„Við börðumst eins og ljón“ Hinrik Wöhler skrifar 28. júní 2024 21:21 Hallgrímur Jónasson var ánægður með sigurinn í kvöld. vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var ánægður með að ná í þrjú stig í Kórnum í kvöld. Leikurinn var annar sigurleikur KA í röð í Bestu deildinni og er liðið komið úr fallsæti. „Ég er mjög sáttur með 95% af leiknum. Við spilum vel og sköpum fullt af færum og áttum að skora miklu fleiri mörk. HK eru bara virkilega góðir í sumum þáttum leiksins og við vorum búnir að sjá það. Þegar markið dettur þá verður hálfgert ‚panic' í lokin hjá okkur. Við erum búnir að skipta fjórum inn á og það riðlar leiknum. Þeir gerðu þetta bara erfitt fyrir okkur síðustu mínúturnar,“ sagði Hallgrímur eftir leikinn í Kórnum. „Við börðumst eins og ljón fyrir hvorn annan. Það hefur einkennt mitt lið, þó að hlutirnir hafa ekki gengið þá hafa allir staðið saman og það var mjög sætt að það dugði í dag,“ bætti Hallgrímur við. KA herjaði á mark HK framan af leik en náðu ekki að brjóta ísinn fyrr en á 51. mínútu. Hallgrímur ítrekaði að það megi ekki missa þolinmæðina þó að hlutirnir gangi ekki upp. Hefur verið saga okkar áður í sumar „Ég var smá svekktur því þetta hefur verið saga okkar áður í sumar, við náum ekki að pota honum inn. Það er bara að halda áfram og gera vel það sem við gerum vel og ekki missa þolinmæðina. Ef þú ferð of hátt á HK og þeir geta komið með skyndisóknir á stórum mönnum og unnið skallaboltana þá lendiru í veseni. Við héldum þolinmæðinni og fókus, þeir fá ekki mörg færi og fáum frekar ódýrt mark á okkur“. Allt leit út fyrir öruggan og nokkuð þægilegan sigur en Arnþór Ari Atlason náði að minnka muninn fyrir HK í 2-1 og kom mikil spenna í leikinn í uppbótartíma. „Það er eðlilegt þegar þú færð svona mark að það komi ‚panic'. Það er bara spurning, ætlar þú að vera svekktur og ekki gera neitt eða ætlar þú að vinna alvöru vinnu til þess að halda þessu heim og við gerðum það. Það er klárt mál eins og leikurinn leit út í 2-0 og liðið mitt með fullt sjálfstraust þá ættum við ekki að hleypa þessu í svona mikla spennu,“ sagði Hallgrímur þegar hann var spurður út í síðustu mínútur leiksins. Nú er bara ótrúlega spennandi verkefni Hallgrímur er mjög sáttur með spilamennskuna að undanförnu og er útlitið orðið mun bjartara fyrir hann og hans lærisveina. „Þetta er æðislegt, komnir úr fallsæti og erum búnir að vinna fimm af síðustu átta leikjum á móti úrvalsdeildarliðum, tveir í bikarnum og þrír í deildinni. Það er bara jákvætt og nú er bara ótrúlega spennandi verkefni. Við eigum heimaleik í bikarnum og í fyrra fórum við í úrslitaleikinn og áttum flottan leik en náðum því miður ekki klára það. Okkur langar rosalega að upplifa það aftur að fara á Laugardalsvöll og stemninguna sem KA-fólk kom með,“ sagði Hallgrímur að lokum. Besta deild karla KA Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
„Ég er mjög sáttur með 95% af leiknum. Við spilum vel og sköpum fullt af færum og áttum að skora miklu fleiri mörk. HK eru bara virkilega góðir í sumum þáttum leiksins og við vorum búnir að sjá það. Þegar markið dettur þá verður hálfgert ‚panic' í lokin hjá okkur. Við erum búnir að skipta fjórum inn á og það riðlar leiknum. Þeir gerðu þetta bara erfitt fyrir okkur síðustu mínúturnar,“ sagði Hallgrímur eftir leikinn í Kórnum. „Við börðumst eins og ljón fyrir hvorn annan. Það hefur einkennt mitt lið, þó að hlutirnir hafa ekki gengið þá hafa allir staðið saman og það var mjög sætt að það dugði í dag,“ bætti Hallgrímur við. KA herjaði á mark HK framan af leik en náðu ekki að brjóta ísinn fyrr en á 51. mínútu. Hallgrímur ítrekaði að það megi ekki missa þolinmæðina þó að hlutirnir gangi ekki upp. Hefur verið saga okkar áður í sumar „Ég var smá svekktur því þetta hefur verið saga okkar áður í sumar, við náum ekki að pota honum inn. Það er bara að halda áfram og gera vel það sem við gerum vel og ekki missa þolinmæðina. Ef þú ferð of hátt á HK og þeir geta komið með skyndisóknir á stórum mönnum og unnið skallaboltana þá lendiru í veseni. Við héldum þolinmæðinni og fókus, þeir fá ekki mörg færi og fáum frekar ódýrt mark á okkur“. Allt leit út fyrir öruggan og nokkuð þægilegan sigur en Arnþór Ari Atlason náði að minnka muninn fyrir HK í 2-1 og kom mikil spenna í leikinn í uppbótartíma. „Það er eðlilegt þegar þú færð svona mark að það komi ‚panic'. Það er bara spurning, ætlar þú að vera svekktur og ekki gera neitt eða ætlar þú að vinna alvöru vinnu til þess að halda þessu heim og við gerðum það. Það er klárt mál eins og leikurinn leit út í 2-0 og liðið mitt með fullt sjálfstraust þá ættum við ekki að hleypa þessu í svona mikla spennu,“ sagði Hallgrímur þegar hann var spurður út í síðustu mínútur leiksins. Nú er bara ótrúlega spennandi verkefni Hallgrímur er mjög sáttur með spilamennskuna að undanförnu og er útlitið orðið mun bjartara fyrir hann og hans lærisveina. „Þetta er æðislegt, komnir úr fallsæti og erum búnir að vinna fimm af síðustu átta leikjum á móti úrvalsdeildarliðum, tveir í bikarnum og þrír í deildinni. Það er bara jákvætt og nú er bara ótrúlega spennandi verkefni. Við eigum heimaleik í bikarnum og í fyrra fórum við í úrslitaleikinn og áttum flottan leik en náðum því miður ekki klára það. Okkur langar rosalega að upplifa það aftur að fara á Laugardalsvöll og stemninguna sem KA-fólk kom með,“ sagði Hallgrímur að lokum.
Besta deild karla KA Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira