Southgate, sem og allt liðið, hefur setið undið mikilli gagnrýni fyrir frammistöðuna á mótinu hingað til. Liðið var púað af velli og drykkjarföngum var kastað í fjölskyldar leikmanna eftir 0-0 jafntefli gegn Slóveníu í lokaleik riðilsins. En líkt og fyrirliðinn Harry Kane hefur Southgate litlar áhyggjur.
„Frammistaðan var alls ekki eins slæm og hún er látin líta út fyrir að vera. Liðið er aldrei eins slæmt og fólk segir og aldrei eins gott og fólk vill,“ sagði Southgate á blaðamannafundi landsliðsins í gær.
„Við erum svona fimm prósentum frá þeim stað sem við viljum vera á. Það er því mikilvægt að kasta ekki öllu á glæ, missa það sem við höfum verið að gera vel og hrista of mikið upp í hlutunum. Maður þarf að hundsa allt umtal og halda settri stefnu“ bætti hann svo við.
Að lokum staðfesti Southgate svo að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw myndi ekki byrja leikinn en hann hefur æft á fullu með liðinu undanfarna daga eftir að hafa glímt við meiðsli. Kieran Trippier hefur leyst stöðuna en verður líklega sjálfur frá vegna meiðsla í dag. Búist er við því að Ezri Konsa byrji í vinstri bakverði.