Riðu um miðbæinn til að fagna Landsmóti Jón Ísak Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 29. júní 2024 22:36 Það var glæsileg sjón að fylgjast með 60 hestum ríða um miðbæinn í hádeginu í dag. Vísir Undirbúningur fyrir Landsmót hestamanna sem mun standa yfir dagana 1. til 7. júlí er í fullum gangi. Búist er við þúsundum áhorfenda og keppendur eru á fullu að æfa sig. Í tilefni af mótinu var haldin miðbæjarreið í dag, þar sem 60 knapar riðu hestum sínum um miðbæ Reykjavíkur. Rætt var við mótsstjóra og knapa í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Miðbæjarreiðin hófst klukkan 12 í dag, en farið var frá BSÍ og þaðan upp Skólavörðuholtið, áfram í gegnum miðbæinn að tjörninni, og aftur að BSÍ. Á vef landsmótsins segir að miðbæjarreiðin sé skemmtileg hefð og minni okkur á það fjölbreytta hlutverk sem hestar hafa haft innan borgarmarkanna. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, fór fyrir göngunni ásamt Guðna Halldórssyni formanni Landsambands hestamannafélaga, Hirti Bergstað formanni stjórnar landsmóts 2024, og Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur formanni hestamannafélagsins Spretts.LANDSMÓT Keppendur á öllum aldri Hilda Karen Garðarsdóttir, mótsstjóri Landsmóts hestamanna, segir að landsmótið sé mannamót þeirra hestamanna. „Við komum hingað á tveggja ára fresti, hittum vini og kunningja utan af landi, frá útlöndum, og allir eiga það sameiginlegt að elska íslenska hestinn,“ segir Hilda. Landsmótið sé mikil hátíð, þar sem knapar á öllum aldri taka þátt. „Yngstu keppendurnir eru um 10 ára, og svo alveg upp í sjötíu og eitthvað ára,“ segir Hilda. Langur undirbúningur Ásdís Ósk Elvarsdóttir er þjálfari þetta árið. Hún segir að langur undirbúningur sé að svona móti sem hefjist á haustin. „Svo snýst þetta bara um að gera eitthvað plan og halda rétt á spöðunum. Svo kemur að stóru stundinni og þá er maður búinn að undirbúa sig og gerir bara allt sem maður getur,“ segir Ásdís. Hún er með míkrafón festan á sig. Hún segir það vera til þess að geta talað til knapanna, án þess að þurfa æpa yfir allt svæðið. Hestar Landsmót hestamanna Hestaíþróttir Reykjavík Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Brenndu rangt lík Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Miðbæjarreiðin hófst klukkan 12 í dag, en farið var frá BSÍ og þaðan upp Skólavörðuholtið, áfram í gegnum miðbæinn að tjörninni, og aftur að BSÍ. Á vef landsmótsins segir að miðbæjarreiðin sé skemmtileg hefð og minni okkur á það fjölbreytta hlutverk sem hestar hafa haft innan borgarmarkanna. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, fór fyrir göngunni ásamt Guðna Halldórssyni formanni Landsambands hestamannafélaga, Hirti Bergstað formanni stjórnar landsmóts 2024, og Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur formanni hestamannafélagsins Spretts.LANDSMÓT Keppendur á öllum aldri Hilda Karen Garðarsdóttir, mótsstjóri Landsmóts hestamanna, segir að landsmótið sé mannamót þeirra hestamanna. „Við komum hingað á tveggja ára fresti, hittum vini og kunningja utan af landi, frá útlöndum, og allir eiga það sameiginlegt að elska íslenska hestinn,“ segir Hilda. Landsmótið sé mikil hátíð, þar sem knapar á öllum aldri taka þátt. „Yngstu keppendurnir eru um 10 ára, og svo alveg upp í sjötíu og eitthvað ára,“ segir Hilda. Langur undirbúningur Ásdís Ósk Elvarsdóttir er þjálfari þetta árið. Hún segir að langur undirbúningur sé að svona móti sem hefjist á haustin. „Svo snýst þetta bara um að gera eitthvað plan og halda rétt á spöðunum. Svo kemur að stóru stundinni og þá er maður búinn að undirbúa sig og gerir bara allt sem maður getur,“ segir Ásdís. Hún er með míkrafón festan á sig. Hún segir það vera til þess að geta talað til knapanna, án þess að þurfa æpa yfir allt svæðið.
Hestar Landsmót hestamanna Hestaíþróttir Reykjavík Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Brenndu rangt lík Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira