Parísarhjólið varla óvinsælt ef sextíu þúsund vilja taka snúning Árni Sæberg skrifar 29. júní 2024 13:51 Einar er hæstánægður með parísarhjólið og telur það ekki óvinsælt ef sextíu þúsund manns ákveða að skella sér hring. Vísir/Bjarni Borgarstjóri hefur ekki áhyggjur af því sem kallaður hefur verið lítill áhugi landsmanna á parísarhjólinu við Miðbakka í Reykjavík. Fimmtán prósent þjóðarinnar reiknar með að fara hring í hjólinu í sumar. Í könnun sem Prósent framkvæmdi á dögunum voru Íslendingar spurðir að því hversu líklegt eða ólíklegt væri að þeir færu í parísarhjólið sem stendur við Reykjavíkurhöfn. Fimmtán prósent svarenda sögðu það líklegt eða hafa nú þegar farið í parísarhjólið. Tólf prósent sögðu það hvorki líklegt né ólíklegt og sjötíu og þrjú prósent sögðu ólíklegt að þau fari í parísarhjólið í sumar. Morgunblaðið slær því upp að parísarhjólið sé óvinsælt meðal landsmanna. Þessu er Einar Þorsteinsson borgarstjóri ekki sammála. Hann hefur farið snúning í hjólinu, þann fyrsta, og naut sín vel, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan: „Ég held að enginn hafi séð það fyrir sér að öll íslenska þjóðin myndi fara í þetta parísarhjól. Þessi könnun sýnir að fimmtán prósent landsmanna sjá fyrir sér eða telji líklegt að þeir fari í parísarhjólið. Það er hátt í sextíu þúsund manns. Í Reykjavík er áhuginn þannig að 33 þúsund manns telja líklegt að þeir fari í parísarhjólið. Ég held að það sé nú í góðu samræmi við væntingar. Það er verið að reyna að auka afþreyingu í borginni og þetta er ein leið til þess.“ Engin áhætta fyrir borgina Einar segir að borgin beri enga fjárhagslega áhættu af rekstri parísarhjólsins, hún leigi einfaldlega litla lóð undir hjólið og rekstraraðili sjái um rest. „Nú er þetta könnun, nú þurfum við bara að sjá hvernig sumarið verður. Þetta verður út september og svo metum við stöðuna, hvort áhuginn verði enn til staðar.“ Hann hafi ekki rætt við rekstraraðila parísarhjólsins síðan það var fór að snúast þann 17. júní. Hann viti því ekki hvort hann uni hag sínum vel við rekstur parísarhjólsins. Eðlilegar skýringar á minni áhuga landsbyggðarfólks Þá sýnir könnunin fram á það að aðeins átta prósent íbúa landsbyggðarinnar sjái fyrir sér að fara í parísarhjólið. Það segir Einar eiga sér eðlilegar skýringar. „Ég veit ekki alveg hvaða væntingar fólk hafi átt að hafa til þess að fólk færi að gera sér ferð til Reykjavíkur, til þess eins að fara í parísarhjól. Hugsanlega eru landfræðilegar ástæður sem skýra þennan mismunandi áhuga milli fólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. En mér þykir þetta nú bara nokkuð gott hlutfall, ef átta prósent fólks á landsbyggðinni telur líklegt að það fari í parísarhjólið og býð það velkomið til Reykjavíkur.“ Reykjavík Borgarstjórn Parísarhjól á Miðbakka Tengdar fréttir Þrjú þúsund krónur fyrir ferð í parísarhjólið Parísarhjólið sem staðir hefur á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn í slétta viku hefur vakið nokkra athygli enda sést það víða að. Aðgangseyrir í hjólið er 3000 krónur fyrir staka ferð. 24. júní 2024 12:34 Borgarstjóri fór fyrstu ferð í nýju parísarhjóli Borgarstjóri fór jómfrúarferð Parísarhjólsins ásamt fréttamanni Stöðvar 2 í dag klukkan þrjú. Parísarhjólið. Einar segir að um tilraunaverkefni sé að ræða í sumar. 17. júní 2024 17:03 Parísarhjól sprettur upp við höfnina Verið er að leggja lokahönd á byggingu parísarhjóls á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt heimildum Vísis á byggingarvinnu að ljúka í dag og fyrsta ferðin farin á morgun, á lýðveldisdaginn. 16. júní 2024 14:12 Leita að parísarhjólsstjóra Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Þetta kemur fram á vef borgarinnar. 5. mars 2024 14:06 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Í könnun sem Prósent framkvæmdi á dögunum voru Íslendingar spurðir að því hversu líklegt eða ólíklegt væri að þeir færu í parísarhjólið sem stendur við Reykjavíkurhöfn. Fimmtán prósent svarenda sögðu það líklegt eða hafa nú þegar farið í parísarhjólið. Tólf prósent sögðu það hvorki líklegt né ólíklegt og sjötíu og þrjú prósent sögðu ólíklegt að þau fari í parísarhjólið í sumar. Morgunblaðið slær því upp að parísarhjólið sé óvinsælt meðal landsmanna. Þessu er Einar Þorsteinsson borgarstjóri ekki sammála. Hann hefur farið snúning í hjólinu, þann fyrsta, og naut sín vel, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan: „Ég held að enginn hafi séð það fyrir sér að öll íslenska þjóðin myndi fara í þetta parísarhjól. Þessi könnun sýnir að fimmtán prósent landsmanna sjá fyrir sér eða telji líklegt að þeir fari í parísarhjólið. Það er hátt í sextíu þúsund manns. Í Reykjavík er áhuginn þannig að 33 þúsund manns telja líklegt að þeir fari í parísarhjólið. Ég held að það sé nú í góðu samræmi við væntingar. Það er verið að reyna að auka afþreyingu í borginni og þetta er ein leið til þess.“ Engin áhætta fyrir borgina Einar segir að borgin beri enga fjárhagslega áhættu af rekstri parísarhjólsins, hún leigi einfaldlega litla lóð undir hjólið og rekstraraðili sjái um rest. „Nú er þetta könnun, nú þurfum við bara að sjá hvernig sumarið verður. Þetta verður út september og svo metum við stöðuna, hvort áhuginn verði enn til staðar.“ Hann hafi ekki rætt við rekstraraðila parísarhjólsins síðan það var fór að snúast þann 17. júní. Hann viti því ekki hvort hann uni hag sínum vel við rekstur parísarhjólsins. Eðlilegar skýringar á minni áhuga landsbyggðarfólks Þá sýnir könnunin fram á það að aðeins átta prósent íbúa landsbyggðarinnar sjái fyrir sér að fara í parísarhjólið. Það segir Einar eiga sér eðlilegar skýringar. „Ég veit ekki alveg hvaða væntingar fólk hafi átt að hafa til þess að fólk færi að gera sér ferð til Reykjavíkur, til þess eins að fara í parísarhjól. Hugsanlega eru landfræðilegar ástæður sem skýra þennan mismunandi áhuga milli fólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. En mér þykir þetta nú bara nokkuð gott hlutfall, ef átta prósent fólks á landsbyggðinni telur líklegt að það fari í parísarhjólið og býð það velkomið til Reykjavíkur.“
Reykjavík Borgarstjórn Parísarhjól á Miðbakka Tengdar fréttir Þrjú þúsund krónur fyrir ferð í parísarhjólið Parísarhjólið sem staðir hefur á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn í slétta viku hefur vakið nokkra athygli enda sést það víða að. Aðgangseyrir í hjólið er 3000 krónur fyrir staka ferð. 24. júní 2024 12:34 Borgarstjóri fór fyrstu ferð í nýju parísarhjóli Borgarstjóri fór jómfrúarferð Parísarhjólsins ásamt fréttamanni Stöðvar 2 í dag klukkan þrjú. Parísarhjólið. Einar segir að um tilraunaverkefni sé að ræða í sumar. 17. júní 2024 17:03 Parísarhjól sprettur upp við höfnina Verið er að leggja lokahönd á byggingu parísarhjóls á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt heimildum Vísis á byggingarvinnu að ljúka í dag og fyrsta ferðin farin á morgun, á lýðveldisdaginn. 16. júní 2024 14:12 Leita að parísarhjólsstjóra Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Þetta kemur fram á vef borgarinnar. 5. mars 2024 14:06 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Þrjú þúsund krónur fyrir ferð í parísarhjólið Parísarhjólið sem staðir hefur á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn í slétta viku hefur vakið nokkra athygli enda sést það víða að. Aðgangseyrir í hjólið er 3000 krónur fyrir staka ferð. 24. júní 2024 12:34
Borgarstjóri fór fyrstu ferð í nýju parísarhjóli Borgarstjóri fór jómfrúarferð Parísarhjólsins ásamt fréttamanni Stöðvar 2 í dag klukkan þrjú. Parísarhjólið. Einar segir að um tilraunaverkefni sé að ræða í sumar. 17. júní 2024 17:03
Parísarhjól sprettur upp við höfnina Verið er að leggja lokahönd á byggingu parísarhjóls á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt heimildum Vísis á byggingarvinnu að ljúka í dag og fyrsta ferðin farin á morgun, á lýðveldisdaginn. 16. júní 2024 14:12
Leita að parísarhjólsstjóra Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Þetta kemur fram á vef borgarinnar. 5. mars 2024 14:06