið 2016 vildi Kristinn að gerðar yrðu nýjar mælingar á ástandi bústaðarins, en þá voru merki um versnandi heilsufar heimilisfólksins sem gæti bent til þess að ástand hússins væri heilsuspillandi. Tvær verkfræðistofur voru fengnar til að meta ástandið. Niðurstöður þeirra voru ólíkar. Mælingar annarrar stofunnar gáfu til kynna að mun meiri raka og myglu en niðurstöður hinnar stofunnar. Í kjölfarið var Kristni og fjölskyldu hans útvegað húsnæði á Akranesi, en þangað fluttu þau þegar viðgerðir á Prestsbústaðnum hófust í janúar 2018. Síðan voru frekari framkvæmdir lagðar til, en deilt var um hvort breytingarnar sem búið var að gera væru fullnægjandi. Boðið embætti en síðan neitað um það Árið 2019 var prestakallið lagt niður. Héraðsdómur féllst á það að sú ákvörðun hafi verið tekin án þess að það hafi verið kannað til hlítar hvaða kostnaður hefði fylgt frekari framkvæmdum. Hins vegar segir dómurinn ljóst að sama hverjar þær framkvæmdir hefðu orðið hefðu þær verið kostnaðarsamar. Dómurinn féllst á að ákvörðun Þjóðkirkjunnar um að leggja prestkallið niður stæði óhögguð. Líkt og áður segir var Kristni boðið annað embætti sem hann þáði nokkru síðar. Þjóðkirkjan vildi meina að þegar hann samþykkti það hafi langt verið um liðið frá því að honum var boðið embættið, og því hafi hún mátt hafna honum um það. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Þjóðkirkjan hafi ekki gætt meðalhófs við ákvarðanatökuna. Því viðurkenndi dómurinn skaðabótaksyldu kirkjunnar gagnvart Kristni. Dómsmál Hvalfjarðarsveit Þjóðkirkjan Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Því tók Kristinn ekki við nýju embætti og kvaðst hafa orðið fyrir tjóni vegna þess og vildi að skaðabótaskylda Þjóðkirkjunnar yrði viðurkennd. Málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem féllst á það. Kristinn hafði gengt embættinu frá árinu 1996. Hluti af starfskjörum hans var að vera ábúandi og umráðamaður jarðarinnar Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd, en þar var heimili Kristins og fjölskyldu hans. Mygla og sveppamyndun Miklar skemmdir urðu á prestsbústaðnum árin 2013 og 2014 þegar heimæð frá Hitaveitu Hvalfjarðar gaf sig. Það varð til þess að heitt vatn rann undir bússtaðinn og mikill raki settist í gólfplötu og veggi í kjallara. Það leiddi til myglu og sveppamyndunnar sem mælingar verkfræðistofu leiddu í ljós að væru langt umfram hættumörk. Í kjölfarið var farið í umfangsmiklar viðgerðir á húsnæðinu. Árið 2016 vildi Kristinn að gerðar yrðu nýjar mælingar á ástandi bústaðarins, en þá voru merki um versnandi heilsufar heimilisfólksins sem gæti bent til þess að ástand hússins væri heilsuspillandi. Tvær verkfræðistofur voru fengnar til að meta ástandið. Niðurstöður þeirra voru ólíkar. Mælingar annarrar stofunnar gáfu til kynna að mun meiri raka og myglu en niðurstöður hinnar stofunnar. Í kjölfarið var Kristni og fjölskyldu hans útvegað húsnæði á Akranesi, en þangað fluttu þau þegar viðgerðir á Prestsbústaðnum hófust í janúar 2018. Síðan voru frekari framkvæmdir lagðar til, en deilt var um hvort breytingarnar sem búið var að gera væru fullnægjandi. Boðið embætti en síðan neitað um það Árið 2019 var prestakallið lagt niður. Héraðsdómur féllst á það að sú ákvörðun hafi verið tekin án þess að það hafi verið kannað til hlítar hvaða kostnaður hefði fylgt frekari framkvæmdum. Hins vegar segir dómurinn ljóst að sama hverjar þær framkvæmdir hefðu orðið hefðu þær verið kostnaðarsamar. Dómurinn féllst á að ákvörðun Þjóðkirkjunnar um að leggja prestkallið niður stæði óhögguð. Líkt og áður segir var Kristni boðið annað embætti sem hann þáði nokkru síðar. Þjóðkirkjan vildi meina að þegar hann samþykkti það hafi langt verið um liðið frá því að honum var boðið embættið, og því hafi hún mátt hafna honum um það. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Þjóðkirkjan hafi ekki gætt meðalhófs við ákvarðanatökuna. Því viðurkenndi dómurinn skaðabótaksyldu kirkjunnar gagnvart Kristni.
Dómsmál Hvalfjarðarsveit Þjóðkirkjan Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira