Mikil tækifæri felist í að gera Þórsmörk að þjóðgarði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. júlí 2024 12:37 Skipaður hefur verið starfshópur sem mun skoða fýsileika þess að friðlýsa Þórsmörk og nágrenni sem þjóðgarð. Vísir/Vilhelm/Einar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp sem mun skoða fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Ráðherranum líst vel á hugmyndina og segir ánægjulegt að sjá hvernig sveitarfélögin eru að taka við sér. Sveitarstjóri segir friðlýsingu bjóða tækifæri í uppbyggingu. Sveitarstjórn Rangárþing Eystra óskaði eftir því á dögunum við umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið að settur yrði á laggirnar starfshópur sem myndi skoða fýsileika þess að friðlýsa Þórsmörk og nágrenni sem þjóðgarð. Ráðuneytið hefur orðið við beiðni þeirra, og hafa skipað þriggja manna starfshóp undir forystu Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi þingmanns. Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri og Rafn Bergsson sveitarstjórnarmaður Rangárþing Eystra fullskipa nefndina. Sumir fari í baklás þegar talað er um friðlýsingu Anton Kári Halldórsson er sveitarstjóri Rangárþings Eystra, og einn þriggja meðlima starfshópsins. Hann segir að nú verði það vegið og metið hvort þetta sé skref sem ætti að stíga. „Öllum er annt um Þórsmörk og allir vilja að þar sé gott utanumhald. Þetta er okkar helsta náttúruperla og allir vilja sinna henni vel,“ segir Anton. Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþing Eystra, er í starfshópnum. Hann segir að ekki verði farið í þessa vegferð nema hún verði samfélaginu til góða.Vísir/Vilhelm „Auðvitað fara sumir alveg í baklás þegar talað er um friðlýsingu, halda að það eigi að skerða réttindi og nýtingu. En við munum aldrei fara í svona vegferð nema hún sé samfélaginu til góða,“ segir Anton. Með friðlýsingu verði uppbygging svæðisins skilvirkari og öruggari. Ekki verði farið í vegferðina, ef hún kemur til með að skerða „nýtingu, möguleika og þess háttar.“ Hann segir að nefndina skipi heimamenn, og að ákvörðun verði tekin í samráði við stofnanir á borð við Land og skóg, íbúa svæðisis og aðra hagaðila. Stofnun þjóðgarða auki tækifæri í ferðamennsku „Stofnun þjóðgarða snýr ekki bara að verndun þess sem þarf að vernda, heldur einnig nýtingu þess sem á að vernda þegar kemur að t.d. ferðamennsku,“ segir Guðlaugur Þór, umhverfis- orku og loftslagsráðherra. Snæfellsnesþjóðgarður sé gott dæmi um þetta. „Síðan má sjá hvernig Höfn hefur nýtt sér aðstöðuna við Vatnajökulsþjóðgarð,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segir stofnun þjóðgarða m.a. snúa að nýtingu svæðisins sem á að vernda. Aðstaðan við Vatnajökulsþjóðgarð hafi reynst Hornfirðingum vel.Vísir/Vilhelm Hann segir mikinn ávinning vera í svona friðlýsingu þegar það er gert á réttan hátt, á forsendum nærsamfélagsins. Samfélagið þurfi að vera á bak við þetta og styðja verkefnið. „Í nýju frumvarpi sem var samþykkt núna í vor, er skýrt tekið fram að þjóðgarður er með þannig stjórn að ráðherra skipar einn stjórnarmann og sveitarfélagið skipar tvo stjórnarmenn. Sveitarfélagið þarf að styðja við bakið á þessu,“ segir Guðlaugur. Þrír aðrir þjóðgarðar til skoðunar Svipuð mál hafa verið til skoðunar á þremur öðrum stöðum á landinu, þar sem starfshópar hafa verið að störfum við að meta kosti og galla þess að stofna þjóðgarð. Svæðin eru í Dalabyggð á svæðinu við Fellsströnd, Klofning og Skarðsströnd, á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem skoða á stækkun friðlandsins í Vatnsfirði og við Dynjanda, og á Langanesi. Guðlaugur segir að niðurstöður hópsins sem skoðaði Langanesið liggi fyrir, og tillagan sé stofnun þjóðgarðs. Njáll Trausti Friðbertsson leiddi þann hóp. Rangárþing eystra Þjóðgarðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira
Sveitarstjórn Rangárþing Eystra óskaði eftir því á dögunum við umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið að settur yrði á laggirnar starfshópur sem myndi skoða fýsileika þess að friðlýsa Þórsmörk og nágrenni sem þjóðgarð. Ráðuneytið hefur orðið við beiðni þeirra, og hafa skipað þriggja manna starfshóp undir forystu Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi þingmanns. Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri og Rafn Bergsson sveitarstjórnarmaður Rangárþing Eystra fullskipa nefndina. Sumir fari í baklás þegar talað er um friðlýsingu Anton Kári Halldórsson er sveitarstjóri Rangárþings Eystra, og einn þriggja meðlima starfshópsins. Hann segir að nú verði það vegið og metið hvort þetta sé skref sem ætti að stíga. „Öllum er annt um Þórsmörk og allir vilja að þar sé gott utanumhald. Þetta er okkar helsta náttúruperla og allir vilja sinna henni vel,“ segir Anton. Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþing Eystra, er í starfshópnum. Hann segir að ekki verði farið í þessa vegferð nema hún verði samfélaginu til góða.Vísir/Vilhelm „Auðvitað fara sumir alveg í baklás þegar talað er um friðlýsingu, halda að það eigi að skerða réttindi og nýtingu. En við munum aldrei fara í svona vegferð nema hún sé samfélaginu til góða,“ segir Anton. Með friðlýsingu verði uppbygging svæðisins skilvirkari og öruggari. Ekki verði farið í vegferðina, ef hún kemur til með að skerða „nýtingu, möguleika og þess háttar.“ Hann segir að nefndina skipi heimamenn, og að ákvörðun verði tekin í samráði við stofnanir á borð við Land og skóg, íbúa svæðisis og aðra hagaðila. Stofnun þjóðgarða auki tækifæri í ferðamennsku „Stofnun þjóðgarða snýr ekki bara að verndun þess sem þarf að vernda, heldur einnig nýtingu þess sem á að vernda þegar kemur að t.d. ferðamennsku,“ segir Guðlaugur Þór, umhverfis- orku og loftslagsráðherra. Snæfellsnesþjóðgarður sé gott dæmi um þetta. „Síðan má sjá hvernig Höfn hefur nýtt sér aðstöðuna við Vatnajökulsþjóðgarð,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segir stofnun þjóðgarða m.a. snúa að nýtingu svæðisins sem á að vernda. Aðstaðan við Vatnajökulsþjóðgarð hafi reynst Hornfirðingum vel.Vísir/Vilhelm Hann segir mikinn ávinning vera í svona friðlýsingu þegar það er gert á réttan hátt, á forsendum nærsamfélagsins. Samfélagið þurfi að vera á bak við þetta og styðja verkefnið. „Í nýju frumvarpi sem var samþykkt núna í vor, er skýrt tekið fram að þjóðgarður er með þannig stjórn að ráðherra skipar einn stjórnarmann og sveitarfélagið skipar tvo stjórnarmenn. Sveitarfélagið þarf að styðja við bakið á þessu,“ segir Guðlaugur. Þrír aðrir þjóðgarðar til skoðunar Svipuð mál hafa verið til skoðunar á þremur öðrum stöðum á landinu, þar sem starfshópar hafa verið að störfum við að meta kosti og galla þess að stofna þjóðgarð. Svæðin eru í Dalabyggð á svæðinu við Fellsströnd, Klofning og Skarðsströnd, á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem skoða á stækkun friðlandsins í Vatnsfirði og við Dynjanda, og á Langanesi. Guðlaugur segir að niðurstöður hópsins sem skoðaði Langanesið liggi fyrir, og tillagan sé stofnun þjóðgarðs. Njáll Trausti Friðbertsson leiddi þann hóp.
Rangárþing eystra Þjóðgarðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira