Setti sér markmið og hóf veitingarekstur átján ára Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 13:26 Rakel Mirra er stórhuga um reksturinn. aðsend Rakel Mirra Njálsdóttir hóf veitingarekstur á Akranesi í sumar aðeins átján ára að aldri. Hún vildi bjóða upp á hollan skyndibita og sá engan tilgang í því að bíða eftir því að verða eldri. Veitingastaður hennar heitir Malibó þar sem Rakel býður upp á boozt, ávaxtaskálar og beyglur. „Mér fannst bara vanta heilsubita á Akranes, þannig fólk hefði kost á hollara mataræði. Svo langaði mig bara svo mikið að gera eitthvað fyrir mig sjálfa og ná einhverju markmiði. Ég setti mér þetta markmið að opna matsölustað og fór bara að vinna að því,“ segir Rakel Mirra í samtali við Vísi. Vinnustaðir eru sólgnir í „take-away“ frá Malibó.aðsend Hún tók ákvörðun um að opna staðinn í febrúar 2023 og hefur því unnið að markmiðinu í eitt og hálft ár. Malibó opnaði loks 30. maí síðastliðinn. „Ég hef fengið mjög góðar móttökur en veðrið er aðeins að spila inn í. Það mætti vera betra,“ segir hún um viðtökur bæjarbúa. Rakel Mirra útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í maí og hellti sér því beint í rekstur eftir útskrift. Hún stefnir samt sem áður á frekara nám. „Ég er að velja á milli þess að fara í lögregluna eða bissnessinn. Mig dreymir um það að opna Malíbó sem keðju. Það er klárlega eitthvað sem ég stefni á, að gera þetta að einhverju stóru. Ég byrja rólega en vonandi stækkar þetta bara.“ Kveikjan að hugmyndinni kom eins og áður segir vegna þess að Rakel fannst vanta hollari valkost. Hún fékk strax góðar móttökur frá bænum og bæjarstjóra Akraness. Sáttir viðskiptavinir.aðsend Sagði öllum frá „Þannig ég ákvað bara að keyra þetta í gang sem allra fyrst, sá engan tilgang í því að bíða með þetta,“ segir Rakel og segir reksturinn einfaldari en hún hafi búist við. „Mér finnst mjög skemmtilegt að reka mitt eigið og vinna fyrir sjálfa mig. Að sjá árangur þegar það gengur vel og geta hugsað: „Það var ég sem gerði þetta að verkum og veruleika,“ segir Rakel og er með skýr skilaboð til ungs fólks: „Maður er aldrei of ungur til að gera neitt. Ekki pæla í því, maður getur gert allt sem mann langar ef maður setur sér markmið og fylgir því. Sérstaklega að segja markmiðið upphátt, ég byrjaði á því að segja öllum frá þessu og það setti pressu á mig.“ Matur Akranes Veitingastaðir Heilsa Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Veitingastaður hennar heitir Malibó þar sem Rakel býður upp á boozt, ávaxtaskálar og beyglur. „Mér fannst bara vanta heilsubita á Akranes, þannig fólk hefði kost á hollara mataræði. Svo langaði mig bara svo mikið að gera eitthvað fyrir mig sjálfa og ná einhverju markmiði. Ég setti mér þetta markmið að opna matsölustað og fór bara að vinna að því,“ segir Rakel Mirra í samtali við Vísi. Vinnustaðir eru sólgnir í „take-away“ frá Malibó.aðsend Hún tók ákvörðun um að opna staðinn í febrúar 2023 og hefur því unnið að markmiðinu í eitt og hálft ár. Malibó opnaði loks 30. maí síðastliðinn. „Ég hef fengið mjög góðar móttökur en veðrið er aðeins að spila inn í. Það mætti vera betra,“ segir hún um viðtökur bæjarbúa. Rakel Mirra útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í maí og hellti sér því beint í rekstur eftir útskrift. Hún stefnir samt sem áður á frekara nám. „Ég er að velja á milli þess að fara í lögregluna eða bissnessinn. Mig dreymir um það að opna Malíbó sem keðju. Það er klárlega eitthvað sem ég stefni á, að gera þetta að einhverju stóru. Ég byrja rólega en vonandi stækkar þetta bara.“ Kveikjan að hugmyndinni kom eins og áður segir vegna þess að Rakel fannst vanta hollari valkost. Hún fékk strax góðar móttökur frá bænum og bæjarstjóra Akraness. Sáttir viðskiptavinir.aðsend Sagði öllum frá „Þannig ég ákvað bara að keyra þetta í gang sem allra fyrst, sá engan tilgang í því að bíða með þetta,“ segir Rakel og segir reksturinn einfaldari en hún hafi búist við. „Mér finnst mjög skemmtilegt að reka mitt eigið og vinna fyrir sjálfa mig. Að sjá árangur þegar það gengur vel og geta hugsað: „Það var ég sem gerði þetta að verkum og veruleika,“ segir Rakel og er með skýr skilaboð til ungs fólks: „Maður er aldrei of ungur til að gera neitt. Ekki pæla í því, maður getur gert allt sem mann langar ef maður setur sér markmið og fylgir því. Sérstaklega að segja markmiðið upphátt, ég byrjaði á því að segja öllum frá þessu og það setti pressu á mig.“
Matur Akranes Veitingastaðir Heilsa Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira