Dvaldi í tjaldi á hringtorgi þar til lögreglan kom Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júlí 2024 07:00 Maðurinn tjaldaði á hringtorgi í Mosfellsbæ. Samsett mynd Ungur maður tók upp á því að tjalda á hringtorgi í Mosfellsbæ á fimmtudaginn eftir að hafa tapað veðmáli. Hann dvaldi á hringtorginu í fimmtán klukkutíma þangað til að lögreglan kom og minnti hann á að hringtorgið væri ekki tjaldsvæði. Óliver Beck Bjarkason, íbúi í Mosfellsbæ á þrítugsaldri, er hluti af tólf manna hópi sem er í svokallaðri „Fantasy-deild fyrir enska boltann“. Deildin gengur út á það að þátttakendur búa til sitt eigið lið með leikmönnum úr ensku deildinni og fá stig eftir hverja umferð miðað við frammistöðu leikmanna. Festi ekki svefn á hringtorginu Hópurinn ákveður alltaf refsingu fyrir þann sem hlýtur fæst stig áður en hvert tímabil hefst og nú varð fyrir valinu að sá sem myndi tapa þyrfti að gista í tjaldi á hringtorgi í sólarhring. Óliver hlaut að þessu sinni fæst stig og neyddist til að taka út refsinguna. „Við erum í fantasy-deild fyrir ensku deildina og þetta var refsingin í ár. Við höfum verið með svona refsingar undanfarin ár. Einu sinni var það að vera á Barion frá opnun til lokunar. Núna vorum við að pæla í að einn þyrfti að vera í sundlaug frá opnun til lokunar eða keyra einn í kringum landið á sólarhring en það var gerð kosning í hópnum og þetta varð fyrir valinu. Það var svolítið súrt,“ segir Óliver í samtali við Vísi. Óliver var mættur á hringtorgið klukkan hálf átta fimmtudagskvöldið og tjaldaði þar einn síns liðs. Hann tók með sér nesti sem hann borðaði en honum gekk mjög erfiðlega að ná svefni vegna umferðar og láta í kringum hringtorgið. Óliver kom sér vel fyrir á hringtorginu í blíðviðrinu.Aðsend Léttir þegar að lögreglan kom „Það voru bílar þarna um nóttina sem voru byrjaðir að flauta á mann svo maður náði ekki að sofa neitt. Ég náði svona tuttugu mínútna blundi inn á milli,“ segir hann og bætir við að vinir hans hafi verið duglegir að kíkja. Hann tók fram að hann hafi ekki hlotið mikla samúð frá þeim heldur hlátur. Lögregluna bar að garði hjá Óliver klukkan tíu um morguninn á föstudag. Óliver segir að það hafi í raun verið léttir þegar að lögreglan kom því þá gat hann drifið sig heim og gat unnið upp þann svefn sem hann hafði misst um nóttina. Óliver segir að lögreglunni hafi fundist uppátækið skondið.Aðsend Styttist í næstu kosningu Það var spenna í veðmálinu hjá þeim félögunum fram á síðasta leikdag í enska boltanum en niðurstaða um hver myndi þurfa að taka út refsinguna kom ekki í ljós fyrr en að Manchester City lyfti enska meistaratitlinum. Óliver segist spenntur fyrir næsta tímabil í enska boltanum og segir að það styttist í næstu kosningu hjá honum og félögunum. Mosfellsbær Enski boltinn Tengdar fréttir Enski boltinn snýr aftur heim Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni frá keppnistímabilinu 2025/26 til 2027/28. 20. júní 2024 17:41 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Óliver Beck Bjarkason, íbúi í Mosfellsbæ á þrítugsaldri, er hluti af tólf manna hópi sem er í svokallaðri „Fantasy-deild fyrir enska boltann“. Deildin gengur út á það að þátttakendur búa til sitt eigið lið með leikmönnum úr ensku deildinni og fá stig eftir hverja umferð miðað við frammistöðu leikmanna. Festi ekki svefn á hringtorginu Hópurinn ákveður alltaf refsingu fyrir þann sem hlýtur fæst stig áður en hvert tímabil hefst og nú varð fyrir valinu að sá sem myndi tapa þyrfti að gista í tjaldi á hringtorgi í sólarhring. Óliver hlaut að þessu sinni fæst stig og neyddist til að taka út refsinguna. „Við erum í fantasy-deild fyrir ensku deildina og þetta var refsingin í ár. Við höfum verið með svona refsingar undanfarin ár. Einu sinni var það að vera á Barion frá opnun til lokunar. Núna vorum við að pæla í að einn þyrfti að vera í sundlaug frá opnun til lokunar eða keyra einn í kringum landið á sólarhring en það var gerð kosning í hópnum og þetta varð fyrir valinu. Það var svolítið súrt,“ segir Óliver í samtali við Vísi. Óliver var mættur á hringtorgið klukkan hálf átta fimmtudagskvöldið og tjaldaði þar einn síns liðs. Hann tók með sér nesti sem hann borðaði en honum gekk mjög erfiðlega að ná svefni vegna umferðar og láta í kringum hringtorgið. Óliver kom sér vel fyrir á hringtorginu í blíðviðrinu.Aðsend Léttir þegar að lögreglan kom „Það voru bílar þarna um nóttina sem voru byrjaðir að flauta á mann svo maður náði ekki að sofa neitt. Ég náði svona tuttugu mínútna blundi inn á milli,“ segir hann og bætir við að vinir hans hafi verið duglegir að kíkja. Hann tók fram að hann hafi ekki hlotið mikla samúð frá þeim heldur hlátur. Lögregluna bar að garði hjá Óliver klukkan tíu um morguninn á föstudag. Óliver segir að það hafi í raun verið léttir þegar að lögreglan kom því þá gat hann drifið sig heim og gat unnið upp þann svefn sem hann hafði misst um nóttina. Óliver segir að lögreglunni hafi fundist uppátækið skondið.Aðsend Styttist í næstu kosningu Það var spenna í veðmálinu hjá þeim félögunum fram á síðasta leikdag í enska boltanum en niðurstaða um hver myndi þurfa að taka út refsinguna kom ekki í ljós fyrr en að Manchester City lyfti enska meistaratitlinum. Óliver segist spenntur fyrir næsta tímabil í enska boltanum og segir að það styttist í næstu kosningu hjá honum og félögunum.
Mosfellsbær Enski boltinn Tengdar fréttir Enski boltinn snýr aftur heim Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni frá keppnistímabilinu 2025/26 til 2027/28. 20. júní 2024 17:41 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Enski boltinn snýr aftur heim Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni frá keppnistímabilinu 2025/26 til 2027/28. 20. júní 2024 17:41