Kolólöglegt og hættulegt brúnkulyf í tísku á samfélagsmiðlum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 23:12 Ragna Hlín húðlæknir er uggandi yfir því að ljósabekkir og ólöglega brúnkulyfið Melanotan séu í tísku. vísir/Getty Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húðlæknir á húðlæknastöðinni, segir að ólöglegur brúnku-nefúði sem nú gengur kaupum og sölum á netinu og er mikið auglýstur á samfélagsmiðlum, sé hættulegur. Til að virkja lyfið þarf að fara í ljósabekk eða útsetja húðina fyrir sól. Ragna segir ljósabekki með eindæmum krabbameinsvaldandi og þykir miður að þeir séu nú í tísku. Ólöglega brúnkulyfið Melanotan er efni sem framleitt er á tilraunastofu, hálfgert hormón sem líkir eftir melanocyte-stimulating hormóni, sem örvar myndun melananíns eða litarefnis í húðinni sem gerir okkur brún. Ragna var viðmælandi Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta hefur verið til í fimmtán, tuttugu ár, en var ekkert sérstaklega trendy. Þetta er til bæði í sprautuformi og sem nefsprey sem núna hefur tröllriðið öllu,“ segir Ragna. Fjallað var um lyfið á Vísi fyrir fimm árum síðan. Þá sagðist íslensk kona sem hafði notað lyfið í þeim tilgangi að koma í veg fyrir sólarexem og bruna vera „skíthrædd“ við að nota lyfið. Henni leið skringilega og fékk alls konar nýja fæðingarbletti. Efnið kolólöglegt og hættulegt Ragna segir að lyfið sé kolólöglegt, og hættulegt. Alls konar aukaverkanir geti fylgt notkun lyfsins, og þær hættulegustu geti verið lífshættulegar. „Sko þetta er kallað barbí-lyfið af því að þetta eykur brúnku og minnkar matarlyst, fólki verður óglatt. Svo eykur þetta kynhvöt líka. Það eru mjög alvarlegar aukaverkanir sem geta fylgt líka,“ segir Ragna. Aukaverkanir geti verið nýrnabilun, vöðvaniðurbrot, áhrif á heilann, krampi, og heilabjúgur. „Svo geturðu fengið sortuæxli, sem er lífshættulegt húðkrabbamein. Það er það sem við fáum á okkar borð og höfum áhyggjur af,“ segir Ragna. Ragna segir þó að um sé að ræða smá „svona hænan og eggið dæmi,“ af því að týpurnar sem nota lyfið séu yfirleitt fólk sem annars fer mikið í ljósabekki, liggur lengi í sólinni og annað slíkt. Það sé einnig mjög óhollt fyrir húðina. Uggandi yfir því að ljósabekkir séu aftur í tísku Ragna segir að ljósabekkir séu stórhættulegir, og er uggandi yfir því að þeir séu komnir aftur í tísku. Hún segir að alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi nýlega sett ljósabekki í sama flokk og sígarettur, hlutirnir séu álíka krabbameinsvaldandi. „Ungt fólk er farið að stunda ljós kannski tvisvar, þrisvar í viku. En einn tími í ljósabekk eykur líkur á húðkrabbameini hundraðfalt,“ segir Ragna. Vilji fólk verða brúnt, mælir Ragna með brúnkukremi. „Brúnkukremin eru stórfín, þau eru langbesta brúnkuaðferðin.“ Krabbamein Reykjavík síðdegis Ljósabekkir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Ólöglega brúnkulyfið Melanotan er efni sem framleitt er á tilraunastofu, hálfgert hormón sem líkir eftir melanocyte-stimulating hormóni, sem örvar myndun melananíns eða litarefnis í húðinni sem gerir okkur brún. Ragna var viðmælandi Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta hefur verið til í fimmtán, tuttugu ár, en var ekkert sérstaklega trendy. Þetta er til bæði í sprautuformi og sem nefsprey sem núna hefur tröllriðið öllu,“ segir Ragna. Fjallað var um lyfið á Vísi fyrir fimm árum síðan. Þá sagðist íslensk kona sem hafði notað lyfið í þeim tilgangi að koma í veg fyrir sólarexem og bruna vera „skíthrædd“ við að nota lyfið. Henni leið skringilega og fékk alls konar nýja fæðingarbletti. Efnið kolólöglegt og hættulegt Ragna segir að lyfið sé kolólöglegt, og hættulegt. Alls konar aukaverkanir geti fylgt notkun lyfsins, og þær hættulegustu geti verið lífshættulegar. „Sko þetta er kallað barbí-lyfið af því að þetta eykur brúnku og minnkar matarlyst, fólki verður óglatt. Svo eykur þetta kynhvöt líka. Það eru mjög alvarlegar aukaverkanir sem geta fylgt líka,“ segir Ragna. Aukaverkanir geti verið nýrnabilun, vöðvaniðurbrot, áhrif á heilann, krampi, og heilabjúgur. „Svo geturðu fengið sortuæxli, sem er lífshættulegt húðkrabbamein. Það er það sem við fáum á okkar borð og höfum áhyggjur af,“ segir Ragna. Ragna segir þó að um sé að ræða smá „svona hænan og eggið dæmi,“ af því að týpurnar sem nota lyfið séu yfirleitt fólk sem annars fer mikið í ljósabekki, liggur lengi í sólinni og annað slíkt. Það sé einnig mjög óhollt fyrir húðina. Uggandi yfir því að ljósabekkir séu aftur í tísku Ragna segir að ljósabekkir séu stórhættulegir, og er uggandi yfir því að þeir séu komnir aftur í tísku. Hún segir að alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi nýlega sett ljósabekki í sama flokk og sígarettur, hlutirnir séu álíka krabbameinsvaldandi. „Ungt fólk er farið að stunda ljós kannski tvisvar, þrisvar í viku. En einn tími í ljósabekk eykur líkur á húðkrabbameini hundraðfalt,“ segir Ragna. Vilji fólk verða brúnt, mælir Ragna með brúnkukremi. „Brúnkukremin eru stórfín, þau eru langbesta brúnkuaðferðin.“
Krabbamein Reykjavík síðdegis Ljósabekkir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent