Fólk geti verið með fleiri en einn kynsjúkdóm Lovísa Arnardóttir skrifar 4. júlí 2024 13:00 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir fjölgun bólfélaga og minni notkun á smokki mögulegar ástæður fyrir því að greiningum á kynsjúkdómum hefur farið fjölgandi. Vísir/Arnar Mikil aukning hefur orðið á greiningum kynsjúkdómanna lekanda og sárasóttar hérlendis og ekkert dregið úr tíðni klamýdíu. Sóttvarnalæknir segir áríðandi að fólk fari í skoðun og noti viðunandi varnir. Afleiðingar ógreindra sjúkdóma geti verið alvarlegar. Algengast er að sjúkdómarnir greinist hjá fólki á aldrinum 20 til 40 ára. Konur eru yfirleitt yngri en karlmenn. 1.948 greindust með klamýdíu, 338 með lekanda og 73 með sárasótt. „Klamýdía hefur lengi verið algengasti sjúkdómurinn, og er það enn. Tölurnar hafa verið nokkuð svipaðar þar. Þetta er algengur kynsjúkdómur á Íslandi. Svipað hlutfall meðal karla og kvenna. Lekandi var mikil aukning þar var sýkingin algeng hjá körlum og það sama gildir um sárasótt. Þar sem við sjáum töluverða aukningu,“ segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Guðrún segir þessa sjúkdóma oft einkennalausa. „Klamýdían er einkennalaus í helmingi tilfella. Það getur valdið fylgikvillum auk þess sem þú getur smitað aðra sem geta þá fengið einkenni en líka fylgikvilla.“ Ef það eru einkenni geta þau verið margskonar, en yfirleitt tengd kynfærum. „Sárasóttin eru sár á kynfærum, endaþarmi eða munni og geta verið eitlastækkanir. Svo geta þessi sjúkdómar farið annað. Eins og lekandi, getur verið í hálsi eða endaþarmi. Þannig einkennin eru ekki alltaf dæmigerð.“ Guðrún segir það áhyggjuefni að konur séu oft einkennalausar. „Við höfum sérstakar áhyggjur af því í þessari aukningu lekanda að ungar konur eru oft einkennalausar á meðan karlar fá frekar einkenni. Þetta getur valdið ófrjósemi hjá ungum konum. Þetta eru auðvitað oft konur á barneignaraldri sem lifa kynlífi þannig þær eru í áhættu fyrir þessu.“ Greitt aðgengi að rannsóknum mikilvægt Guðrún segir ljóst að það þurfi að bregðast við þessu. Göngudeild Landspítalans hafi brugðist við með því að auka aðgengi að sýnatöku ákveðinna sjúkdóma. Ákveðna sjúkdóma er hægt að fá greiningu við án þess að hitta nokkurn mann á spítalanum. „Það eru ekki próf við öllum þessum sjúkdómum þannig. Það getur þurft að taka próf sem þú getur ekki gert sjálfur. Þannig það er mikilvægt, ef þú tekur svona próf sjálfur, að fylgja því eftir með samtali við lækni til að fá leiðbeiningar og rétta meðferð. Það þarf að hafa gott aðgengi að rannsóknum þannig fólk geti fengið rétta greiningu og fengið þá rétta meðferð. Þar er líka innifalið að fólk fær aðstoð við að hafa samband við þá sem þau hafa verið með. Því þeir geta þurft á meðferð að halda.“ Guðrún segir forvarnir einnig mikilvægar í þessu samhengi. „Við þurfum einhvern veginn að koma þeim skilaboðum til fólks um að gera það sem það getur til að verja sig. Þar er til dæmis smokkurinn einn sem er hægt að gera fyrir utan auðvitað varúð í hegðun og hugsa um það kannski hverjum manni er með.“ Hún segir mikilvægt fyrir þau sem greinast með kynsjúkdóm að kanna þá möguleika á öðrum kynsjúkdómum. Þau séu í meiri áhættu en aðrir á smiti. Rannsókn og meðferð þessar kynsjúkdóma er ókeypis fyrir alla á Íslandi. „Alla þessa sjúkdóma er hægt að meðhöndla. Það eru til sýklalyf og það þarf að taka þau eins og lagt er til og klára meðferðina og taka sér þá hlé frá kynlífi á meðan. Það er hægt að fá leiðbeiningar um það. En það er mikilvægt að gera þetta. Það hefur eitthvað verið að bera á ónæmi gegn þessum sýklalyfjum en hjá okkur er það sem betur fer ekki vandamál eins og er.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Kynlíf Tengdar fréttir Segir aukningu á lekanda vera áhyggjuefni Mikil aukning hefur orðið á greindum tilfellum lekanda hér á landi og segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir það vera áhyggjuefni. Á síðasta ári greindust 158 einstaklingar með lekanda samkvæmt ársskýrslu sóttvarna fyrir síðasta ár. 30. ágúst 2023 12:25 Aldrei fleiri greinst með lekanda Metfjöldi greindra tilfella kynsjúkdómsins lekanda greindust hér á landi í fyrra, eða samtals 159. Tilfellum lekanda hefur farið farið fjölgandi síðustu ár en fækkaði þó í heimsfaraldri Covid-19 og voru 96 árið 2020. 19. júní 2023 06:49 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Algengast er að sjúkdómarnir greinist hjá fólki á aldrinum 20 til 40 ára. Konur eru yfirleitt yngri en karlmenn. 1.948 greindust með klamýdíu, 338 með lekanda og 73 með sárasótt. „Klamýdía hefur lengi verið algengasti sjúkdómurinn, og er það enn. Tölurnar hafa verið nokkuð svipaðar þar. Þetta er algengur kynsjúkdómur á Íslandi. Svipað hlutfall meðal karla og kvenna. Lekandi var mikil aukning þar var sýkingin algeng hjá körlum og það sama gildir um sárasótt. Þar sem við sjáum töluverða aukningu,“ segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Guðrún segir þessa sjúkdóma oft einkennalausa. „Klamýdían er einkennalaus í helmingi tilfella. Það getur valdið fylgikvillum auk þess sem þú getur smitað aðra sem geta þá fengið einkenni en líka fylgikvilla.“ Ef það eru einkenni geta þau verið margskonar, en yfirleitt tengd kynfærum. „Sárasóttin eru sár á kynfærum, endaþarmi eða munni og geta verið eitlastækkanir. Svo geta þessi sjúkdómar farið annað. Eins og lekandi, getur verið í hálsi eða endaþarmi. Þannig einkennin eru ekki alltaf dæmigerð.“ Guðrún segir það áhyggjuefni að konur séu oft einkennalausar. „Við höfum sérstakar áhyggjur af því í þessari aukningu lekanda að ungar konur eru oft einkennalausar á meðan karlar fá frekar einkenni. Þetta getur valdið ófrjósemi hjá ungum konum. Þetta eru auðvitað oft konur á barneignaraldri sem lifa kynlífi þannig þær eru í áhættu fyrir þessu.“ Greitt aðgengi að rannsóknum mikilvægt Guðrún segir ljóst að það þurfi að bregðast við þessu. Göngudeild Landspítalans hafi brugðist við með því að auka aðgengi að sýnatöku ákveðinna sjúkdóma. Ákveðna sjúkdóma er hægt að fá greiningu við án þess að hitta nokkurn mann á spítalanum. „Það eru ekki próf við öllum þessum sjúkdómum þannig. Það getur þurft að taka próf sem þú getur ekki gert sjálfur. Þannig það er mikilvægt, ef þú tekur svona próf sjálfur, að fylgja því eftir með samtali við lækni til að fá leiðbeiningar og rétta meðferð. Það þarf að hafa gott aðgengi að rannsóknum þannig fólk geti fengið rétta greiningu og fengið þá rétta meðferð. Þar er líka innifalið að fólk fær aðstoð við að hafa samband við þá sem þau hafa verið með. Því þeir geta þurft á meðferð að halda.“ Guðrún segir forvarnir einnig mikilvægar í þessu samhengi. „Við þurfum einhvern veginn að koma þeim skilaboðum til fólks um að gera það sem það getur til að verja sig. Þar er til dæmis smokkurinn einn sem er hægt að gera fyrir utan auðvitað varúð í hegðun og hugsa um það kannski hverjum manni er með.“ Hún segir mikilvægt fyrir þau sem greinast með kynsjúkdóm að kanna þá möguleika á öðrum kynsjúkdómum. Þau séu í meiri áhættu en aðrir á smiti. Rannsókn og meðferð þessar kynsjúkdóma er ókeypis fyrir alla á Íslandi. „Alla þessa sjúkdóma er hægt að meðhöndla. Það eru til sýklalyf og það þarf að taka þau eins og lagt er til og klára meðferðina og taka sér þá hlé frá kynlífi á meðan. Það er hægt að fá leiðbeiningar um það. En það er mikilvægt að gera þetta. Það hefur eitthvað verið að bera á ónæmi gegn þessum sýklalyfjum en hjá okkur er það sem betur fer ekki vandamál eins og er.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Kynlíf Tengdar fréttir Segir aukningu á lekanda vera áhyggjuefni Mikil aukning hefur orðið á greindum tilfellum lekanda hér á landi og segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir það vera áhyggjuefni. Á síðasta ári greindust 158 einstaklingar með lekanda samkvæmt ársskýrslu sóttvarna fyrir síðasta ár. 30. ágúst 2023 12:25 Aldrei fleiri greinst með lekanda Metfjöldi greindra tilfella kynsjúkdómsins lekanda greindust hér á landi í fyrra, eða samtals 159. Tilfellum lekanda hefur farið farið fjölgandi síðustu ár en fækkaði þó í heimsfaraldri Covid-19 og voru 96 árið 2020. 19. júní 2023 06:49 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Segir aukningu á lekanda vera áhyggjuefni Mikil aukning hefur orðið á greindum tilfellum lekanda hér á landi og segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir það vera áhyggjuefni. Á síðasta ári greindust 158 einstaklingar með lekanda samkvæmt ársskýrslu sóttvarna fyrir síðasta ár. 30. ágúst 2023 12:25
Aldrei fleiri greinst með lekanda Metfjöldi greindra tilfella kynsjúkdómsins lekanda greindust hér á landi í fyrra, eða samtals 159. Tilfellum lekanda hefur farið farið fjölgandi síðustu ár en fækkaði þó í heimsfaraldri Covid-19 og voru 96 árið 2020. 19. júní 2023 06:49