Mögulega komnir úr landi en ekki ástæða til að lýsa eftir þeim Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júlí 2024 11:13 Mennirnir tveir komu sem gestir á gistiheimilið um daginn en snéru síðan aftur um nóttina og fóru ránshendi um veitingahúsið. Aðsend Mennirnir tveir sem brutust inn í veitingasal Brunnhóls á Mýrum í Hornafirði þann 22. júní eru enn ófundnir og mögulega komnir úr landi. Lögreglan á Suðurlandi sér ekki ástæðu til að lýsa eftir mönnunum þrátt fyrir að vera með ljósmynd af þeim úr eftirlitsmyndavél gistiheimilisins. Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Sigurlaug Gissurardóttir, eigandi Brunnhóls, birti myndir af mönnunum og myndskeið úr eftirlitsmyndavél í anddyri veitingasalarins á Facebook. Lögreglan veit af ljósmyndunum en sér ekki ástæðu til þess að lýsa eftir mönnunum sérstaklega. Birti ljósmynd af mönnunum Fyrsta ljósmyndin sem Sigurlaug birti er af mönnunum þegar þeir komu á hótelið á föstudegi og pöntuðu sér vínflösku og bjór sem þeir reyndu að skrifa á herbergi sem þeir dvöldu ekki á. Hún birti síðar myndskeið af þeim þar sem sést til sömu manna brjótast inn um nóttina og fara ránshendi um veitingasalinn. Það sést bersýnilega framan í mennina í eftirlitsmyndavélinni.Aðsend Mennirnir höfðu með sér um milljón í reiðufé og vegabréf sem voru í öryggiskassa. Mögulega komnir úr landi „Við höfum ekki gert það. Hún birti myndirnar og það hefur komið fram að við erum að leita að þessum mönnum. Við sáum ekki ástæðu til að lýsa eftir þeim. Þetta er í rannsókn og við erum að reyna rekja ferðir þeirra,“ segir Jón spurður hvort það hafi komið til greina að lýsa eftir mönnunum. Mennirnir eru af erlendu bergi brotnir en Jón segir það mögulegt að þeir séu komnir úr landi. Fylgi þessu vinna en öll hjálp vel þegin Lögreglunni á Suðurlandi hefur borist ýmsar ábendingar og vísbendingar frá fólki í grennd við gistiheimilið sem telur sig hafa orðið vart við grunsamlegar mannaferðir eða séð til þeirra. Spurður hvort að allar ábendingarnar hjálpi til við rannsókn eða flæki hana segir Jón: „Það er mikil vinna að fara í gegnum þetta. Þetta er mikið af gögnum og mikið af myndum og svoleiðis. Ljósmynd eins góð og hún er þá er erfitt að hafa þetta pottþétt. Það fylgir þessu vinna en það er öll hjálp vel þegin.“ Hann tekur fram að ef einhver veit eitthvað um málið þá megi endilega koma því á framfæri við lögregluna á Suðurlandi. Lögreglumál Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Sigurlaug Gissurardóttir, eigandi Brunnhóls, birti myndir af mönnunum og myndskeið úr eftirlitsmyndavél í anddyri veitingasalarins á Facebook. Lögreglan veit af ljósmyndunum en sér ekki ástæðu til þess að lýsa eftir mönnunum sérstaklega. Birti ljósmynd af mönnunum Fyrsta ljósmyndin sem Sigurlaug birti er af mönnunum þegar þeir komu á hótelið á föstudegi og pöntuðu sér vínflösku og bjór sem þeir reyndu að skrifa á herbergi sem þeir dvöldu ekki á. Hún birti síðar myndskeið af þeim þar sem sést til sömu manna brjótast inn um nóttina og fara ránshendi um veitingasalinn. Það sést bersýnilega framan í mennina í eftirlitsmyndavélinni.Aðsend Mennirnir höfðu með sér um milljón í reiðufé og vegabréf sem voru í öryggiskassa. Mögulega komnir úr landi „Við höfum ekki gert það. Hún birti myndirnar og það hefur komið fram að við erum að leita að þessum mönnum. Við sáum ekki ástæðu til að lýsa eftir þeim. Þetta er í rannsókn og við erum að reyna rekja ferðir þeirra,“ segir Jón spurður hvort það hafi komið til greina að lýsa eftir mönnunum. Mennirnir eru af erlendu bergi brotnir en Jón segir það mögulegt að þeir séu komnir úr landi. Fylgi þessu vinna en öll hjálp vel þegin Lögreglunni á Suðurlandi hefur borist ýmsar ábendingar og vísbendingar frá fólki í grennd við gistiheimilið sem telur sig hafa orðið vart við grunsamlegar mannaferðir eða séð til þeirra. Spurður hvort að allar ábendingarnar hjálpi til við rannsókn eða flæki hana segir Jón: „Það er mikil vinna að fara í gegnum þetta. Þetta er mikið af gögnum og mikið af myndum og svoleiðis. Ljósmynd eins góð og hún er þá er erfitt að hafa þetta pottþétt. Það fylgir þessu vinna en það er öll hjálp vel þegin.“ Hann tekur fram að ef einhver veit eitthvað um málið þá megi endilega koma því á framfæri við lögregluna á Suðurlandi.
Lögreglumál Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira