Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2024 13:21 Samstarf hafnarinnar og ferðaþjónustufyrirtækja gerir þeim kleift að bjóða hátt í sjö þúsund erlendum ferðamönnum í bæinn á dag. Vísir/Vilhelm Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. Hilmar Kristjánsson Lyngmo, hafnarstjóri Ísafjarðarhafnar, segir verslanir og þjónustuaðila þó sleppa vel á morgun. Það hafi stefnt í að níu þúsund manns kæmu sem hefði svoleiðis kaffært bæinn sem um 3400 manns eiga heima í. „Við vorum hræddir við þennan níu þúsund manna dag af því að ferðaþjónarnir voru búnir að segja að þeir réðu ekkert við þetta. En þetta er bókað með þriggja ára fyrirvara og maður er búinn að vera að reyna síðan í desember að vinda ofan af þessu og fá einhverja til að færa sig og það gekk loksins upp,“ segir Hilmar. Annasamasta vika sumarsins fram undan Hann segir vikuna fram undan vera með annasömustu vikum sumarsins. Tæplega fimm þúsund manns hafi komið í höfn á laugardaginn. „Það var hérna á laugardaginn fjögur þúsund og fimm hundruð manns hérna. Maður varð var við fólk á göngu en það var ekkert kraðak eða neitt svoleiðis. Hellingur af þeim var í einhverjum ferðum en þetta eru þungir dagar sem maður veit að eru fyrirliggjandi,“ segir Hilmar en mörg fyrirtæki á svæðinu bjóða upp á dagsferðir á rútu eða báti. Hilmar Kristjánsson Lyngmo hefur verið hafnarstjóri á Ísafirði frá árinu 2022.Ísafjarðarbær Hilmar segir samráð milli hafnar og þjónustuaðila vera umfangsmikið og að það skipti sköpum. Bæjarstjórn í Ísafjarðarbæ hafi einnig nýlega sett á hámarksfjölda á daglegt magn ferðamanna með skemmtiferðaskipum og miðað verður við sjö þúsund manns á dag við bókanir næstu ár. „Það voru haldnir samráðsfundir í vor með höfninni og fyrirtækjum við höfnina og þessum ferðaþjónustuaðilum. Svo tökum við annan fund í haust þar sem við förum yfir sumarið og hvernig hefur gengið og hvað má betur fara. Ég held að það sé gott þannig að fólk tali saman og viti hvað er í gangi,“ segir Hilmar. Ferðaþjónustan ráði alveg við fjöldann Stígur Berg, eigandi og framkvæmdastjóri Sjóferða, er himinlifandi með farþegaflauminn og segir fjöldann ekki valda neinum vandræðum. „Bara ég og mitt fyrirtæki getum flutt hátt í þúsund manns á dag og við erum ekki einu sinni stærsta ferðaþjónustufyrirtækið. Rúturnar geta ábyggilega tekið þúsund manns og svo er fullt af öðrum afþreyingarfyrirtækjum hérna,“ segir hann. Stígur er eigandi Sjóferða og býður ferðamönnum upp á ferðir um Ísafjarðardjúp og Hornstrandir.Sjóferðir „Það er þetta sem veldur því að þjónustustigið hérna í bænum er hátt og við búum að betri skipakosti út af öllum bátunum,“ segir Stígur. Hann segist hafa orðið var við neikvæðnisraddir um magn ferðamanna en að sá hópur finni sér alltaf eitthvað til að rövla yfir. „Það er verið að halda vel utan um þetta og þeir eru búnir að setja reglur um fjöldatakmarkanir og þegar það eru stórir dagar eru þeir með vistgötu í bænum og svona. Ef fólk þolir ekki mikið af fólki fjóra daga á ári þá þarf fólk bara að búa á einhverju eyðibýli,“ segir Stígur. Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Hilmar Kristjánsson Lyngmo, hafnarstjóri Ísafjarðarhafnar, segir verslanir og þjónustuaðila þó sleppa vel á morgun. Það hafi stefnt í að níu þúsund manns kæmu sem hefði svoleiðis kaffært bæinn sem um 3400 manns eiga heima í. „Við vorum hræddir við þennan níu þúsund manna dag af því að ferðaþjónarnir voru búnir að segja að þeir réðu ekkert við þetta. En þetta er bókað með þriggja ára fyrirvara og maður er búinn að vera að reyna síðan í desember að vinda ofan af þessu og fá einhverja til að færa sig og það gekk loksins upp,“ segir Hilmar. Annasamasta vika sumarsins fram undan Hann segir vikuna fram undan vera með annasömustu vikum sumarsins. Tæplega fimm þúsund manns hafi komið í höfn á laugardaginn. „Það var hérna á laugardaginn fjögur þúsund og fimm hundruð manns hérna. Maður varð var við fólk á göngu en það var ekkert kraðak eða neitt svoleiðis. Hellingur af þeim var í einhverjum ferðum en þetta eru þungir dagar sem maður veit að eru fyrirliggjandi,“ segir Hilmar en mörg fyrirtæki á svæðinu bjóða upp á dagsferðir á rútu eða báti. Hilmar Kristjánsson Lyngmo hefur verið hafnarstjóri á Ísafirði frá árinu 2022.Ísafjarðarbær Hilmar segir samráð milli hafnar og þjónustuaðila vera umfangsmikið og að það skipti sköpum. Bæjarstjórn í Ísafjarðarbæ hafi einnig nýlega sett á hámarksfjölda á daglegt magn ferðamanna með skemmtiferðaskipum og miðað verður við sjö þúsund manns á dag við bókanir næstu ár. „Það voru haldnir samráðsfundir í vor með höfninni og fyrirtækjum við höfnina og þessum ferðaþjónustuaðilum. Svo tökum við annan fund í haust þar sem við förum yfir sumarið og hvernig hefur gengið og hvað má betur fara. Ég held að það sé gott þannig að fólk tali saman og viti hvað er í gangi,“ segir Hilmar. Ferðaþjónustan ráði alveg við fjöldann Stígur Berg, eigandi og framkvæmdastjóri Sjóferða, er himinlifandi með farþegaflauminn og segir fjöldann ekki valda neinum vandræðum. „Bara ég og mitt fyrirtæki getum flutt hátt í þúsund manns á dag og við erum ekki einu sinni stærsta ferðaþjónustufyrirtækið. Rúturnar geta ábyggilega tekið þúsund manns og svo er fullt af öðrum afþreyingarfyrirtækjum hérna,“ segir hann. Stígur er eigandi Sjóferða og býður ferðamönnum upp á ferðir um Ísafjarðardjúp og Hornstrandir.Sjóferðir „Það er þetta sem veldur því að þjónustustigið hérna í bænum er hátt og við búum að betri skipakosti út af öllum bátunum,“ segir Stígur. Hann segist hafa orðið var við neikvæðnisraddir um magn ferðamanna en að sá hópur finni sér alltaf eitthvað til að rövla yfir. „Það er verið að halda vel utan um þetta og þeir eru búnir að setja reglur um fjöldatakmarkanir og þegar það eru stórir dagar eru þeir með vistgötu í bænum og svona. Ef fólk þolir ekki mikið af fólki fjóra daga á ári þá þarf fólk bara að búa á einhverju eyðibýli,“ segir Stígur.
Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira