„Mér finnst þessi úrslit ekki eins mikill skandall og fólk talar um“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. júní 2024 19:30 Luciano Spalletti var svekktur eftir tapið fyrir Sviss. getty/James Baylis Luciano Spalletti axlaði ábyrgð á 2-0 tapi Ítalíu gegn Sviss í 16-liða úrslitum Evrópumótsins og sagði upplegg sitt ekki hafa gert leikmönnum kleift að sýna sínar bestu hliðar, niðurstaðan væri þó ekki eins mikill skandall og fólki finnst. Spalletti tók við Evrópumeisturunum í ágúst 2023 og kom þeim á EM eftir að Ítalir misstu af HM í Katar 2022 undir stjórn Roberto Mancini. Í leiknum gegn Sviss í dag var Ítalía mun lakari aðilinn og tapaði verðskuldað með tveimur mörkum. „Það er satt að markið sem við fengum á okkur í upphafi seinni hálfleiks sló okkur út af laginu og lækkaði sjálfstraustið,“ sagði Spalletti í viðtali við RAI Sport. Það kom nokkuð á óvart þegar byrjunarliðið birtist og Spalletti hafði gert sex breytingar frá síðasta leik. Hann sagðist hafa vonast til þess að breytingar myndu skerpa á leikmönnum en svo reyndist ekki. Enginn skandall og vonar að hann verði áfram Hvort Spalletti haldi áfram þjálfun landsliðsins er óvíst að svo stöddu en ljóst er að um mikil vonbrigði er að ræða fyrir ríkjandi Evrópumeistarana sem voru langt frá sínu besta á mótinu. Í samtali við Gazzetta dello Sport sagði Spalletti: „Það er ljóst að eitthvað þarf að breytast, en mér finnst þessi úrslit ekki eins mikill skandall og fólk talar um. Ég ber ábyrgð á tapinu í dag og gegn Spáni, uppleggið leyfði liðinu ekki að sýna sínar bestu hliðar, en ég get ekki tekið undir það að við höfum spilað hræðilegan leik í dag eða gegn Króatíu [Ítalía jafnaði 1-1 í uppbótartíma].“ Inntur eftir svörum um framtíð sína svaraði þjálfarinn svo: „Gravina? [formaður ítalska knattspyrnusambandsins], hann hefur alltaf komið fram við mig af mikilli fagmennsku þannig að ég bíð bara eftir því að heyra frá honum.“ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Spalletti tók við Evrópumeisturunum í ágúst 2023 og kom þeim á EM eftir að Ítalir misstu af HM í Katar 2022 undir stjórn Roberto Mancini. Í leiknum gegn Sviss í dag var Ítalía mun lakari aðilinn og tapaði verðskuldað með tveimur mörkum. „Það er satt að markið sem við fengum á okkur í upphafi seinni hálfleiks sló okkur út af laginu og lækkaði sjálfstraustið,“ sagði Spalletti í viðtali við RAI Sport. Það kom nokkuð á óvart þegar byrjunarliðið birtist og Spalletti hafði gert sex breytingar frá síðasta leik. Hann sagðist hafa vonast til þess að breytingar myndu skerpa á leikmönnum en svo reyndist ekki. Enginn skandall og vonar að hann verði áfram Hvort Spalletti haldi áfram þjálfun landsliðsins er óvíst að svo stöddu en ljóst er að um mikil vonbrigði er að ræða fyrir ríkjandi Evrópumeistarana sem voru langt frá sínu besta á mótinu. Í samtali við Gazzetta dello Sport sagði Spalletti: „Það er ljóst að eitthvað þarf að breytast, en mér finnst þessi úrslit ekki eins mikill skandall og fólk talar um. Ég ber ábyrgð á tapinu í dag og gegn Spáni, uppleggið leyfði liðinu ekki að sýna sínar bestu hliðar, en ég get ekki tekið undir það að við höfum spilað hræðilegan leik í dag eða gegn Króatíu [Ítalía jafnaði 1-1 í uppbótartíma].“ Inntur eftir svörum um framtíð sína svaraði þjálfarinn svo: „Gravina? [formaður ítalska knattspyrnusambandsins], hann hefur alltaf komið fram við mig af mikilli fagmennsku þannig að ég bíð bara eftir því að heyra frá honum.“
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira