Kolólöglegt og hættulegt brúnkulyf í tísku á samfélagsmiðlum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 23:12 Ragna Hlín húðlæknir er uggandi yfir því að ljósabekkir og ólöglega brúnkulyfið Melanotan séu í tísku. vísir/Getty Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húðlæknir á húðlæknastöðinni, segir að ólöglegur brúnku-nefúði sem nú gengur kaupum og sölum á netinu og er mikið auglýstur á samfélagsmiðlum, sé hættulegur. Til að virkja lyfið þarf að fara í ljósabekk eða útsetja húðina fyrir sól. Ragna segir ljósabekki með eindæmum krabbameinsvaldandi og þykir miður að þeir séu nú í tísku. Ólöglega brúnkulyfið Melanotan er efni sem framleitt er á tilraunastofu, hálfgert hormón sem líkir eftir melanocyte-stimulating hormóni, sem örvar myndun melananíns eða litarefnis í húðinni sem gerir okkur brún. Ragna var viðmælandi Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta hefur verið til í fimmtán, tuttugu ár, en var ekkert sérstaklega trendy. Þetta er til bæði í sprautuformi og sem nefsprey sem núna hefur tröllriðið öllu,“ segir Ragna. Fjallað var um lyfið á Vísi fyrir fimm árum síðan. Þá sagðist íslensk kona sem hafði notað lyfið í þeim tilgangi að koma í veg fyrir sólarexem og bruna vera „skíthrædd“ við að nota lyfið. Henni leið skringilega og fékk alls konar nýja fæðingarbletti. Efnið kolólöglegt og hættulegt Ragna segir að lyfið sé kolólöglegt, og hættulegt. Alls konar aukaverkanir geti fylgt notkun lyfsins, og þær hættulegustu geti verið lífshættulegar. „Sko þetta er kallað barbí-lyfið af því að þetta eykur brúnku og minnkar matarlyst, fólki verður óglatt. Svo eykur þetta kynhvöt líka. Það eru mjög alvarlegar aukaverkanir sem geta fylgt líka,“ segir Ragna. Aukaverkanir geti verið nýrnabilun, vöðvaniðurbrot, áhrif á heilann, krampi, og heilabjúgur. „Svo geturðu fengið sortuæxli, sem er lífshættulegt húðkrabbamein. Það er það sem við fáum á okkar borð og höfum áhyggjur af,“ segir Ragna. Ragna segir þó að um sé að ræða smá „svona hænan og eggið dæmi,“ af því að týpurnar sem nota lyfið séu yfirleitt fólk sem annars fer mikið í ljósabekki, liggur lengi í sólinni og annað slíkt. Það sé einnig mjög óhollt fyrir húðina. Uggandi yfir því að ljósabekkir séu aftur í tísku Ragna segir að ljósabekkir séu stórhættulegir, og er uggandi yfir því að þeir séu komnir aftur í tísku. Hún segir að alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi nýlega sett ljósabekki í sama flokk og sígarettur, hlutirnir séu álíka krabbameinsvaldandi. „Ungt fólk er farið að stunda ljós kannski tvisvar, þrisvar í viku. En einn tími í ljósabekk eykur líkur á húðkrabbameini hundraðfalt,“ segir Ragna. Vilji fólk verða brúnt, mælir Ragna með brúnkukremi. „Brúnkukremin eru stórfín, þau eru langbesta brúnkuaðferðin.“ Krabbamein Reykjavík síðdegis Ljósabekkir Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Ólöglega brúnkulyfið Melanotan er efni sem framleitt er á tilraunastofu, hálfgert hormón sem líkir eftir melanocyte-stimulating hormóni, sem örvar myndun melananíns eða litarefnis í húðinni sem gerir okkur brún. Ragna var viðmælandi Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta hefur verið til í fimmtán, tuttugu ár, en var ekkert sérstaklega trendy. Þetta er til bæði í sprautuformi og sem nefsprey sem núna hefur tröllriðið öllu,“ segir Ragna. Fjallað var um lyfið á Vísi fyrir fimm árum síðan. Þá sagðist íslensk kona sem hafði notað lyfið í þeim tilgangi að koma í veg fyrir sólarexem og bruna vera „skíthrædd“ við að nota lyfið. Henni leið skringilega og fékk alls konar nýja fæðingarbletti. Efnið kolólöglegt og hættulegt Ragna segir að lyfið sé kolólöglegt, og hættulegt. Alls konar aukaverkanir geti fylgt notkun lyfsins, og þær hættulegustu geti verið lífshættulegar. „Sko þetta er kallað barbí-lyfið af því að þetta eykur brúnku og minnkar matarlyst, fólki verður óglatt. Svo eykur þetta kynhvöt líka. Það eru mjög alvarlegar aukaverkanir sem geta fylgt líka,“ segir Ragna. Aukaverkanir geti verið nýrnabilun, vöðvaniðurbrot, áhrif á heilann, krampi, og heilabjúgur. „Svo geturðu fengið sortuæxli, sem er lífshættulegt húðkrabbamein. Það er það sem við fáum á okkar borð og höfum áhyggjur af,“ segir Ragna. Ragna segir þó að um sé að ræða smá „svona hænan og eggið dæmi,“ af því að týpurnar sem nota lyfið séu yfirleitt fólk sem annars fer mikið í ljósabekki, liggur lengi í sólinni og annað slíkt. Það sé einnig mjög óhollt fyrir húðina. Uggandi yfir því að ljósabekkir séu aftur í tísku Ragna segir að ljósabekkir séu stórhættulegir, og er uggandi yfir því að þeir séu komnir aftur í tísku. Hún segir að alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi nýlega sett ljósabekki í sama flokk og sígarettur, hlutirnir séu álíka krabbameinsvaldandi. „Ungt fólk er farið að stunda ljós kannski tvisvar, þrisvar í viku. En einn tími í ljósabekk eykur líkur á húðkrabbameini hundraðfalt,“ segir Ragna. Vilji fólk verða brúnt, mælir Ragna með brúnkukremi. „Brúnkukremin eru stórfín, þau eru langbesta brúnkuaðferðin.“
Krabbamein Reykjavík síðdegis Ljósabekkir Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira