„Vorum að hugsa um að taka Bellingham út af“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júní 2024 20:01 Gareth Southgate þakkar líklega fyrir að hafa ekki tekið Jude Bellingham af velli í venjulegum leiktíma. Jay Barratt - AMA/2024 AMA Sports Photo Agency Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að hann hafi verið að hugsa um að taka Jude Bellingham af velli stuttu áður en hann bjargaði enska liðinu með fallegri hjólhestaspyrnu. England komst áfram í átta liða úrslit með 2-1 sigri gegn Slóvakíu í framlengdum leik í dag. Jude Bellingham skaut Englendingum inn í framlenginguna með marki á fimmtu mínútu uppbótartíma og Harry Kane tryggði enska liðinu sigur snemma í framlengingunni. „Ég er svo stoltur af leikmönnunum og baráttunni sem þeir sýndu. Allir sem spiluðu þennan leik skiluðu sínu hlutverki og hjálpuðu til við að koma okkur yfir línuna. Þeir hjálpuðust allir að í dag og það var það sem gerði gæfumuninn,“ sagði Southgate eftir leikinn áður en hann var spurður út í Jude Bellingham. „Frábær. Við vorum að hugsa hvort við ættum að taka hann út af, en við vitum að hann getur fært okkur þessi augnablik. Við vitum að við þurftum að fara betur með boltann í leiknum og við vorum ekki að finna lausnir í fyrri hálfleik, en gerðum betur í seinni.“ „Við héldum áfram að banka þrátt fyrir að vera undir pressu. Að lokum var það svo gamla góða langa innkastið sem skilaði markinu. Þessi augnablik geta átt sér stað þegar þú ert að pressa svona á lið.“ Þá hrósaði hann einnig hinum markaskorara Englands, Harry Kane. „Hann er ótrúlegur markaskorari og hann leiðir þetta lið svo vel. Hann er búinn að vera frábær fyrirliði og heldur skipinu á floti.“ „Hann hefur verið hérna áður og upplifað svona leiki og það er það sem ungu leikmennirnir læra af honum að svona augnablik geta komið á þessum stórmótum.“ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
England komst áfram í átta liða úrslit með 2-1 sigri gegn Slóvakíu í framlengdum leik í dag. Jude Bellingham skaut Englendingum inn í framlenginguna með marki á fimmtu mínútu uppbótartíma og Harry Kane tryggði enska liðinu sigur snemma í framlengingunni. „Ég er svo stoltur af leikmönnunum og baráttunni sem þeir sýndu. Allir sem spiluðu þennan leik skiluðu sínu hlutverki og hjálpuðu til við að koma okkur yfir línuna. Þeir hjálpuðust allir að í dag og það var það sem gerði gæfumuninn,“ sagði Southgate eftir leikinn áður en hann var spurður út í Jude Bellingham. „Frábær. Við vorum að hugsa hvort við ættum að taka hann út af, en við vitum að hann getur fært okkur þessi augnablik. Við vitum að við þurftum að fara betur með boltann í leiknum og við vorum ekki að finna lausnir í fyrri hálfleik, en gerðum betur í seinni.“ „Við héldum áfram að banka þrátt fyrir að vera undir pressu. Að lokum var það svo gamla góða langa innkastið sem skilaði markinu. Þessi augnablik geta átt sér stað þegar þú ert að pressa svona á lið.“ Þá hrósaði hann einnig hinum markaskorara Englands, Harry Kane. „Hann er ótrúlegur markaskorari og hann leiðir þetta lið svo vel. Hann er búinn að vera frábær fyrirliði og heldur skipinu á floti.“ „Hann hefur verið hérna áður og upplifað svona leiki og það er það sem ungu leikmennirnir læra af honum að svona augnablik geta komið á þessum stórmótum.“
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira