Mikil tækifæri felist í að gera Þórsmörk að þjóðgarði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. júlí 2024 12:37 Skipaður hefur verið starfshópur sem mun skoða fýsileika þess að friðlýsa Þórsmörk og nágrenni sem þjóðgarð. Vísir/Vilhelm/Einar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp sem mun skoða fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Ráðherranum líst vel á hugmyndina og segir ánægjulegt að sjá hvernig sveitarfélögin eru að taka við sér. Sveitarstjóri segir friðlýsingu bjóða tækifæri í uppbyggingu. Sveitarstjórn Rangárþing Eystra óskaði eftir því á dögunum við umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið að settur yrði á laggirnar starfshópur sem myndi skoða fýsileika þess að friðlýsa Þórsmörk og nágrenni sem þjóðgarð. Ráðuneytið hefur orðið við beiðni þeirra, og hafa skipað þriggja manna starfshóp undir forystu Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi þingmanns. Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri og Rafn Bergsson sveitarstjórnarmaður Rangárþing Eystra fullskipa nefndina. Sumir fari í baklás þegar talað er um friðlýsingu Anton Kári Halldórsson er sveitarstjóri Rangárþings Eystra, og einn þriggja meðlima starfshópsins. Hann segir að nú verði það vegið og metið hvort þetta sé skref sem ætti að stíga. „Öllum er annt um Þórsmörk og allir vilja að þar sé gott utanumhald. Þetta er okkar helsta náttúruperla og allir vilja sinna henni vel,“ segir Anton. Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþing Eystra, er í starfshópnum. Hann segir að ekki verði farið í þessa vegferð nema hún verði samfélaginu til góða.Vísir/Vilhelm „Auðvitað fara sumir alveg í baklás þegar talað er um friðlýsingu, halda að það eigi að skerða réttindi og nýtingu. En við munum aldrei fara í svona vegferð nema hún sé samfélaginu til góða,“ segir Anton. Með friðlýsingu verði uppbygging svæðisins skilvirkari og öruggari. Ekki verði farið í vegferðina, ef hún kemur til með að skerða „nýtingu, möguleika og þess háttar.“ Hann segir að nefndina skipi heimamenn, og að ákvörðun verði tekin í samráði við stofnanir á borð við Land og skóg, íbúa svæðisis og aðra hagaðila. Stofnun þjóðgarða auki tækifæri í ferðamennsku „Stofnun þjóðgarða snýr ekki bara að verndun þess sem þarf að vernda, heldur einnig nýtingu þess sem á að vernda þegar kemur að t.d. ferðamennsku,“ segir Guðlaugur Þór, umhverfis- orku og loftslagsráðherra. Snæfellsnesþjóðgarður sé gott dæmi um þetta. „Síðan má sjá hvernig Höfn hefur nýtt sér aðstöðuna við Vatnajökulsþjóðgarð,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segir stofnun þjóðgarða m.a. snúa að nýtingu svæðisins sem á að vernda. Aðstaðan við Vatnajökulsþjóðgarð hafi reynst Hornfirðingum vel.Vísir/Vilhelm Hann segir mikinn ávinning vera í svona friðlýsingu þegar það er gert á réttan hátt, á forsendum nærsamfélagsins. Samfélagið þurfi að vera á bak við þetta og styðja verkefnið. „Í nýju frumvarpi sem var samþykkt núna í vor, er skýrt tekið fram að þjóðgarður er með þannig stjórn að ráðherra skipar einn stjórnarmann og sveitarfélagið skipar tvo stjórnarmenn. Sveitarfélagið þarf að styðja við bakið á þessu,“ segir Guðlaugur. Þrír aðrir þjóðgarðar til skoðunar Svipuð mál hafa verið til skoðunar á þremur öðrum stöðum á landinu, þar sem starfshópar hafa verið að störfum við að meta kosti og galla þess að stofna þjóðgarð. Svæðin eru í Dalabyggð á svæðinu við Fellsströnd, Klofning og Skarðsströnd, á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem skoða á stækkun friðlandsins í Vatnsfirði og við Dynjanda, og á Langanesi. Guðlaugur segir að niðurstöður hópsins sem skoðaði Langanesið liggi fyrir, og tillagan sé stofnun þjóðgarðs. Njáll Trausti Friðbertsson leiddi þann hóp. Rangárþing eystra Þjóðgarðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Sveitarstjórn Rangárþing Eystra óskaði eftir því á dögunum við umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið að settur yrði á laggirnar starfshópur sem myndi skoða fýsileika þess að friðlýsa Þórsmörk og nágrenni sem þjóðgarð. Ráðuneytið hefur orðið við beiðni þeirra, og hafa skipað þriggja manna starfshóp undir forystu Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi þingmanns. Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri og Rafn Bergsson sveitarstjórnarmaður Rangárþing Eystra fullskipa nefndina. Sumir fari í baklás þegar talað er um friðlýsingu Anton Kári Halldórsson er sveitarstjóri Rangárþings Eystra, og einn þriggja meðlima starfshópsins. Hann segir að nú verði það vegið og metið hvort þetta sé skref sem ætti að stíga. „Öllum er annt um Þórsmörk og allir vilja að þar sé gott utanumhald. Þetta er okkar helsta náttúruperla og allir vilja sinna henni vel,“ segir Anton. Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþing Eystra, er í starfshópnum. Hann segir að ekki verði farið í þessa vegferð nema hún verði samfélaginu til góða.Vísir/Vilhelm „Auðvitað fara sumir alveg í baklás þegar talað er um friðlýsingu, halda að það eigi að skerða réttindi og nýtingu. En við munum aldrei fara í svona vegferð nema hún sé samfélaginu til góða,“ segir Anton. Með friðlýsingu verði uppbygging svæðisins skilvirkari og öruggari. Ekki verði farið í vegferðina, ef hún kemur til með að skerða „nýtingu, möguleika og þess háttar.“ Hann segir að nefndina skipi heimamenn, og að ákvörðun verði tekin í samráði við stofnanir á borð við Land og skóg, íbúa svæðisis og aðra hagaðila. Stofnun þjóðgarða auki tækifæri í ferðamennsku „Stofnun þjóðgarða snýr ekki bara að verndun þess sem þarf að vernda, heldur einnig nýtingu þess sem á að vernda þegar kemur að t.d. ferðamennsku,“ segir Guðlaugur Þór, umhverfis- orku og loftslagsráðherra. Snæfellsnesþjóðgarður sé gott dæmi um þetta. „Síðan má sjá hvernig Höfn hefur nýtt sér aðstöðuna við Vatnajökulsþjóðgarð,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segir stofnun þjóðgarða m.a. snúa að nýtingu svæðisins sem á að vernda. Aðstaðan við Vatnajökulsþjóðgarð hafi reynst Hornfirðingum vel.Vísir/Vilhelm Hann segir mikinn ávinning vera í svona friðlýsingu þegar það er gert á réttan hátt, á forsendum nærsamfélagsins. Samfélagið þurfi að vera á bak við þetta og styðja verkefnið. „Í nýju frumvarpi sem var samþykkt núna í vor, er skýrt tekið fram að þjóðgarður er með þannig stjórn að ráðherra skipar einn stjórnarmann og sveitarfélagið skipar tvo stjórnarmenn. Sveitarfélagið þarf að styðja við bakið á þessu,“ segir Guðlaugur. Þrír aðrir þjóðgarðar til skoðunar Svipuð mál hafa verið til skoðunar á þremur öðrum stöðum á landinu, þar sem starfshópar hafa verið að störfum við að meta kosti og galla þess að stofna þjóðgarð. Svæðin eru í Dalabyggð á svæðinu við Fellsströnd, Klofning og Skarðsströnd, á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem skoða á stækkun friðlandsins í Vatnsfirði og við Dynjanda, og á Langanesi. Guðlaugur segir að niðurstöður hópsins sem skoðaði Langanesið liggi fyrir, og tillagan sé stofnun þjóðgarðs. Njáll Trausti Friðbertsson leiddi þann hóp.
Rangárþing eystra Þjóðgarðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira